Eftirminnilegasti fiskurinn var nánast kringlóttur 1. júlí 2012 08:00 Í Stóru Laxá. Tryggvi Þór Hilmarsson með einn vænan úr Stóru Laxá. Tryggvi Þór Hilmarsson, art director á auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks er forfallinn veiðimaður. Hann fer víða til veiða en á dagskránni í sumar má meðal annars nefna Eystri Rangá, Sogið, Affall, Þverá, Langá, Elliðaá, Eyjafjarðará, Stóru Laxá, Blöndu og Brynjudalsá.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Þegar ég var strákur fór ég að veiða með pabba, en það var ekki fyrr en 2006 sem ég fór að stunda stangveiði af alvöru, og þá eingöngu fluguveiðar.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Þegar ég fékk bakteríuna var ég duglegar að fara á Þingvelli. Það er fátt sem jafnast á við að vera á Þingvöllum við sólarupprás að fá bleikjuna til að taka flugu.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Veiði einungis á flugu. Nema eitt skipti þegar vinur minn rétti mér maðkastöngina sína og lax var komin á eftir skamma stund.Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Fyrsti flugufiskurinn?Lax, urriði, bleikja, sjóbirtingur? Mér finnst skemmtilegast að veiða lax. Einnig hef ég rosalega gaman af því að veiða sjóbleikju, ekki skemmir fyrir hvað hún er bragðgóð.Eftirminnilegasti fiskurinn? Eftirminnilegasti fiskurinn er staðbundinn urriði sem ég fékk í Ytri Rangá. Hann var 65 cm langur og vó rúm sex kíló, hann var nánast kringlóttur hann var svo feitur. Fyrst héldum við félagarnir að um stórlax væri að ræða en svo koma þessi hlunkur í ljós.Straumvatn eða stöðuvötn? Ég vil helst veiða í straumvatni, kannski vegna þess að það er meira að gerast og ef til vill léttari veiði. Svo kann ég líka svo vel við rennandi vatn, það er eitthvað sem er svo heillandi við það.Uppáhalds áin/vatnið? Stóra Laxá hefur verið mín uppahalds á þó svo að ég hafi aldrei beint náð góðum árangri þar. Fjórða skiptið sem ég fór þangað fékk ég loksins fisk, það er eitthvað sem dregur mann þangað á hverju ári, þó svo að maður búist nú ekki við miklu. Ætli það sé ekki bara þetta stórbrotna landslag.Uppáhalds veiðistaðirnir?Stóru Laxá svæði 4. Það er varla hægt að nefna einn stað á þessu svæði þeir eru svo margir og svo ótrúlega flottir. Ef ég ætti að segja einhvern einn væri það Hrunkrókur vegna stórfenglegrar náttúru og svo skemmir ekki nálægðin við söguna á þessum slóðum fyrir.Kolbeinspollur í Fnjóská Magnaður staður, sérstaklega í lok júlí þegar fiskur er að ganga þarna. Kolbeinspollur getur geymt mikið magn af fiski og það er og það er stórkostlegt að kasta á þá.Rimahylur í Eystri Rangá Á þennan stað fer ég ár hvert og hef aldrei verið svikinn. Hérna setti ég í minn fyrsta lax og margar góðar minningar á ég þaðan.Veiða/sleppa. Skoðun þín? Ég er hlynntur því að veiða og sleppa. Að sleppa fiski gefur manni ótrúlega mikið eftir skemmtilega viðureign. Þó finnst mér í lagi að menn taki sér aðeins í soðið, þar sem það á við.Uppáhalds flugurnar? Einhvernveginn endar Snældan oftast undir og einnig fékk ég maríulaxinn á hana, en mín uppahaldfluga er Undertaker, allavega þessa stundina.Á hvað veiðir þú; stengur, hjól, línur... Er með fjarka í silungin. Sexur í laxinn og svo finnst mér rosalega gaman að sveifla tvíhendunni og með henni er ég iðulega með sökkvandi enda.Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Ég byrja laxveiðina alltaf á því að fara í Eystri Rangá fyrstu dagana í júlí það er undatekningarlaust mikið líf og stórir fiskar sem koma á land í því holli. Svo hef ég alltaf farið í Blöndu og Stóru laxá. Svo enda ég sumarið í Langá á Mýrum.Hvar á að veiða í sumar? Eystri Rangá, Sogið, Affall, Þverá, Langá, Elliðaá, Eyjafjarðará, Stóra Laxá, Blanda og Brynjudalsá.Álit á þróun stangveiði á Íslandi; verð á veiðileyfum, menning á veiðistað? Verðið er náttúrulega komið út í öfga, en ég hef trú á því að ákveðnum toppi hafi verið náð í þeim efnum og þetta mun allt batna með árunum. Það sést vel á hvað veiðileyfissalar sitja á mikið af góðum leyfum nú í ár, ólíkt árunum á undan.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Nú veiða fisk – og hafa ekkert að hugsa um nema bara að ná kvikindinu á land.Þekkir þú einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur lært á þinni veiðiævi? Já, ég get alveg sleppt því að veiða ef ég er ekki með ilmandi ferskt hrefnukjöt með í för.Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Við félagarnir erum í veiðiklúbb sem heitir Kvörn. Við tökum oft mikið af myndum sem hægt er að skoða á myndasíðunni okkar kvorn.tumblr.com. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði
Tryggvi Þór Hilmarsson, art director á auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks er forfallinn veiðimaður. Hann fer víða til veiða en á dagskránni í sumar má meðal annars nefna Eystri Rangá, Sogið, Affall, Þverá, Langá, Elliðaá, Eyjafjarðará, Stóru Laxá, Blöndu og Brynjudalsá.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Þegar ég var strákur fór ég að veiða með pabba, en það var ekki fyrr en 2006 sem ég fór að stunda stangveiði af alvöru, og þá eingöngu fluguveiðar.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Þegar ég fékk bakteríuna var ég duglegar að fara á Þingvelli. Það er fátt sem jafnast á við að vera á Þingvöllum við sólarupprás að fá bleikjuna til að taka flugu.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Veiði einungis á flugu. Nema eitt skipti þegar vinur minn rétti mér maðkastöngina sína og lax var komin á eftir skamma stund.Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Fyrsti flugufiskurinn?Lax, urriði, bleikja, sjóbirtingur? Mér finnst skemmtilegast að veiða lax. Einnig hef ég rosalega gaman af því að veiða sjóbleikju, ekki skemmir fyrir hvað hún er bragðgóð.Eftirminnilegasti fiskurinn? Eftirminnilegasti fiskurinn er staðbundinn urriði sem ég fékk í Ytri Rangá. Hann var 65 cm langur og vó rúm sex kíló, hann var nánast kringlóttur hann var svo feitur. Fyrst héldum við félagarnir að um stórlax væri að ræða en svo koma þessi hlunkur í ljós.Straumvatn eða stöðuvötn? Ég vil helst veiða í straumvatni, kannski vegna þess að það er meira að gerast og ef til vill léttari veiði. Svo kann ég líka svo vel við rennandi vatn, það er eitthvað sem er svo heillandi við það.Uppáhalds áin/vatnið? Stóra Laxá hefur verið mín uppahalds á þó svo að ég hafi aldrei beint náð góðum árangri þar. Fjórða skiptið sem ég fór þangað fékk ég loksins fisk, það er eitthvað sem dregur mann þangað á hverju ári, þó svo að maður búist nú ekki við miklu. Ætli það sé ekki bara þetta stórbrotna landslag.Uppáhalds veiðistaðirnir?Stóru Laxá svæði 4. Það er varla hægt að nefna einn stað á þessu svæði þeir eru svo margir og svo ótrúlega flottir. Ef ég ætti að segja einhvern einn væri það Hrunkrókur vegna stórfenglegrar náttúru og svo skemmir ekki nálægðin við söguna á þessum slóðum fyrir.Kolbeinspollur í Fnjóská Magnaður staður, sérstaklega í lok júlí þegar fiskur er að ganga þarna. Kolbeinspollur getur geymt mikið magn af fiski og það er og það er stórkostlegt að kasta á þá.Rimahylur í Eystri Rangá Á þennan stað fer ég ár hvert og hef aldrei verið svikinn. Hérna setti ég í minn fyrsta lax og margar góðar minningar á ég þaðan.Veiða/sleppa. Skoðun þín? Ég er hlynntur því að veiða og sleppa. Að sleppa fiski gefur manni ótrúlega mikið eftir skemmtilega viðureign. Þó finnst mér í lagi að menn taki sér aðeins í soðið, þar sem það á við.Uppáhalds flugurnar? Einhvernveginn endar Snældan oftast undir og einnig fékk ég maríulaxinn á hana, en mín uppahaldfluga er Undertaker, allavega þessa stundina.Á hvað veiðir þú; stengur, hjól, línur... Er með fjarka í silungin. Sexur í laxinn og svo finnst mér rosalega gaman að sveifla tvíhendunni og með henni er ég iðulega með sökkvandi enda.Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Ég byrja laxveiðina alltaf á því að fara í Eystri Rangá fyrstu dagana í júlí það er undatekningarlaust mikið líf og stórir fiskar sem koma á land í því holli. Svo hef ég alltaf farið í Blöndu og Stóru laxá. Svo enda ég sumarið í Langá á Mýrum.Hvar á að veiða í sumar? Eystri Rangá, Sogið, Affall, Þverá, Langá, Elliðaá, Eyjafjarðará, Stóra Laxá, Blanda og Brynjudalsá.Álit á þróun stangveiði á Íslandi; verð á veiðileyfum, menning á veiðistað? Verðið er náttúrulega komið út í öfga, en ég hef trú á því að ákveðnum toppi hafi verið náð í þeim efnum og þetta mun allt batna með árunum. Það sést vel á hvað veiðileyfissalar sitja á mikið af góðum leyfum nú í ár, ólíkt árunum á undan.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Nú veiða fisk – og hafa ekkert að hugsa um nema bara að ná kvikindinu á land.Þekkir þú einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur lært á þinni veiðiævi? Já, ég get alveg sleppt því að veiða ef ég er ekki með ilmandi ferskt hrefnukjöt með í för.Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Við félagarnir erum í veiðiklúbb sem heitir Kvörn. Við tökum oft mikið af myndum sem hægt er að skoða á myndasíðunni okkar kvorn.tumblr.com.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði