Talað inn í tómarúmið á miðjunni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. október 2012 06:00 Breytt framtíðarsýn fyrir unga Íslendinga er útgangspunktur þess breiða hóps, sem í fyrradag hittist á Hótel Nordica og samþykkti ályktun undir fyrirsögninni „samstaða um þjóðarhagsmuni". Í ályktuninni er bent á að mikilvægasta verkefni íslenzkra stjórnmála sé að tryggja sambærileg lífskjör og í nágrannalöndunum. Við ungu fólki á Íslandi blasi hins vegar framtíð með lægri launum, dýrara lánsfé, minna athafnafrelsi og veikara velferðakerfi. Fyrirsjáanlegt sé að Ísland muni búa við takmarkanir á viðskiptafrelsi um langa framtíð, verði ekkert að gert. Hugmyndir um gjaldeyrishöft í nýju formi sýni að óbreytt staða sé óhugsandi og endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sé óhjákvæmileg. Til að jafna samkeppnisstöðu við nágrannalöndin telur hópurinn nauðsynlegt að ná breiðri samstöðu um fjögur markmið. Í fyrsta lagi agaða hagstjórn, sem miði að fjármálastöðugleika og upptöku nothæfs gjaldmiðils. Í öðru lagi traustan pólitískan stuðning við efnahagsmarkmiðin og aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, því að aðeins þannig náist eins hagstæður samningur og mögulegt sé. Í þriðja lagi nýja, raunhæfa áætlun um aðildarviðræðurnar – sem þýðir væntanlega í raun að í þær verði tekinn sá tími sem þarf, þannig að makríldeilan þvælist til dæmis ekki fyrir viðræðum um sjávarútveg og að það sjái fyrir endann á glímu ESB við ríkisfjármála- og skuldavanda. Í fjórða lagi að stjórnarskránni verði breytt þannig að þjóðin geti tekið ákvarðanir um stöðu Íslands í Evrópu á næsta kjörtímabili. Það þýðir að sett verði í hana ákvæði um að framselja megi vald til alþjóðastofnana. Fundurinn ítrekaði það rökrétta sjónarmið að ekki eigi að veikja stöðu Íslands með því að útiloka einstaka kosti, það er að segja aðildina að ESB, á meðan ekki sé vitað að aðrir vegir séu færir. Það sem einkennir málflutning allra þeirra, sem vilja draga aðildarumsóknina til baka, er að þeir vita ekki hvaða aðra leið á að fara til að verja framtíðarhagsmuni Íslendinga. Hópurinn sem samþykkti þessa ályktun býr að mikilli þekkingu og reynslu. Hann er saman settur úr framáfólki úr vísindum, menntakerfi, atvinnulífi og stjórnmálum. Þeir sem komið hafa nálægt pólitík eru flestir úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu. Með þessum málflutningi er talað beint inn í tómarúmið á miðjunni, sem þessir þrír flokkar hafa allir vanrækt. Ályktunin er eins og fyrstu drög að stefnuskrá efnahagslega frjálslynds, alþjóðasinnaðs flokks – sem er ekki til á Íslandi í dag en margir gætu hugsað sér að kjósa. Forsvarsmenn hópsins segjast ekki ætla sér í framboð, alltént ekki að svo stöddu. Hins vegar hljóta forystumenn í áðurnefndum þremur flokkum að hugsa sitt. Hvernig ætla þeir að ná atkvæðum þeirra kjósenda sem hugsa eins og þessir 72, sem settu nöfn sín undir ályktunina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Breytt framtíðarsýn fyrir unga Íslendinga er útgangspunktur þess breiða hóps, sem í fyrradag hittist á Hótel Nordica og samþykkti ályktun undir fyrirsögninni „samstaða um þjóðarhagsmuni". Í ályktuninni er bent á að mikilvægasta verkefni íslenzkra stjórnmála sé að tryggja sambærileg lífskjör og í nágrannalöndunum. Við ungu fólki á Íslandi blasi hins vegar framtíð með lægri launum, dýrara lánsfé, minna athafnafrelsi og veikara velferðakerfi. Fyrirsjáanlegt sé að Ísland muni búa við takmarkanir á viðskiptafrelsi um langa framtíð, verði ekkert að gert. Hugmyndir um gjaldeyrishöft í nýju formi sýni að óbreytt staða sé óhugsandi og endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sé óhjákvæmileg. Til að jafna samkeppnisstöðu við nágrannalöndin telur hópurinn nauðsynlegt að ná breiðri samstöðu um fjögur markmið. Í fyrsta lagi agaða hagstjórn, sem miði að fjármálastöðugleika og upptöku nothæfs gjaldmiðils. Í öðru lagi traustan pólitískan stuðning við efnahagsmarkmiðin og aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, því að aðeins þannig náist eins hagstæður samningur og mögulegt sé. Í þriðja lagi nýja, raunhæfa áætlun um aðildarviðræðurnar – sem þýðir væntanlega í raun að í þær verði tekinn sá tími sem þarf, þannig að makríldeilan þvælist til dæmis ekki fyrir viðræðum um sjávarútveg og að það sjái fyrir endann á glímu ESB við ríkisfjármála- og skuldavanda. Í fjórða lagi að stjórnarskránni verði breytt þannig að þjóðin geti tekið ákvarðanir um stöðu Íslands í Evrópu á næsta kjörtímabili. Það þýðir að sett verði í hana ákvæði um að framselja megi vald til alþjóðastofnana. Fundurinn ítrekaði það rökrétta sjónarmið að ekki eigi að veikja stöðu Íslands með því að útiloka einstaka kosti, það er að segja aðildina að ESB, á meðan ekki sé vitað að aðrir vegir séu færir. Það sem einkennir málflutning allra þeirra, sem vilja draga aðildarumsóknina til baka, er að þeir vita ekki hvaða aðra leið á að fara til að verja framtíðarhagsmuni Íslendinga. Hópurinn sem samþykkti þessa ályktun býr að mikilli þekkingu og reynslu. Hann er saman settur úr framáfólki úr vísindum, menntakerfi, atvinnulífi og stjórnmálum. Þeir sem komið hafa nálægt pólitík eru flestir úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu. Með þessum málflutningi er talað beint inn í tómarúmið á miðjunni, sem þessir þrír flokkar hafa allir vanrækt. Ályktunin er eins og fyrstu drög að stefnuskrá efnahagslega frjálslynds, alþjóðasinnaðs flokks – sem er ekki til á Íslandi í dag en margir gætu hugsað sér að kjósa. Forsvarsmenn hópsins segjast ekki ætla sér í framboð, alltént ekki að svo stöddu. Hins vegar hljóta forystumenn í áðurnefndum þremur flokkum að hugsa sitt. Hvernig ætla þeir að ná atkvæðum þeirra kjósenda sem hugsa eins og þessir 72, sem settu nöfn sín undir ályktunina?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun