Flest lönd búin að velja lögin í Eurovision 11. mars 2012 11:00 Tuttugu og tvö lönd keppa til úrslita í Eurovision-söngvakeppninni í Baku í lok maí og er búið að velja lög og flytjendur í öllum löndum nema þremur. Hópur eldri kvenna sem syngur þjóðlagatónlist í þjóðlegum klæðum og gengur undir nafninu Buranovskiye Babushki, eða Buranovski ömmurnar, hefur vakið mikla athygli síðan þær voru kosnar áfram sem framlag Rússa nú í vikunni. Dömurnar sex eru allar komnar vel á efri ár og eru frá óþekktu smáþorpi í Rússlandi sem heitir Udmurt. Þar vinna þær baki brotnu á býlum sínum og hafa sitt lifibrauð af því. Ömmurnar lentu í þriðja sæti í undankeppninni í Rússlandi árið 2010 en í þetta skipti gengu hlutirnir betur og sigruðu þær meðal annars teymi Dima Bilan, sem kom Rússum í annað sætið í keppninni árið 2006, og Juliu Volkova, sem var annar helmingur T.A.T.U teymisins sem hreppti þriðja sætið árið 2003. Ömmurnar eru þó ekki einu ellilífeyrisþegar keppninnar í ár, því Bretar leituðu í reynslubanka hins 75 ára gamla Engelberts Humperdinck í þeirri von að 45 ára reynsla hans úr bransanum komi til með að skila þeim árangri. Framlag Hollendinga hefur vakið athygli þar sem flytjandinn Joan Franka klæddist indíánabúningi á sviði í undankeppninni. Írar senda strákana í Jedward aftur til leiks, en dúettinn keppti einnig fyrir hönd landsins í fyrra og lenti þá í 8.sæti. Austurríki sendir líka strákadúett til Baku, hipphopp dúettinn Trackshittaz, sem sigraði undankeppnina í ár eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. Sætir strákar verða vinsælir þátttakendur í ár. Fyrrum Idol-keppandi og rokkari, sem er ófeiminn við að sýna líkama sinn, keppir fyrir hönd Slóvaka og Tyrkir senda Can Bonomo sem hefur verið að slá í gegn á YouTube að undanförnu. Sjá má lag hans hér fyrir ofan. Litháen, Eistland og Noregur eru meðal landa sem senda einnig unga og myndarlega drengi sem sinn fulltrúa. Þann 17. mars munu Belgar kynna framlag sitt síðastir þjóða, og munu þar með allir flytjendur og öll lög liggja fyrir. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tuttugu og tvö lönd keppa til úrslita í Eurovision-söngvakeppninni í Baku í lok maí og er búið að velja lög og flytjendur í öllum löndum nema þremur. Hópur eldri kvenna sem syngur þjóðlagatónlist í þjóðlegum klæðum og gengur undir nafninu Buranovskiye Babushki, eða Buranovski ömmurnar, hefur vakið mikla athygli síðan þær voru kosnar áfram sem framlag Rússa nú í vikunni. Dömurnar sex eru allar komnar vel á efri ár og eru frá óþekktu smáþorpi í Rússlandi sem heitir Udmurt. Þar vinna þær baki brotnu á býlum sínum og hafa sitt lifibrauð af því. Ömmurnar lentu í þriðja sæti í undankeppninni í Rússlandi árið 2010 en í þetta skipti gengu hlutirnir betur og sigruðu þær meðal annars teymi Dima Bilan, sem kom Rússum í annað sætið í keppninni árið 2006, og Juliu Volkova, sem var annar helmingur T.A.T.U teymisins sem hreppti þriðja sætið árið 2003. Ömmurnar eru þó ekki einu ellilífeyrisþegar keppninnar í ár, því Bretar leituðu í reynslubanka hins 75 ára gamla Engelberts Humperdinck í þeirri von að 45 ára reynsla hans úr bransanum komi til með að skila þeim árangri. Framlag Hollendinga hefur vakið athygli þar sem flytjandinn Joan Franka klæddist indíánabúningi á sviði í undankeppninni. Írar senda strákana í Jedward aftur til leiks, en dúettinn keppti einnig fyrir hönd landsins í fyrra og lenti þá í 8.sæti. Austurríki sendir líka strákadúett til Baku, hipphopp dúettinn Trackshittaz, sem sigraði undankeppnina í ár eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. Sætir strákar verða vinsælir þátttakendur í ár. Fyrrum Idol-keppandi og rokkari, sem er ófeiminn við að sýna líkama sinn, keppir fyrir hönd Slóvaka og Tyrkir senda Can Bonomo sem hefur verið að slá í gegn á YouTube að undanförnu. Sjá má lag hans hér fyrir ofan. Litháen, Eistland og Noregur eru meðal landa sem senda einnig unga og myndarlega drengi sem sinn fulltrúa. Þann 17. mars munu Belgar kynna framlag sitt síðastir þjóða, og munu þar með allir flytjendur og öll lög liggja fyrir. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira