Hægri grænir er flokkur fólksins Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 27. desember 2012 06:00 Einstaklings og atvinnufrelsi – frelsisstefna eru einkunnarorð og grunnstef Hægri grænna, flokks fólksins. (HG). Flokkurinn er grænn borgaraflokkur. HG er flokkur tíðarandans, raunsæisstjórnmála og er umbótasinnaður endurreisnarflokkur. HG er landsmálaflokkur og ætlar ekki að taka þátt í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. Framtíð Íslands er samofin framleiðslu á matvælum, orku og blómlegri ferðaþjónustu. Við viljum Ísland sem stærsta þjóðgarð Evrópu, friðland dýralífs og náttúru. Ísland er fjársjóður framtíðarinnar.Raunsær umhverfisverndarflokkur HG er umhverfisverndarflokkur og hugsar um hnattræn áhrif umhverfisins á ábyrgan hátt.Raunsæisstefna flokksins vill stefnumarkandi umhverfislausnir t.d. þar sem erfitt er að vernda almannaeign. Þessi raunsæisstefna er stundum kölluð blágræn hugmyndafræði, „Blue Green“ eða „Conservative Green“, en stefnan aðhyllist skynsamleg umhverfisvæn haggildi. Flokkurinn vill byggja upp grænt markaðshagkerfi á Íslandi. Bæði náttúruverndarsinnaðir íhaldsmenn sem og frjálslyndir félagshyggjumenn eða allir þeir sem aðhyllast frjálst markaðshagkerfi geta fylkt sér um stefnu flokksins um alhliða skynsamlega notagilda náttúruvernd. Íslendingar hafa ávallt verið í farabroddi fyrir náttúruvernd og sýnt það í verki. Það er stefnan að það verði aðall okkar.Vandamálið er fjórflokkurinn Það er ljóst að við eigum sem þjóð og einstaklingar við ýmis vandamál að stríða, sem fjórflokkurinn ber alfarið stjórnmálalega ábyrgð á. Það þýðir að stjórnmálastéttin hefur sýnt sig að vera oft vanhæf til verkanna, en vonandi geta flokkarnir þó endurnýjað lífdaga sína með því að nýtt efnilegt og praktískt fólk komist þar að. Annað vandamál er að stjórnmálamenn efna gjarnan ekki þau fyrirheit, sem þeir gefa fyrir kosningar, fyrirheit um að takast á við vanda, sem þeir samt vita að þeir valda ekki. Það lýsir t.d. lélegum stjórnarháttum og siðbresti, þegar menn sjá fram á það að þeir ráða ekki við verkefnin, að reyna þá með blekkingum og orðfimi að koma sökinni yfir á aðra, en óafvitandi bersýnir það þekkingar- og hæfileikaskort þeirra þegar upp er staðið. Það er því algjör nauðsyn að skipta út fólki, sem á einn eða annan hátt hefur ekki staðið sig í stjórnun landsins. Við viljum öll nýtt Alþingi með fólki, sem ber ríkan kærleika til landsins og þjóðarinnar og skilur engan okkar útundan. Fólk með vit og þekkingu, hugsjónir og lausnir. Við eigum okkar litla land, við erum ein lítil fjölskylda, tölum sama tungumálið og með sömu hagsmunina öll saman sem eitt. Þeir, sem vilja vinna í þessum anda, munu ná kjöri í næstu kosningum. En ef það því miður reynist ekki þor eða vilji hjá meirihluta þjóðarinnar að ná fram slíkum breytingum, þá verður hér áfram allt eins og það er og þá meira af því sama og því sama.Úrelt embættismannakerfi Gamla íslenska fjórflokks- og embættismannakerfið er úr sér gengið. Það sýndi sig vel í aðdraganda íslenska efnahagshrunsins og svo til dagsins í dag, en Alþingi er núna nánast óstarfhæft svo sem menn vita. Því miður er ekki hægt að segja að hlutirnir hafi mikið breyst eftir hrun, nema þá til hins verra. Vandamálið var og er samtryggingin og mjög náin tengsl stjórnmálamanna við embættismenn við verkalýðshreyfinguna við fjármagnseigendur. Þetta margeyki stöðnunarinnar er það, sem heldur landinu í heljargreipum verðtryggingarinnar í gegnum handstýrða verðbólgu, sem orsakast af of háum neyslusköttum, peningastefnu Seðlabankans og 3,5% raunávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna.Smátt er smart Skilgreina þarf betur hlutverk hins opinbera, þannig að það þjóni hlutverki sínu gagnvart fólkinu í landinu og standi vörð um grunnþjónustuna. Tómarúm hefur skapast gagnvart heimilunum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum, en stefna stjórnvalda hefur hingað til verið að standa vörð um stórfyrirtæki og fyrirtækjasamstæður í skjóli fjármálastofnana, hvort sem er þau eru í ríkis- eða í einkaeigu. Þessu verður að breyta. Þetta á sérstaklega við um ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustuna og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Hægri grænir ætlar að taka allar nýlokaðar spítala- og heilsugæslustofnanir strax aftur í notkun og auka nálægðina aftur við þjónustu við fólkið, sem gleymist allt of oft í háloftum herranna. Hægri grænir er flokkur fólksins og flokkur heiðarleika, lausna og breyttra stjórnarhátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Einstaklings og atvinnufrelsi – frelsisstefna eru einkunnarorð og grunnstef Hægri grænna, flokks fólksins. (HG). Flokkurinn er grænn borgaraflokkur. HG er flokkur tíðarandans, raunsæisstjórnmála og er umbótasinnaður endurreisnarflokkur. HG er landsmálaflokkur og ætlar ekki að taka þátt í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. Framtíð Íslands er samofin framleiðslu á matvælum, orku og blómlegri ferðaþjónustu. Við viljum Ísland sem stærsta þjóðgarð Evrópu, friðland dýralífs og náttúru. Ísland er fjársjóður framtíðarinnar.Raunsær umhverfisverndarflokkur HG er umhverfisverndarflokkur og hugsar um hnattræn áhrif umhverfisins á ábyrgan hátt.Raunsæisstefna flokksins vill stefnumarkandi umhverfislausnir t.d. þar sem erfitt er að vernda almannaeign. Þessi raunsæisstefna er stundum kölluð blágræn hugmyndafræði, „Blue Green“ eða „Conservative Green“, en stefnan aðhyllist skynsamleg umhverfisvæn haggildi. Flokkurinn vill byggja upp grænt markaðshagkerfi á Íslandi. Bæði náttúruverndarsinnaðir íhaldsmenn sem og frjálslyndir félagshyggjumenn eða allir þeir sem aðhyllast frjálst markaðshagkerfi geta fylkt sér um stefnu flokksins um alhliða skynsamlega notagilda náttúruvernd. Íslendingar hafa ávallt verið í farabroddi fyrir náttúruvernd og sýnt það í verki. Það er stefnan að það verði aðall okkar.Vandamálið er fjórflokkurinn Það er ljóst að við eigum sem þjóð og einstaklingar við ýmis vandamál að stríða, sem fjórflokkurinn ber alfarið stjórnmálalega ábyrgð á. Það þýðir að stjórnmálastéttin hefur sýnt sig að vera oft vanhæf til verkanna, en vonandi geta flokkarnir þó endurnýjað lífdaga sína með því að nýtt efnilegt og praktískt fólk komist þar að. Annað vandamál er að stjórnmálamenn efna gjarnan ekki þau fyrirheit, sem þeir gefa fyrir kosningar, fyrirheit um að takast á við vanda, sem þeir samt vita að þeir valda ekki. Það lýsir t.d. lélegum stjórnarháttum og siðbresti, þegar menn sjá fram á það að þeir ráða ekki við verkefnin, að reyna þá með blekkingum og orðfimi að koma sökinni yfir á aðra, en óafvitandi bersýnir það þekkingar- og hæfileikaskort þeirra þegar upp er staðið. Það er því algjör nauðsyn að skipta út fólki, sem á einn eða annan hátt hefur ekki staðið sig í stjórnun landsins. Við viljum öll nýtt Alþingi með fólki, sem ber ríkan kærleika til landsins og þjóðarinnar og skilur engan okkar útundan. Fólk með vit og þekkingu, hugsjónir og lausnir. Við eigum okkar litla land, við erum ein lítil fjölskylda, tölum sama tungumálið og með sömu hagsmunina öll saman sem eitt. Þeir, sem vilja vinna í þessum anda, munu ná kjöri í næstu kosningum. En ef það því miður reynist ekki þor eða vilji hjá meirihluta þjóðarinnar að ná fram slíkum breytingum, þá verður hér áfram allt eins og það er og þá meira af því sama og því sama.Úrelt embættismannakerfi Gamla íslenska fjórflokks- og embættismannakerfið er úr sér gengið. Það sýndi sig vel í aðdraganda íslenska efnahagshrunsins og svo til dagsins í dag, en Alþingi er núna nánast óstarfhæft svo sem menn vita. Því miður er ekki hægt að segja að hlutirnir hafi mikið breyst eftir hrun, nema þá til hins verra. Vandamálið var og er samtryggingin og mjög náin tengsl stjórnmálamanna við embættismenn við verkalýðshreyfinguna við fjármagnseigendur. Þetta margeyki stöðnunarinnar er það, sem heldur landinu í heljargreipum verðtryggingarinnar í gegnum handstýrða verðbólgu, sem orsakast af of háum neyslusköttum, peningastefnu Seðlabankans og 3,5% raunávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna.Smátt er smart Skilgreina þarf betur hlutverk hins opinbera, þannig að það þjóni hlutverki sínu gagnvart fólkinu í landinu og standi vörð um grunnþjónustuna. Tómarúm hefur skapast gagnvart heimilunum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum, en stefna stjórnvalda hefur hingað til verið að standa vörð um stórfyrirtæki og fyrirtækjasamstæður í skjóli fjármálastofnana, hvort sem er þau eru í ríkis- eða í einkaeigu. Þessu verður að breyta. Þetta á sérstaklega við um ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustuna og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Hægri grænir ætlar að taka allar nýlokaðar spítala- og heilsugæslustofnanir strax aftur í notkun og auka nálægðina aftur við þjónustu við fólkið, sem gleymist allt of oft í háloftum herranna. Hægri grænir er flokkur fólksins og flokkur heiðarleika, lausna og breyttra stjórnarhátta.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun