Stjórnmálasigur eða stjórnleysi? Þorsteinn Pálsson skrifar 23. júní 2012 11:00 Formenn stjórnarflokkanna hafa skilgreint samþykkt veiðigjaldalaganna sem meiriháttar stjórnmálasigur. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna telja sig á hinn bóginn hafa takmarkað skaðann um sinn. Þetta gaf leiðtoga Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, Ólínu Þorvarðardóttur, tilefni í viðtali til að gagnspyrja: „Hver stjórnar landinu? Er þjóðstjórn í landinu? Er ekki lengur starfandi ríkisstjórn?" Rétt er að leita svara við þessum hvössu spurningum þingmannsins um stöðu ríkisstjórnarinnar. Fyrst er á það að líta að stjórnarandstaðan hefur tafið framgang sjávarútvegsfrumvarpanna með málþófi sem oft reynist ríkisstjórnum örðugt í tímaþröng. Það athyglisverða er hins vegar að ríkisstjórnin setti sér sjálf tímamörk sem hún vissi að útilokað var að ná. Hefðu hún sagt, sem henni var í lofa lagið, að þing stæði út sumarið gat stjórnarandstðan ekki stoppað eitt einasta frumvarp. Hvers vegna var þingið ekki látið standa svo lengi sem þörf var á? Það gera flestar ríkisstjórnir þegar höfuðstefnumál eru í húfi? Sennilegasta ástæðan er sú að ríkisstjórnin hafi ekki verið örugg um meirihluta fyrir fiskveiðistjórnarfrumvarpinu. Hún virðist því hafa kosið að láta stjórnarandstöðuna stövða það. Sé þetta rétt tilgáta er fullt tilefni fyrir áhrifaþingmann í stjórnarliðinu eins og Ólínu Þorvarðardóttur að spyrja í alvöru hvort í raun sé starfandi ríkisstjórn í landinu. En það er þá vegna veikleika í stjórnarliðinu en ekki sakir þess að stjórnarandstöðunni hafi vaxið fiskur um hrygg að svo er komið.Halda aðrir um stjórnartaumana? Hinni spurningu Ólínu Þorvarðardóttur hvort í raun sé komin þjóðstjórn vegna leynisamkomulags flokksformanna um þinglok verður að svara á annan veg. Ekki verður séð að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi náð neinum slíkum samningum er færi þeim bein áhrif á stjórn landsins. Þegar dregur að þinglokum eru oftast nær fleiri mál á dagskrá en unnt er að afgreiða með góðu móti. Þá er venjulega samið um hver þeirra skuli hljóta afgreiðslu. Hitt er nánast óþekkt að ríkisstjórnir semji um breytingu á stefnumálum sínum til að ná samkomulagi við stjórnarandstöðu um lok þinghalds. Leynisamkomulag formanna flokkanna kann að vera vísbending um að ríkisstjórnin hafi talið sig vera í meiri bóndabeygju en venjulegt er. Samt er harla ólíklegt að þetta sé í raun samkomulag um áhrif. Þá hefði verið gengið frá því með öðrum hætti. Formaður VG hefur einnig sagt að hann líti svo á að ríkisstjórnin sé með öllu óbundin þó að einhverjar viðmiðanir hafi verið settar á blað. Einu gildir hvort þetta er rétt skilgreining á samkomulaginu. Ríkisstjórnin getur í öllu falli haft það að engu ef henni sýnist svo. Að þessu virtu bendir fátt til að stjórnarandstaðan hafi náð að draga úr völdum Ólínu Þorvarðardóttur. Forseti Íslands sagði nýlega að sjávarútvegsfrumvörpin væru bæði þess eðlis að rétt væri að taka úrslitavaldið af þinginu og færa það til þjóðarinnar. Það var alvöru ögrun gagnvart ríkisstjórninni. En ekkert bendir til að forsetinn þori að standa við þetta fyrirheit til fólksins í landinu jafnvel þó að hann geti dregið ákvörðun fram yfir kjördag. Slík ákvörðun hefði enn aukið á efasemdir þeirra sem spyrja hvort raunveruleg stjórn sé í landinu. En þetta hop forsetans veikir hins vegar kenningu hans sjálfs um allsherjar upplausn þjóðmálanna.Mesta óvissan Veiðigjaldalögin eru vissulega áfangasigur fyrir ríkisstjórnina. Á hinn bóginn lýsir það ekki sterkri stöðu að stærsta stefnumál hennar um fiskveiðistjórnunina bíði síðasta þings kjörtímabilsins. Hitt er að hvorki sá veikleiki né spurningar um hvort stjórnarandstaðan hafi náð að binda hendur ríkisstjórnarinnar valda mestri óvissu um stöðu málsins. Í eldhússdagsumræðunum á dögunum lýsti talsmaður Samfylkingarinnar því yfir að ósamræmi væri á milli fiskveiðistjórnarfrumvarpsins og hugmynda að nýrri stjórnarskrá sem ríkisstjórnin áformar að samþykkja á næsta þingi. Jafnframt var því lýst yfir að Samfylkingin myndi ekki una við þá stöðu. Þetta er mesta óvissan. Það lýsir dauflegri blaðamennsku að enginn hefur gengið eftir því að spyrja þeirra spurninga sem þessi stóra yfirlýsing vekur. Ríkisstjórnin skuldar einfaldlega svar við því hvers konar fiskveiðistjórnun samrýmist þeim hugmyndum sem hún hefur um nýja stjórnarskrá. Ekkert réttlætir að halda þeim upplýsingum leyndum. Ef þær hugmyndir eru hins vegar á reiki er það enn ein ástæða til að spyrja eins og Ólína Þorvarðardóttir hvort hér sé starfandi ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun
