Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. júlí 2012 09:00 Sextán punda og 88 sentímetra lax sem viðmælandi Veiðivísis fékk nú í júní í Brúarstreng í Lax í Aðaldal. Mynd / Úr einkasafni Bjarni Brynjólfsson veiddi Spegilflúð í átta ár án þess að sjá þar lax þar til hann fékk loks leiðsögn eldri herramanns. Bjarni segir ævintýri við hvert fótmál á veiðislóð í náttúru Íslands.Hér er framhald helgarviðtals frá í gær. Bjarni Brynjólfsson er fæddur 1963 og starfar sem upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar auk þess að vera ritstjóri Veiðimannsins.Uppáhalds áin/vatnið? Laxá í Þingeyjarsýslu frá ósi og að upptökum. Hún er magnað veiðivatn, tökurnar stórkostlegar, fiskarnir stórir og gaman að glíma við þá í svo miklu vatni. Svo er Norðurá í Borgarfirði einstök að fegurð og þaðan á ég alveg sérstakar veiðiminningar.Uppáhalds þrír veiðistaðirnir? Spegilflúð í Laxá í Aðaldal. Ég hafði veitt þar í átta ár án þess svo mikið að sjá lax en fannst Spegilflúðin alltaf jafn fallegur og dularfullur staður. Svo sýndi eldri maður mér sem var eiginlega hættur að geta veitt sökum aldurs og krankleika hvernig ætti að veiða hylinn. Hann sagði að á árum áður hefði Spegilflúðin verið einn aðal stórlaxastaðurinn í Laxá. Árið eftir landaði ég 22 punda laxi sem tók á Spegilflúð og fyrir tveimur árum setti ég svo í annan á nákvæmlega sama blettinum sem var ekki minni. Sá lak af eftir mikla baráttu. Réttarstrengur í Hrútafjarðará er ótrúlegur staður fyrir neðan Réttarfoss sem er efsti staður í ánni. Oftast er hann stútfullur af laxi. Þar er hægt að lenda í ævintýrum ef veitt er á hnjánum á nógu nett tæki. Hrafnstaðaey í Laxá í Mývatnssveit. Sá staður er svo magnaður að mig dreymir hann hvað eftir annað. Ég hafði ekki komið þangað lengi en fór í fyrrasumar og fékk þar sjö punda urriða á Klinkhammer þurrflugu nr. 14. Það tók mig nærri þrjú korter að ná honum í háfinn. Að launum fyrir seigluna fékk hann að fara aftur út í hylinn sinn.Veiða/sleppa? Um að gera að veiða mikið og sleppa mörgum fiskum. Ég fer bara eftir reglunum og það skiptir mig engu þó að ég þurfi að sleppa fiski. Ég hef t.d. alltaf haft gaman af því að missa fiska. Fyrir mig skiptir takan mestu máli þótt glíman sé oft spennandi líka. Mér finnst lax og silungur herramannsmatur og veiði það mikið að yfirleitt á ég alveg nóg fyrir mig og mína. Ég víla drápið ekkert fyrir mér og er á því að þeir sem þola ekki að sjá blóð í veiðiskap eða geta ekki aflífað fisk ættu bara að snúa sér að golfi eða fjallgöngum. Það er jafn mikilvægt að kunna að aflífa fisk hratt og vel og að kunna að kasta flugunni. Stundum er nauðsynlegt að aflífa fisk þar sem skylt er að sleppa honum, eingöngu vegna þess að hann er of særður til að það geti talist mannúðlegt að sleppa honum. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá fiskinn taka viðbragð og þjóta aftur út í strauminn eftir að hafa jafnað sig eftir átökin við veiðimanninn. Ég er hins vegar hlynntur því að menn fái að hirða einn til tvo fiska til að hafa með sér heim. Ég tel það vera besta fyrirkomulagið, að setja einfaldlega kvóta á það magn sem menn mega taka með sér úr ánni.Uppáhalds flugurnar? Silver Wilkinson, Black Ghost og Þingvallapúpan hans Þórs Nielsen koma upp í hugann. Svo er Klinkhammer að koma sterkur inn í þurrfluguveiðinni.Á hvað veiðir þú; stengur, hjól, línur..? Hér kýs ég að gera ekki upp á milli hinna ýmsu umboða. Ég nota bara það allra besta og vill að græjurnar virki vel.Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Þetta er meira og minna sami rúnturinn. Elliðavatn, Þingvallavatn, Norðurá, Laxá í Aðaldal, Laxá í Mývatnssveit, Hraunsfjörður, Hrútafjarðará. Ég hef lokið tímabilinu tvö ár í beit í Grenlæk. Þar leynist vænn og mjög óútreiknanlegur sjóbirtingur í djúpum hyljum og einstakt að skoða stjörnur himinsins í haustmyrkrinu. Fyrir nú utan að landslagið í hrauninu er afar sérstakt.Hvar veiðir þú í sumar? Á sem flestum upptöldum stöðum og kannski á fleirum ef tækifæri bjóðast.Hvert er álit þitt á þróun stangveiði á Íslandi; verð á veiðileyfum, menning á veiðistað? Við erum einstaklega heppin þjóð hvað snertir tækifæri til stangveiða. Þau eru eiginlega óteljandi. Og í raun hefur aldrei verið jafn ódýrt að stunda stangveiðar en nú. Það breyttist allt til batnaðar með tilkomu Veiðikortsins. Laxveiðin er hins vegar alltaf að verða dýrari og það fer að verða ófært fyrir venjulegt launafólk að stunda hana á besta tíma. Hefur kannski alltaf verið. Hins vegar hefur menningin í veiðihúsunum breyst talsvert. Fyrir það fyrsta stunda fleiri konur veiði nú til dags en áður, það er minna fyllerí og meiri veiðiskapur. Margir veiðimenn mega hins vegar bæta umgengni sínar við árnar. Það er óþolandi subbuskapur að henda frá sér sígarettustubbum, girnisflækjum eða umbúðum undan bjór eða gosdrykkjum á bökkum ánna. Hirðusamir veiðimenn eiga líka að tína upp rusl þar sem þeir sjá það. Ég geri það.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Það er fátt sem jafnast á við það að veiða lax yfir hásumarið í íslenskri náttúru. Fluguveiðin veitir manni mikla afslöppun og hugarró því ekkert annað kemst að á meðan. Hún er góð leið til að gleyma amstri dagsins. Ævintýri á veiðislóð eru við hvert fótmál, fuglalífið við vötn og ár dásamlegt og gróður jarðarinnar unaðslegur. Allt þetta gerir mann óumræðilega hamingjusaman.Eru einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur tileinkað þér í veiðinni? Mottóið er einfalt. Að veiða eins oft og eins mikið og hægt er, virða allar reglur, vera kurteis og hjálpsamur við aðra veiðimenn og skilja við náttúruna eins og maður kom að henni. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Bjarni Brynjólfsson veiddi Spegilflúð í átta ár án þess að sjá þar lax þar til hann fékk loks leiðsögn eldri herramanns. Bjarni segir ævintýri við hvert fótmál á veiðislóð í náttúru Íslands.Hér er framhald helgarviðtals frá í gær. Bjarni Brynjólfsson er fæddur 1963 og starfar sem upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar auk þess að vera ritstjóri Veiðimannsins.Uppáhalds áin/vatnið? Laxá í Þingeyjarsýslu frá ósi og að upptökum. Hún er magnað veiðivatn, tökurnar stórkostlegar, fiskarnir stórir og gaman að glíma við þá í svo miklu vatni. Svo er Norðurá í Borgarfirði einstök að fegurð og þaðan á ég alveg sérstakar veiðiminningar.Uppáhalds þrír veiðistaðirnir? Spegilflúð í Laxá í Aðaldal. Ég hafði veitt þar í átta ár án þess svo mikið að sjá lax en fannst Spegilflúðin alltaf jafn fallegur og dularfullur staður. Svo sýndi eldri maður mér sem var eiginlega hættur að geta veitt sökum aldurs og krankleika hvernig ætti að veiða hylinn. Hann sagði að á árum áður hefði Spegilflúðin verið einn aðal stórlaxastaðurinn í Laxá. Árið eftir landaði ég 22 punda laxi sem tók á Spegilflúð og fyrir tveimur árum setti ég svo í annan á nákvæmlega sama blettinum sem var ekki minni. Sá lak af eftir mikla baráttu. Réttarstrengur í Hrútafjarðará er ótrúlegur staður fyrir neðan Réttarfoss sem er efsti staður í ánni. Oftast er hann stútfullur af laxi. Þar er hægt að lenda í ævintýrum ef veitt er á hnjánum á nógu nett tæki. Hrafnstaðaey í Laxá í Mývatnssveit. Sá staður er svo magnaður að mig dreymir hann hvað eftir annað. Ég hafði ekki komið þangað lengi en fór í fyrrasumar og fékk þar sjö punda urriða á Klinkhammer þurrflugu nr. 14. Það tók mig nærri þrjú korter að ná honum í háfinn. Að launum fyrir seigluna fékk hann að fara aftur út í hylinn sinn.Veiða/sleppa? Um að gera að veiða mikið og sleppa mörgum fiskum. Ég fer bara eftir reglunum og það skiptir mig engu þó að ég þurfi að sleppa fiski. Ég hef t.d. alltaf haft gaman af því að missa fiska. Fyrir mig skiptir takan mestu máli þótt glíman sé oft spennandi líka. Mér finnst lax og silungur herramannsmatur og veiði það mikið að yfirleitt á ég alveg nóg fyrir mig og mína. Ég víla drápið ekkert fyrir mér og er á því að þeir sem þola ekki að sjá blóð í veiðiskap eða geta ekki aflífað fisk ættu bara að snúa sér að golfi eða fjallgöngum. Það er jafn mikilvægt að kunna að aflífa fisk hratt og vel og að kunna að kasta flugunni. Stundum er nauðsynlegt að aflífa fisk þar sem skylt er að sleppa honum, eingöngu vegna þess að hann er of særður til að það geti talist mannúðlegt að sleppa honum. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá fiskinn taka viðbragð og þjóta aftur út í strauminn eftir að hafa jafnað sig eftir átökin við veiðimanninn. Ég er hins vegar hlynntur því að menn fái að hirða einn til tvo fiska til að hafa með sér heim. Ég tel það vera besta fyrirkomulagið, að setja einfaldlega kvóta á það magn sem menn mega taka með sér úr ánni.Uppáhalds flugurnar? Silver Wilkinson, Black Ghost og Þingvallapúpan hans Þórs Nielsen koma upp í hugann. Svo er Klinkhammer að koma sterkur inn í þurrfluguveiðinni.Á hvað veiðir þú; stengur, hjól, línur..? Hér kýs ég að gera ekki upp á milli hinna ýmsu umboða. Ég nota bara það allra besta og vill að græjurnar virki vel.Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Þetta er meira og minna sami rúnturinn. Elliðavatn, Þingvallavatn, Norðurá, Laxá í Aðaldal, Laxá í Mývatnssveit, Hraunsfjörður, Hrútafjarðará. Ég hef lokið tímabilinu tvö ár í beit í Grenlæk. Þar leynist vænn og mjög óútreiknanlegur sjóbirtingur í djúpum hyljum og einstakt að skoða stjörnur himinsins í haustmyrkrinu. Fyrir nú utan að landslagið í hrauninu er afar sérstakt.Hvar veiðir þú í sumar? Á sem flestum upptöldum stöðum og kannski á fleirum ef tækifæri bjóðast.Hvert er álit þitt á þróun stangveiði á Íslandi; verð á veiðileyfum, menning á veiðistað? Við erum einstaklega heppin þjóð hvað snertir tækifæri til stangveiða. Þau eru eiginlega óteljandi. Og í raun hefur aldrei verið jafn ódýrt að stunda stangveiðar en nú. Það breyttist allt til batnaðar með tilkomu Veiðikortsins. Laxveiðin er hins vegar alltaf að verða dýrari og það fer að verða ófært fyrir venjulegt launafólk að stunda hana á besta tíma. Hefur kannski alltaf verið. Hins vegar hefur menningin í veiðihúsunum breyst talsvert. Fyrir það fyrsta stunda fleiri konur veiði nú til dags en áður, það er minna fyllerí og meiri veiðiskapur. Margir veiðimenn mega hins vegar bæta umgengni sínar við árnar. Það er óþolandi subbuskapur að henda frá sér sígarettustubbum, girnisflækjum eða umbúðum undan bjór eða gosdrykkjum á bökkum ánna. Hirðusamir veiðimenn eiga líka að tína upp rusl þar sem þeir sjá það. Ég geri það.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Það er fátt sem jafnast á við það að veiða lax yfir hásumarið í íslenskri náttúru. Fluguveiðin veitir manni mikla afslöppun og hugarró því ekkert annað kemst að á meðan. Hún er góð leið til að gleyma amstri dagsins. Ævintýri á veiðislóð eru við hvert fótmál, fuglalífið við vötn og ár dásamlegt og gróður jarðarinnar unaðslegur. Allt þetta gerir mann óumræðilega hamingjusaman.Eru einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur tileinkað þér í veiðinni? Mottóið er einfalt. Að veiða eins oft og eins mikið og hægt er, virða allar reglur, vera kurteis og hjálpsamur við aðra veiðimenn og skilja við náttúruna eins og maður kom að henni.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði