Leikjavísir

Tölvuþrjótar játa sök - ætluðu að ráðast á EVE Online

Cleary og Davis unnu í samstarfi við aðra óþekkta tölvuhakkara
Cleary og Davis unnu í samstarfi við aðra óþekkta tölvuhakkara mynd/afp
Ryan Cleary játaði í dag að hafa, ásamt Jake Davis, hakkað sig inn í heimsíður stórra stofnana í Bandaríkjunum og Bretlandi. Meðal annars réðust þeir inn í tölvur bandaríska flughersins sem staðsettar eru í Pentagon.

Tvíeykið réðst inn á heimasíður NHS, News International, Sony, Nintendo, ríkislögreglunnar í Arizona og kvikmyndafyrirækisins 20th Century Fox. Þeir beindu gríðarlegri umferð að síðunum í þeim tilgangi að þær myndu hrynja.

Cleary og Davis unnu í samstarfi við aðra óþekkta tölvuhakkara úr internet hópunum Anonymous, Internet Feds og LulzSec.

Aðrar heimasíður sem hópurinn hugðist ráðast á voru meðal annars íslenska síðan Eve Online, HBGary, PBS Inc og Infagard.

Mennirnir tveir komu fram fyrir rétti í Bretlandi í dag.

The Telegraph segir frá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.