Í blíðu og stríðu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. september 2012 06:00 Ég blótaði sjálfri mér í huganum meðan ég þeytti saman sykur og egg. Skildi ekkert í mér að hafa gleymt þessu. Hveiti og kakó þyrlaðist ofan í skálina ásamt vænum slurk af vanilludropum og svo skellti ég ofninum aftur. Eins gott að úr yrði hin svakalegasta kaka. Bóndinn átti afmæli og ég hafði steingleymt því. „Hva, ætlar enginn að óska mér til hamingju?" sagði hann vonsvikinn þegar ég var hálfnuð út um dyrnar með krakkana í eftirdragi. Morguninn hafði farið, eins og venjulega, í að koma kenjóttum í föt, lýsisgjafir og hefðbundin morgunverk og enginn mundi eftir afmælinu. Gott ef ég hafði ekki einmitt verið sérstaklega önug þennan morgun! Nú reyndi ég að klóra í bakkann. Dagurinn var ekki úti enn og því bakaði ég og blés í blöðrur af miklum móð svo ég sá svart. Það gafst enginn tími í tiltekt en ég mat það svo að gæði kökunnar skiptu meira máli í huga afmælisbarnsins en skúrað gólf. Blöðrurnar voru drifnar upp á band og krakkarnir máluðu fána. Það stóð á endum. Þegar bóndinn kom heim var kakan klár á borðinu! Fólk tekur dagsetningar misjafnlega hátíðlega. Hversu oft höfum við ekki heyrt sögur af því hvernig mikilvæg tímamót sem gleymast, afmæli eða brúðkaupsafmæli, hafi nánast ollið hjónaskilnaði hjá einhverjum meðan aðrir gleyma jafnvel sínu eigin afmæli. Muna varla hvað þeir eru gamlir. Ég slapp sem betur fer fyrir horn í þetta skiptið. Afmæli bóndans sem gleymdist var svo sem ekkert stórafmæli en afmæli samt sem áður og mér þótti leitt að hafa gleymt því. Ég hét sjálfri mér því að skerpa á minninu. Vera vakandi og fylgjast betur með. Í gærmorgun sat ég svo og las blaðið eftir að hefðbundnum morgunverkum lauk. Ég þurfti ekki að mæta í vinnu þennan dag og hafði það gott í joggingbuxunum við eldhúsborðið þegar bóndinn sveiflaði sér óvænt inn úr dyrunum. Hann lyfti glaðbeittur upp poka af dýrindis morgunbrauði en ég starði í forundran á hann. Gott ef ég þusaði ekki eitthvað um óþarflega vel í lagt bakkelsi, svona á þriðjudegi, hvað stæði eiginlega til? Var einmitt hálf önug þennan morgun. Pokinn seig í höndum bóndans og sömuleiðis munnvikin, „Til hamingju með brúðkaupsafmælið!" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Ég blótaði sjálfri mér í huganum meðan ég þeytti saman sykur og egg. Skildi ekkert í mér að hafa gleymt þessu. Hveiti og kakó þyrlaðist ofan í skálina ásamt vænum slurk af vanilludropum og svo skellti ég ofninum aftur. Eins gott að úr yrði hin svakalegasta kaka. Bóndinn átti afmæli og ég hafði steingleymt því. „Hva, ætlar enginn að óska mér til hamingju?" sagði hann vonsvikinn þegar ég var hálfnuð út um dyrnar með krakkana í eftirdragi. Morguninn hafði farið, eins og venjulega, í að koma kenjóttum í föt, lýsisgjafir og hefðbundin morgunverk og enginn mundi eftir afmælinu. Gott ef ég hafði ekki einmitt verið sérstaklega önug þennan morgun! Nú reyndi ég að klóra í bakkann. Dagurinn var ekki úti enn og því bakaði ég og blés í blöðrur af miklum móð svo ég sá svart. Það gafst enginn tími í tiltekt en ég mat það svo að gæði kökunnar skiptu meira máli í huga afmælisbarnsins en skúrað gólf. Blöðrurnar voru drifnar upp á band og krakkarnir máluðu fána. Það stóð á endum. Þegar bóndinn kom heim var kakan klár á borðinu! Fólk tekur dagsetningar misjafnlega hátíðlega. Hversu oft höfum við ekki heyrt sögur af því hvernig mikilvæg tímamót sem gleymast, afmæli eða brúðkaupsafmæli, hafi nánast ollið hjónaskilnaði hjá einhverjum meðan aðrir gleyma jafnvel sínu eigin afmæli. Muna varla hvað þeir eru gamlir. Ég slapp sem betur fer fyrir horn í þetta skiptið. Afmæli bóndans sem gleymdist var svo sem ekkert stórafmæli en afmæli samt sem áður og mér þótti leitt að hafa gleymt því. Ég hét sjálfri mér því að skerpa á minninu. Vera vakandi og fylgjast betur með. Í gærmorgun sat ég svo og las blaðið eftir að hefðbundnum morgunverkum lauk. Ég þurfti ekki að mæta í vinnu þennan dag og hafði það gott í joggingbuxunum við eldhúsborðið þegar bóndinn sveiflaði sér óvænt inn úr dyrunum. Hann lyfti glaðbeittur upp poka af dýrindis morgunbrauði en ég starði í forundran á hann. Gott ef ég þusaði ekki eitthvað um óþarflega vel í lagt bakkelsi, svona á þriðjudegi, hvað stæði eiginlega til? Var einmitt hálf önug þennan morgun. Pokinn seig í höndum bóndans og sömuleiðis munnvikin, „Til hamingju með brúðkaupsafmælið!"
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun