Andy Murray vill skimun fyrir hjartasjúkdómum í tennis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 14:00 Murray gefur upp á Flórída. Nordic Photos / Getty Images Tenniskappinn Andy Murray vill að keppendur í tennis og öðrum íþróttum gangist undir reglulega skimun fyrir hjartasjúkdómum. Hann segir að skylda ætti keppendur í flestum íþróttagreinum til þess að gangast undir skimun áður en þeir fá að keppa í móti. Guardian greinir frá þessu. Murray lét þessi ummæli falla í kjölfarið á hjartastoppi Fabrice Muamba, leikmanns Bolton, um síðustu helgi. Þá hneig Muamba til jarðar í miðjum leik gegn Tottenham. Hjarta hans stöðvaðist og fór ekki að slá aftur fyrr en eftir 78 mínútna tilraun til endurlífgunar. „Þetta hefur komið of oft fyrir. Hér í Bandaríkjunum hefur þetta gerst í körfubolta bæði á menntaskóla- og háskólastigi auk þess sem þetta hefur komið upp nokkrum sinnum í knattspyrnuleikjum," sagði Murray sem er meðal þátttakenda á Miami Masters-mótinu í Flórídafylki. Murray, sem er í fjórða sæti heimslistans, segist sjálfur gangast reglulega undir skimun og almenna læknisskoðun. Hann hafi byrjað á því fyrir þremur árum er hann varð var við aukna tíðni atvika á borð við hjartastopp Muamba um síðustu helgi. „Maður hefur ekki hugmynd um hversu mikið maður leggur á sjálfan sig á vellinum sökum þeirrar pressu og spennu sem fylgir atvinnumannaíþróttum í dag," sagði Murray. Murray, sem hefur fallið úr keppni í fyrsta leik á Miami Masters undanfarin ár, lagði Alejandro Falla frá Kólumbíu í tveimur settum, 6-2 og 6-3. Erlendar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Sjá meira
Tenniskappinn Andy Murray vill að keppendur í tennis og öðrum íþróttum gangist undir reglulega skimun fyrir hjartasjúkdómum. Hann segir að skylda ætti keppendur í flestum íþróttagreinum til þess að gangast undir skimun áður en þeir fá að keppa í móti. Guardian greinir frá þessu. Murray lét þessi ummæli falla í kjölfarið á hjartastoppi Fabrice Muamba, leikmanns Bolton, um síðustu helgi. Þá hneig Muamba til jarðar í miðjum leik gegn Tottenham. Hjarta hans stöðvaðist og fór ekki að slá aftur fyrr en eftir 78 mínútna tilraun til endurlífgunar. „Þetta hefur komið of oft fyrir. Hér í Bandaríkjunum hefur þetta gerst í körfubolta bæði á menntaskóla- og háskólastigi auk þess sem þetta hefur komið upp nokkrum sinnum í knattspyrnuleikjum," sagði Murray sem er meðal þátttakenda á Miami Masters-mótinu í Flórídafylki. Murray, sem er í fjórða sæti heimslistans, segist sjálfur gangast reglulega undir skimun og almenna læknisskoðun. Hann hafi byrjað á því fyrir þremur árum er hann varð var við aukna tíðni atvika á borð við hjartastopp Muamba um síðustu helgi. „Maður hefur ekki hugmynd um hversu mikið maður leggur á sjálfan sig á vellinum sökum þeirrar pressu og spennu sem fylgir atvinnumannaíþróttum í dag," sagði Murray. Murray, sem hefur fallið úr keppni í fyrsta leik á Miami Masters undanfarin ár, lagði Alejandro Falla frá Kólumbíu í tveimur settum, 6-2 og 6-3.
Erlendar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Sjá meira