SVAR: Konur eru ekki sér þjóðflokkur sem stundar bara kynlíf á ákveðnum tímum dags. Engir tveir einstaklingar eru eins og á það einnig við um konur. Þín kona nýtur kannski kynlífs betur eftir að hafa sofið í sig smá orku.
Þá hafa mörg „kvennablöð" oft ráðlagt konum að karlar elski að láta vekja sig um miðja nótt í villtum kynlífsleik. Kannski finnst konunni þinni þessi tími einfaldlega hentugastur eða kannski er hún að fara eftir afleitum ráðum tímarits. Hvort heldur, ef þessi tími hentar þér ekki þá verður þú að segja það við hana og þið að sammælast um tíma sem hentar ykkur báðum. Það gengur ekki að annað hvort ykkar sé hálfsofandi á meðan á samförum stendur.

Ef svo er þá erum við komin út í allt aðra sálma.