Elliðaár: Rólegt í kvöld - 68 komnir á land Trausti Hafliðason skrifar 23. júní 2012 22:38 Á kvöldvaktinni. Þessi veiðimaður hafði ekki heppnina með sér þegar hann missti lax síðdegis. Sá tók maðk en losaði sig við hann eftir fáeinar sekúndur. Mynd / Trausti Hafliðason Eftir fjögurra daga veiði hafa 68 laxar komið á land í Elliðaánum. Aðeins einn veiddist á kvöldvaktinni þrátt fyrir að stór ganga hafi sést á leið upp árnar. Óhætt er að segja að laxveiðin í Elliðaánum fari nokkuð vel af stað en hún hófst á miðvikudaginn. Veiðin hefur þó aðeins dalað eftir frábæra byrjun. Alls náðu veiðimenn að landa 31 laxi fyrsta daginn. 19 komu á land annan daginn. 10 í gær og 8 í dag. Aðeins einn lax veiddist á kvöldvaktinni í dag. Sá kom á míkróflugu. Blaðamaður Veiðivísis kíkti aðeins upp í Elliðaár seinnipartinn og horfði meðal annars á einn veiðimann missa lax sem tók maðk í Sjávarfossinum. "Kvöldvaktin var róleg," sagði Þorsteinn Húnbogason í stuttu spjalli við Veiðivísi. "Hitinn í ánum var kominn í 14,8 gráður sem er svolítið mikið. Það er best að hafa þetta í 12 til 14 gráðum. Þrátt fyrir að lítið hafi komið á land í kvöld var bullandi ganga á leið upp árnar. Einn veiðimaðurinn sem stóð við Sjávarfossin sagðist hafa séð að minnsta kosti tíu laxa stökkva upp fossinn." Veiddi lax í Kerlingaflúðum Efsti staðurinn sem hefur gefið lax eru Kerlingaflúðir, þar fékkst einn á fimmtudaginn . Að sögn Þorsteins urðu menn einnig varir við lax í Kerlingaflúðum í dag þó enginn haf tekið. "Ég veit að nokkrir reyndu líka uppi í Hrauni og Árbæjarhyl en þeir urðu ekki varir við fisk. Ég er nú samt sannfærður um að það er kominn fiskur alla leið upp í Höfuðhyl þó ég hafi svo sem enga vissu um það." Á morgunvaktinn í dag veiddist stærsti laxinn þetta sumar í Elliðaánum. Sá reyndist vera 79 sentímetrar og 4,5 kíló eða 9 til 10 pund. Hann tók Rauðan Frances (kvarttommu) í Teljarastreng. Af þeim 68 löxum sem hafa komið á land fyrstu fjóra dagana hafa 37 veiðst á maðk og 31 á flugu. Eins og gefur að skilja hafa langflestir laxarnir veiðst í Sjávarfossinum eða 31 lax.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Eftir fjögurra daga veiði hafa 68 laxar komið á land í Elliðaánum. Aðeins einn veiddist á kvöldvaktinni þrátt fyrir að stór ganga hafi sést á leið upp árnar. Óhætt er að segja að laxveiðin í Elliðaánum fari nokkuð vel af stað en hún hófst á miðvikudaginn. Veiðin hefur þó aðeins dalað eftir frábæra byrjun. Alls náðu veiðimenn að landa 31 laxi fyrsta daginn. 19 komu á land annan daginn. 10 í gær og 8 í dag. Aðeins einn lax veiddist á kvöldvaktinni í dag. Sá kom á míkróflugu. Blaðamaður Veiðivísis kíkti aðeins upp í Elliðaár seinnipartinn og horfði meðal annars á einn veiðimann missa lax sem tók maðk í Sjávarfossinum. "Kvöldvaktin var róleg," sagði Þorsteinn Húnbogason í stuttu spjalli við Veiðivísi. "Hitinn í ánum var kominn í 14,8 gráður sem er svolítið mikið. Það er best að hafa þetta í 12 til 14 gráðum. Þrátt fyrir að lítið hafi komið á land í kvöld var bullandi ganga á leið upp árnar. Einn veiðimaðurinn sem stóð við Sjávarfossin sagðist hafa séð að minnsta kosti tíu laxa stökkva upp fossinn." Veiddi lax í Kerlingaflúðum Efsti staðurinn sem hefur gefið lax eru Kerlingaflúðir, þar fékkst einn á fimmtudaginn . Að sögn Þorsteins urðu menn einnig varir við lax í Kerlingaflúðum í dag þó enginn haf tekið. "Ég veit að nokkrir reyndu líka uppi í Hrauni og Árbæjarhyl en þeir urðu ekki varir við fisk. Ég er nú samt sannfærður um að það er kominn fiskur alla leið upp í Höfuðhyl þó ég hafi svo sem enga vissu um það." Á morgunvaktinn í dag veiddist stærsti laxinn þetta sumar í Elliðaánum. Sá reyndist vera 79 sentímetrar og 4,5 kíló eða 9 til 10 pund. Hann tók Rauðan Frances (kvarttommu) í Teljarastreng. Af þeim 68 löxum sem hafa komið á land fyrstu fjóra dagana hafa 37 veiðst á maðk og 31 á flugu. Eins og gefur að skilja hafa langflestir laxarnir veiðst í Sjávarfossinum eða 31 lax.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði