Handbolti

Landsliðsfólkið eyðir klukkutíma með krökkunum á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Pjetur
Íslensku handboltalandsliðin hafa verið í sviðsljósinu á árinu 2012 og tóku saman þátt í þremur stórmótum. Karlarnir eru á leið á HM á Spáni í upphafi næsta árs en voru á Ólympíuleikunum í London í ágúst og á EM í Serbíu í janúar. Konurnar eru nýkomnar heim frá EM í Serbíu.

Eftir seinni leik karlaliða Íslands og Túnis í Laugardalshöllinni á morgun þá mun HSÍ vera með skemmtun fyrir krakka, þar sem þau fá að hitta landsliðsmenn og konur, fá að láta taka af sér myndir með þeim, fá áritaðar myndir og spreyta sig á handboltaþrautum.

Landsliðsmenn Íslands, kvennalandsliðið og unglingalandsliðin verða öll á staðnum og krakkarnir fá að hitta hetjurnar sínar. Þessi uppákoma byrjar strax eftir leikinn á morgun og stendur í klukkutíma.

Allir krakkar eru hjartanlega velkomnir, þetta er frábært tækifæri til að kveðja landsliðsmennina áður en þeir fara á HM á Spáni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×