Formaður SVFR: Ljóst að Norðurá verður boðin út í vetur Trausti Hafliðason skrifar 7. nóvember 2012 22:30 Mynd / Svavar Hávarðsson „Nú er ljóst að Norðurá verður boðin út í vetur og auðvitað munum við taka þátt í slíku útboði," skrifar Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í pistli á vef SVFR. Töluvert hefur verið rætt og ritað um Norðurá eftir að fréttir birtust, þann 19. október, um að Veiðifélag Norðurár og Stangaveiðifélagið hefðu ekki náð samkomulagi um óbreytt leiguverð fyrir næsta ár. Í kjölfarið var samningur þessara aðila styttur um eitt ár sem þýðir að hann rennur út eftir næsta sumar. „Fyrst svona stendur á munum við gefa áhugasömum aðilum færi á að setja sig í samband við okkur, vilji þeir taka ána á leigu," sagði Birna Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár þann 19. október. „Það verður að koma í ljós á næstu vikum hvort einhver sýni því áhuga, án þess að um formlegt útboð verði að ræða. Ef slíkur áhugi sýnir sig ekki mun áin væntanlega verða boðin út." Í viðtali við Veiðivísi þann 24. október upplýsti Birna að tveir aðilar hefðu sett sig í samband við Veiðifélagið og spurst fyrir um Norðurá. Það hefur ekki verið gert opinbert hvaða aðilar þetta voru en talið er nokkuð víst að Stangaveiðifélagið sé annar þeirra. Vefurinn Vötn og veiði birti frétt þann 4. nóvember þar sem fullyrt var að Starir, nýr leigutaki Þverár og Kjarrár, væri hinn aðilinn og var það haft eftir „öruggum heimildum." Daginn eftir birtist síðan á vef Vatna og veiði yfirlýsing frá Störum þar sem þvertekið var fyrir að félagið hefði átt í viðræðum við Veiðifélag Norðurár um leigu á ánni. „Við stöndum ekki í samningaviðræðum um leigu á Norðurá eða nokkra aðra laxveiðiá," sagði í yfirlýsingunni. Þetta stangast á við heimildir Veiðivísis sem herma, líkt og heimildir Vatna og veiði, að Starir hafi einmitt lýst áhuga á því að semja um leigu á Norðurá. Samkvæmt pistli Bjarna, sem birtist á vef SVFR í gær, virðist hann viss um að áin verði boðin út. Ekki er annað hægt að segja en að fróðlegt verði að sjá hverjir muni taka þátt í útboðinu. Eitt er víst og það er að Stangaveiðifélagið mun taka þátt í því „en á þeim nótum þó, að það sé gerlegt fyrir íslenska stangaveiðimenn að kaupa veiðileyfi í þessari fallegu á," eins og segir í pistli Bjarna.Verð á veiðileyfum SVFR munu flest standa í stað Bjarni segir að mikið hafi hvílt á stjórn SVFR í ár. „Haldnir hafa verið 32 bókaðir stjórnarfundir auk þess sem við höfum haldið yfir 30 fundi með veiðiréttareigendum víða um land," segir Bjarni í pistlinum. "Við höfum leitað til viðsemjenda okkar og beðið þá að koma til móts við félagið en leigugreiðslur ársvæða er lang stærsti kostnaðarliður félagsins og lítið má útaf bregða í sölu svo það komi ekki illa niður á félaginu. Flestir þeirra hafa tekið vel í ósk okkar sem gerir okkur kleift að halda aftur að hækkun á verði veiðileyfa og víðast hvar mun verð veiðileyfa hjá SVFR standa í stað í krónutölu á milli ára. Stjórnarmenn hafa allir lagt sitt af mörkum og sjaldan hefur verið jafn mikil vinna fram reidd af hálfu stjórnar SVFR eins og nú."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
„Nú er ljóst að Norðurá verður boðin út í vetur og auðvitað munum við taka þátt í slíku útboði," skrifar Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í pistli á vef SVFR. Töluvert hefur verið rætt og ritað um Norðurá eftir að fréttir birtust, þann 19. október, um að Veiðifélag Norðurár og Stangaveiðifélagið hefðu ekki náð samkomulagi um óbreytt leiguverð fyrir næsta ár. Í kjölfarið var samningur þessara aðila styttur um eitt ár sem þýðir að hann rennur út eftir næsta sumar. „Fyrst svona stendur á munum við gefa áhugasömum aðilum færi á að setja sig í samband við okkur, vilji þeir taka ána á leigu," sagði Birna Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár þann 19. október. „Það verður að koma í ljós á næstu vikum hvort einhver sýni því áhuga, án þess að um formlegt útboð verði að ræða. Ef slíkur áhugi sýnir sig ekki mun áin væntanlega verða boðin út." Í viðtali við Veiðivísi þann 24. október upplýsti Birna að tveir aðilar hefðu sett sig í samband við Veiðifélagið og spurst fyrir um Norðurá. Það hefur ekki verið gert opinbert hvaða aðilar þetta voru en talið er nokkuð víst að Stangaveiðifélagið sé annar þeirra. Vefurinn Vötn og veiði birti frétt þann 4. nóvember þar sem fullyrt var að Starir, nýr leigutaki Þverár og Kjarrár, væri hinn aðilinn og var það haft eftir „öruggum heimildum." Daginn eftir birtist síðan á vef Vatna og veiði yfirlýsing frá Störum þar sem þvertekið var fyrir að félagið hefði átt í viðræðum við Veiðifélag Norðurár um leigu á ánni. „Við stöndum ekki í samningaviðræðum um leigu á Norðurá eða nokkra aðra laxveiðiá," sagði í yfirlýsingunni. Þetta stangast á við heimildir Veiðivísis sem herma, líkt og heimildir Vatna og veiði, að Starir hafi einmitt lýst áhuga á því að semja um leigu á Norðurá. Samkvæmt pistli Bjarna, sem birtist á vef SVFR í gær, virðist hann viss um að áin verði boðin út. Ekki er annað hægt að segja en að fróðlegt verði að sjá hverjir muni taka þátt í útboðinu. Eitt er víst og það er að Stangaveiðifélagið mun taka þátt í því „en á þeim nótum þó, að það sé gerlegt fyrir íslenska stangaveiðimenn að kaupa veiðileyfi í þessari fallegu á," eins og segir í pistli Bjarna.Verð á veiðileyfum SVFR munu flest standa í stað Bjarni segir að mikið hafi hvílt á stjórn SVFR í ár. „Haldnir hafa verið 32 bókaðir stjórnarfundir auk þess sem við höfum haldið yfir 30 fundi með veiðiréttareigendum víða um land," segir Bjarni í pistlinum. "Við höfum leitað til viðsemjenda okkar og beðið þá að koma til móts við félagið en leigugreiðslur ársvæða er lang stærsti kostnaðarliður félagsins og lítið má útaf bregða í sölu svo það komi ekki illa niður á félaginu. Flestir þeirra hafa tekið vel í ósk okkar sem gerir okkur kleift að halda aftur að hækkun á verði veiðileyfa og víðast hvar mun verð veiðileyfa hjá SVFR standa í stað í krónutölu á milli ára. Stjórnarmenn hafa allir lagt sitt af mörkum og sjaldan hefur verið jafn mikil vinna fram reidd af hálfu stjórnar SVFR eins og nú."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði