Seiðasleppingar nefndar í samhengi lítillar veiði í Soginu 28. desember 2012 00:00 Ein versta veiði í Soginu í áraraðir. Mynd/Svavar Í ársskýrslu SVFR er greinargóð samantekt á veiðinni í Soginu. Niðurstaðan var döpur, eins og svo víða, en fara þarf aftur til áranna 2002 og 2004 til að sjá svipaðar tölur. Ólafur Kr. Ólafsson, árnefndarformaður, segir í þessu samhengi að „undanfarin ár hefur ekki verið veitt í klak og seiðum sleppt í ána. Það væri ekki verra að eiga nokkra seiðaárganga í hliðarám og lækjum. Ákvörðun þessi er eftir ráðleggingu fiskifræðings Veiðmálastofnunar." Ekki er erfitt að greina að ekki séu allir hjá SVFR því sammála að taka fyrir seiðasleppingar, en rök fiskifræðingsins eru Veiðivísi ekki kunn. En að veiðitölum. Alviðra gaf átján laxa og Ásgarður 47. Bíldsfell gaf 136 laxa og fjórir voru skráðir í bók í Þrastarlundi, eða 205 alls af svæðunum fjórum. Sakkarhólmi á Bíldsfellssvæðinu gaf flesta laxa eða 50. Frúarsteinn var drýgstur í Ásgarði með 23 laxa. Allir laxarnir í Þrastarlundi komu úr Kúagilinu. Á flugu fengust 95 laxar, 41 á maðk og 69 á spún. Langmest veiddist í júlí eða 110 laxar; 57 í september en 28 í ágúst. Júní gaf 10, þar á meðal fyrsta lax sumarsins sem veiddist í Bíldsfelli af veiðimanni sem var að eltast við bleikju. Við þetta er að bæta innihaldi stuttrar fréttar um Syðri Brú sem birtist á vef Lax-ár í lok nóvember. Þar segir frá því að alls voru færðir til bókar 85 laxar, 4 bleikjur og 10 urriðar. Um veiðina segir að það hafi vakið athygli að veiðin á svæðinu var nokkuð lotukennd, suma daga fiskaðist ekkert en aðra daga komu allt upp í átta laxar á land, eins og var tilfellið 21. júlí. Í júní komu 2 laxar á land, í júlí komu 23 laxar á land, í ágúst voru þeir 22 en í september voru þeir 38. Heildartalan er því 290 laxar af þessum svæðum. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Veiði
Í ársskýrslu SVFR er greinargóð samantekt á veiðinni í Soginu. Niðurstaðan var döpur, eins og svo víða, en fara þarf aftur til áranna 2002 og 2004 til að sjá svipaðar tölur. Ólafur Kr. Ólafsson, árnefndarformaður, segir í þessu samhengi að „undanfarin ár hefur ekki verið veitt í klak og seiðum sleppt í ána. Það væri ekki verra að eiga nokkra seiðaárganga í hliðarám og lækjum. Ákvörðun þessi er eftir ráðleggingu fiskifræðings Veiðmálastofnunar." Ekki er erfitt að greina að ekki séu allir hjá SVFR því sammála að taka fyrir seiðasleppingar, en rök fiskifræðingsins eru Veiðivísi ekki kunn. En að veiðitölum. Alviðra gaf átján laxa og Ásgarður 47. Bíldsfell gaf 136 laxa og fjórir voru skráðir í bók í Þrastarlundi, eða 205 alls af svæðunum fjórum. Sakkarhólmi á Bíldsfellssvæðinu gaf flesta laxa eða 50. Frúarsteinn var drýgstur í Ásgarði með 23 laxa. Allir laxarnir í Þrastarlundi komu úr Kúagilinu. Á flugu fengust 95 laxar, 41 á maðk og 69 á spún. Langmest veiddist í júlí eða 110 laxar; 57 í september en 28 í ágúst. Júní gaf 10, þar á meðal fyrsta lax sumarsins sem veiddist í Bíldsfelli af veiðimanni sem var að eltast við bleikju. Við þetta er að bæta innihaldi stuttrar fréttar um Syðri Brú sem birtist á vef Lax-ár í lok nóvember. Þar segir frá því að alls voru færðir til bókar 85 laxar, 4 bleikjur og 10 urriðar. Um veiðina segir að það hafi vakið athygli að veiðin á svæðinu var nokkuð lotukennd, suma daga fiskaðist ekkert en aðra daga komu allt upp í átta laxar á land, eins og var tilfellið 21. júlí. Í júní komu 2 laxar á land, í júlí komu 23 laxar á land, í ágúst voru þeir 22 en í september voru þeir 38. Heildartalan er því 290 laxar af þessum svæðum. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Veiði