Lífið

E! fjallar um tónleika Russell Crowe og Patti Smith

mynd/einkasafn
Sjónvarpsstöðin E! fjallar um tónleika Russell Crowe í Reykjavík um helgina á vefsíðu sinni í morgun. Þar segir að leikarinn hafi komið fram á tónleikunum ásamt Patti Smith og með fréttinni fylgir myndskeið þar sem þau taka lagið Because the Night. „Áhorfendum var brugðið þegar að Patti Smith mætti á sviðið," segir í fréttinni.

„Ísland þú hefur verið yndislegt, takk fyrir allt, vonast til að sjá þig aftur einhverntímann," hefur sjónvarpsstöðin eftir Crowe á samskiptasíðunni Twitter.

Fréttina má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.