Fáðu já Brynhildur Björnsdóttir skrifar 23. júní 2012 06:00 Hann var svolítið sætur og þegar hann bauð mér í bíltúr þar sem ég stóð bak við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu fannst mér allt í lagi að þiggja það. Ég var sextán, hann nítján. Bíltúrinn varð að boði um að horfa á mynd heima hjá honum. Ég hafði aldrei gert neitt þessu líkt áður og fannst tími til kominn að lenda í einhverjum ævintýrum. Þegar þangað var komið runnu á mig tvær grímur. Við kysstumst. Ég sagðist vilja fara heim. Hann skildi það og keyrði mig heim. Í bílnum sagði hann orðrétt: „Ég hef engan áhuga á því að gera það með stelpu sem vill ekki gera það með mér." Hann skildi það og keyrði mig heim… Sagan mín er öðruvísi en sögurnar sem hetjurnar okkar, konur og menn ársins, hafa deilt með okkur hinum undanfarna viku. Þessi strákur var ekki nauðgari. Hann var strákur með sjálfsvirðingu sem langaði ekki til að vera með stelpu sem vildi ekki vera með honum. Ungir menn eru upp til hópa frábært fólk. Þeir eru hins vegar undir mikilli pressu til að hafa samræði. Þessi pressa er bæði innan þeirra og utan, innra með flestum býr reyndar löngun til að lifa kynlífi en ytri pressan, um að ungur maður eigi, skuli og þurfi að gera það eins oft og mikið og mögulegt er, hefur sjaldan verið meiri. Þörfin fyrir kynlíf virðist líka metin flestum þörfum æðri og uppfylling hennar flestu réttlætanlegri. Þeir sem aldrei myndu brjótast inn í lokaðan pylsuvagn ef þeir væru svangir eftir djammið víla kannski ekki fyrir sér að brjóta á og brjótast inn í líkama annarrar manneskju. Segja svo frá því daginn eftir að þeir hafi „skorað". En það er grundvallarmisskilningur. Sá sem nauðgar skorar ekki, fær ekki á broddinn, sefur ekki hjá. Sá sem nauðgar fremur glæp gagnvart annarri manneskju sem er ófyrirgefanlegur og verður aldrei tekinn til baka. Við erum öll of góð, of merkileg til að gera annarri manneskju annað eins. Við þá sem halda að kynlíf og nauðgun eigi eitthvað sameiginlegt þarf að segja þannig að vel heyrist: Ef þú vilt eiga kynlíf með öðru fólki skaltu finna einhvern sem vill vera með þér. Ekki þvinga, ógna eða hætta að hlusta. Því það er ekki kynlíf, heldur nauðgun. Þögn er ekkert endilega sama og samþykki, fáðu já. Því þú ert of merkileg manneskja til að vera með einhverjum sem vill ekki vera með þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun
Hann var svolítið sætur og þegar hann bauð mér í bíltúr þar sem ég stóð bak við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu fannst mér allt í lagi að þiggja það. Ég var sextán, hann nítján. Bíltúrinn varð að boði um að horfa á mynd heima hjá honum. Ég hafði aldrei gert neitt þessu líkt áður og fannst tími til kominn að lenda í einhverjum ævintýrum. Þegar þangað var komið runnu á mig tvær grímur. Við kysstumst. Ég sagðist vilja fara heim. Hann skildi það og keyrði mig heim. Í bílnum sagði hann orðrétt: „Ég hef engan áhuga á því að gera það með stelpu sem vill ekki gera það með mér." Hann skildi það og keyrði mig heim… Sagan mín er öðruvísi en sögurnar sem hetjurnar okkar, konur og menn ársins, hafa deilt með okkur hinum undanfarna viku. Þessi strákur var ekki nauðgari. Hann var strákur með sjálfsvirðingu sem langaði ekki til að vera með stelpu sem vildi ekki vera með honum. Ungir menn eru upp til hópa frábært fólk. Þeir eru hins vegar undir mikilli pressu til að hafa samræði. Þessi pressa er bæði innan þeirra og utan, innra með flestum býr reyndar löngun til að lifa kynlífi en ytri pressan, um að ungur maður eigi, skuli og þurfi að gera það eins oft og mikið og mögulegt er, hefur sjaldan verið meiri. Þörfin fyrir kynlíf virðist líka metin flestum þörfum æðri og uppfylling hennar flestu réttlætanlegri. Þeir sem aldrei myndu brjótast inn í lokaðan pylsuvagn ef þeir væru svangir eftir djammið víla kannski ekki fyrir sér að brjóta á og brjótast inn í líkama annarrar manneskju. Segja svo frá því daginn eftir að þeir hafi „skorað". En það er grundvallarmisskilningur. Sá sem nauðgar skorar ekki, fær ekki á broddinn, sefur ekki hjá. Sá sem nauðgar fremur glæp gagnvart annarri manneskju sem er ófyrirgefanlegur og verður aldrei tekinn til baka. Við erum öll of góð, of merkileg til að gera annarri manneskju annað eins. Við þá sem halda að kynlíf og nauðgun eigi eitthvað sameiginlegt þarf að segja þannig að vel heyrist: Ef þú vilt eiga kynlíf með öðru fólki skaltu finna einhvern sem vill vera með þér. Ekki þvinga, ógna eða hætta að hlusta. Því það er ekki kynlíf, heldur nauðgun. Þögn er ekkert endilega sama og samþykki, fáðu já. Því þú ert of merkileg manneskja til að vera með einhverjum sem vill ekki vera með þér.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun