Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá 10. ágúst 2012 12:57 Svona voru aðstæður til veiða 5. júní. Gott vatn og vel veiddist. Síðan þá hefur varla verið hægt að tala um að rignt hafi og áin því verið ofan í harðagrjóti lengst af sumars. Hér er kastað á Brotið. Mynd/Svavar Þær fréttir berast nú frá Norðurá að eftir margra vikna þrautagöngu hafa rigningar síðustu daga skilað ánni frábæru veiðivatni. Loksins, loksins myndi einhver segja en Veiðivísir telur sig geta fært rök fyrir því að vatnið í Norðurá hafi ekki verið meira síðan opnunardaginn 5. júní!! Þá byrjuðu menn veiði 30 rúmmetra á sekúntu (m3/s) en í lok þess fyrsta dags var rennslið fallið niður í 17 m3/s. Mikið hefur rignt á Holtavörðuheiði síðastliðna tvo sólarhringa. Norðurá nýtur góðs af því, en vatnshæð fór í tæplega 16 m3/s í gærdag.Í frétt SVFR segir að í gegnum teljarann í Glanna hafa gengið um 1.200 laxar fram til þessa, en nokkur aukning varð í göngum upp stigann þegar að rigna tók. Það er þó staðreynd að nokkur hluti göngunnar fer Glannafossinn sjálfan þannig að reikna má með að þessi tala sé all nokkru hærri. Ofan stigans hafa hins vegar aðeins veiðst um 160 laxar og því ljóst að Norðurá á nokkuð mikið inni hvað veiðina á dalnum áhrærir. Þar má í það minnsta finna vel rúmlega þúsund laxa, en veiðiálag fram til þessa er með minnsta móti og má kenna lélegum aðstæðum vikum saman um þá staðreynd. Það gæti því komið nokkuð góður veiðikippur í Norðurá nú þegar að vatn hefur tekið að hækka, en áin var komin niður í 2.5 m3/s fyrri hluta þessarar viku. Nú er útlitið hins vegar miklu mun betra og fróðlegt verður að vita hvort rigningin hækkar ekki tölurnar úr Norðurá mikið frá því sem verið hefur undanfarnar vikur. Annað er reyndar varla hægt þar sem síðustu vikur hafa skilað 30 löxum og 16 löxum, sem eru tölur sem vart eiga sér hliðstæðu í sögu þessarar einstöku veiðiperlu. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Þær fréttir berast nú frá Norðurá að eftir margra vikna þrautagöngu hafa rigningar síðustu daga skilað ánni frábæru veiðivatni. Loksins, loksins myndi einhver segja en Veiðivísir telur sig geta fært rök fyrir því að vatnið í Norðurá hafi ekki verið meira síðan opnunardaginn 5. júní!! Þá byrjuðu menn veiði 30 rúmmetra á sekúntu (m3/s) en í lok þess fyrsta dags var rennslið fallið niður í 17 m3/s. Mikið hefur rignt á Holtavörðuheiði síðastliðna tvo sólarhringa. Norðurá nýtur góðs af því, en vatnshæð fór í tæplega 16 m3/s í gærdag.Í frétt SVFR segir að í gegnum teljarann í Glanna hafa gengið um 1.200 laxar fram til þessa, en nokkur aukning varð í göngum upp stigann þegar að rigna tók. Það er þó staðreynd að nokkur hluti göngunnar fer Glannafossinn sjálfan þannig að reikna má með að þessi tala sé all nokkru hærri. Ofan stigans hafa hins vegar aðeins veiðst um 160 laxar og því ljóst að Norðurá á nokkuð mikið inni hvað veiðina á dalnum áhrærir. Þar má í það minnsta finna vel rúmlega þúsund laxa, en veiðiálag fram til þessa er með minnsta móti og má kenna lélegum aðstæðum vikum saman um þá staðreynd. Það gæti því komið nokkuð góður veiðikippur í Norðurá nú þegar að vatn hefur tekið að hækka, en áin var komin niður í 2.5 m3/s fyrri hluta þessarar viku. Nú er útlitið hins vegar miklu mun betra og fróðlegt verður að vita hvort rigningin hækkar ekki tölurnar úr Norðurá mikið frá því sem verið hefur undanfarnar vikur. Annað er reyndar varla hægt þar sem síðustu vikur hafa skilað 30 löxum og 16 löxum, sem eru tölur sem vart eiga sér hliðstæðu í sögu þessarar einstöku veiðiperlu. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði