Mynd Stillers er byggð á gamalli söngvamynd sem tekin var upp í myndveri. Útgáfa Stillers verður hins vegar ekki söngleikur, enda kann leikarinn að eigin sögn hvorki að syngja né dansa.
Í innslagi Kastljóssins var einnig talað við Leif B. Dagfinnsson hjá True North sem sagði frá því að um 200 Íslendingar hafi að undanförnu komið að gerð myndarinnar. Auk þeirra komu um 80-90 útlendingar hingað vegna myndarinnar.

Leifur býst við að erlendir leikstjórar muni leita til Íslands við gerð kvikmynda sinna í auknum mæli í framtíðinni.