Formenn stjórnarflokkanna hafa skilgreint samþykkt veiðigjaldalaganna sem meiriháttar stjórnmálasigur. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna telja sig á hinn bóginn hafa takmarkað skaðann um sinn. Þetta gaf leiðtoga Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, Ólínu Þorvarðardóttur, tilefni í viðtali til að gagnspyrja: „Hver stjórnar landinu? Er þjóðstjórn í landinu? Er ekki lengur starfandi ríkisstjórn?" Rétt er að leita svara við þessum hvössu spurningum þingmannsins um stöðu ríkisstjórnarinnar. Fyrst er á það að líta að stjórnarandstaðan hefur tafið framgang sjávarútvegsfrumvarpanna með málþófi sem oft reynist ríkisstjórnum örðugt í tímaþröng. Það athyglisverða er hins vegar að ríkisstjórnin setti sér sjálf tímamörk sem hún vissi að útilokað var að ná. Hefðu hún sagt, sem henni var í lofa lagið, að þing stæði út sumarið gat stjórnarandstðan ekki stoppað eitt einasta frumvarp. Hvers vegna var þingið ekki látið standa svo lengi sem þörf var á? Það gera flestar ríkisstjórnir þegar höfuðstefnumál eru í húfi? Sennilegasta ástæðan er sú að ríkisstjórnin hafi ekki verið örugg um meirihluta fyrir fiskveiðistjórnarfrumvarpinu. Hún virðist því hafa kosið að láta stjórnarandstöðuna stövða það. Sé þetta rétt tilgáta er fullt tilefni fyrir áhrifaþingmann í stjórnarliðinu eins og Ólínu Þorvarðardóttur að spyrja í alvöru hvort í raun sé starfandi ríkisstjórn í landinu. En það er þá vegna veikleika í stjórnarliðinu en ekki sakir þess að stjórnarandstöðunni hafi vaxið fiskur um hrygg að svo er komið.Halda aðrir um stjórnartaumana? Hinni spurningu Ólínu Þorvarðardóttur hvort í raun sé komin þjóðstjórn vegna leynisamkomulags flokksformanna um þinglok verður að svara á annan veg. Ekki verður séð að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi náð neinum slíkum samningum er færi þeim bein áhrif á stjórn landsins. Þegar dregur að þinglokum eru oftast nær fleiri mál á dagskrá en unnt er að afgreiða með góðu móti. Þá er venjulega samið um hver þeirra skuli hljóta afgreiðslu. Hitt er nánast óþekkt að ríkisstjórnir semji um breytingu á stefnumálum sínum til að ná samkomulagi við stjórnarandstöðu um lok þinghalds. Leynisamkomulag formanna flokkanna kann að vera vísbending um að ríkisstjórnin hafi talið sig vera í meiri bóndabeygju en venjulegt er. Samt er harla ólíklegt að þetta sé í raun samkomulag um áhrif. Þá hefði verið gengið frá því með öðrum hætti. Formaður VG hefur einnig sagt að hann líti svo á að ríkisstjórnin sé með öllu óbundin þó að einhverjar viðmiðanir hafi verið settar á blað. Einu gildir hvort þetta er rétt skilgreining á samkomulaginu. Ríkisstjórnin getur í öllu falli haft það að engu ef henni sýnist svo. Að þessu virtu bendir fátt til að stjórnarandstaðan hafi náð að draga úr völdum Ólínu Þorvarðardóttur. Forseti Íslands sagði nýlega að sjávarútvegsfrumvörpin væru bæði þess eðlis að rétt væri að taka úrslitavaldið af þinginu og færa það til þjóðarinnar. Það var alvöru ögrun gagnvart ríkisstjórninni. En ekkert bendir til að forsetinn þori að standa við þetta fyrirheit til fólksins í landinu jafnvel þó að hann geti dregið ákvörðun fram yfir kjördag. Slík ákvörðun hefði enn aukið á efasemdir þeirra sem spyrja hvort raunveruleg stjórn sé í landinu. En þetta hop forsetans veikir hins vegar kenningu hans sjálfs um allsherjar upplausn þjóðmálanna.Mesta óvissan Veiðigjaldalögin eru vissulega áfangasigur fyrir ríkisstjórnina. Á hinn bóginn lýsir það ekki sterkri stöðu að stærsta stefnumál hennar um fiskveiðistjórnunina bíði síðasta þings kjörtímabilsins. Hitt er að hvorki sá veikleiki né spurningar um hvort stjórnarandstaðan hafi náð að binda hendur ríkisstjórnarinnar valda mestri óvissu um stöðu málsins. Í eldhússdagsumræðunum á dögunum lýsti talsmaður Samfylkingarinnar því yfir að ósamræmi væri á milli fiskveiðistjórnarfrumvarpsins og hugmynda að nýrri stjórnarskrá sem ríkisstjórnin áformar að samþykkja á næsta þingi. Jafnframt var því lýst yfir að Samfylkingin myndi ekki una við þá stöðu. Þetta er mesta óvissan. Það lýsir dauflegri blaðamennsku að enginn hefur gengið eftir því að spyrja þeirra spurninga sem þessi stóra yfirlýsing vekur. Ríkisstjórnin skuldar einfaldlega svar við því hvers konar fiskveiðistjórnun samrýmist þeim hugmyndum sem hún hefur um nýja stjórnarskrá. Ekkert réttlætir að halda þeim upplýsingum leyndum. Ef þær hugmyndir eru hins vegar á reiki er það enn ein ástæða til að spyrja eins og Ólína Þorvarðardóttir hvort hér sé starfandi ríkisstjórn.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun