Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi - tillögur Skotvís 22. nóvember 2012 08:00 Skotveiðifélag Íslands leggur til róttækar breytingar á veiðum. Mynd/Pétur Alan Guðmundsson Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) leggur til byltingakenndar hugmyndir um veiðistjórnunarkerfi á Íslandi. Tillögur Skotvís má sjá hér að neðan: Segja má að veiðistjórnun á Íslandi í dag sé á hrakhólum. Það er mat Skotveiðifélags Íslands – Skotvís- að eftir að embætti Veiðistjóra var lagt niður á sínum tíma og umhverfisráðuneytið ásamt stofnunum þess tók við málaflokknum hafi hlutverkaskipting orðið óskýr, sem kemur niður á veiðistjórnun. SKOTVÍS hefur frá stofnun þess haft skoðanir á þessum málum og er nú svo komið að félagið vill leggja til að núverandi kerfi verði breytt allverulega. SKOTVÍS hefur ákveðnar hugmyndir að nýju fyrirkomulagi sem vonandi verða teknar til umræðu af þar til bærum aðilum með opnum og jákvæðum huga. Tillögurnar fela margt í sér sem ekki er hefð fyrir nú þegar, en eru að mati félagsins framsækin leið til þess að auka samstarf og samvinnu hlutaðeigandi. Hagsmunasamtök og vinna þeirra er ein af grunnstoðum hvers lýðræðisríki. Hlut þessara aðila í ákvarðanatöku og stefnumótun fyrir veiðistjórnun leggur SKOTVÍS til að verður aukinn verulega. Hér verður ekki talið allt upp sem félagið leggur til heldur það sem mestu skiptir, og er eftirfarandi:Nýtt skipulag Íslandi verði skipt upp í 6 – 8 veiðisvæði. Sett verði á fót svæðisráð fyrir hvert svæði sem fá það hlutverk að móta stefnu um veiðistjórnun og nýtingu veiðistofna og fylgja henni eftir á hverju svæði. Samráð skal hafa á milli svæða, eftir því sem þurfa þykir, og svæðisráð hafa heimild til að kalla til liðs við sig sérfræðinga á sviði vistfæði, veiðistjórnunar, náttúruverndar, umhverfisverndar, beitarstýringu, dýralækninga, veðurfars og svo framvegis - og jafnvel erlenda sérfræðinga á þessum sviðum. Svæðisráðin skulu skipuð fulltrúum/aðilum frá eftirtöldum hópum (og eru tilnefndir af aðilum innan sviga). Þess skal til ætlast að þeir sem eru tilnefndir hafi haldbæra þekkingu á veiðum, nýtingu á náttúru landsins og náttúrufari:Skotveiðimenn (SKOTVÍS)Refa og minkaveiðimenn (Bjarmaland)Landeigendur (Félag landeigenda)Dýravernd (Dýraverndarráð)Hlunnindabændur (Félag hlunnindaveiðimanna, eggja og háfaveiðimenn)Vistfræðingur/líffræðingur/fuglafræðingur (Náttúrustofur og Náttúrufræðistofnun þar sem Náttúrustofur eru ekki fyrir hendi, t.d. fyrir miðhálendið)Vistfræðingur/trjáfræðingur/grasafræðingur (Skógræktin þar sem mikið er um skóga og Landgræðslan á svæðum þar sem starfsemi hennar er umfangsmikil)Fulltrúi sveitarstjórna (Landshlutasamtök sveitarfélaga)Fulltrúi ríkisins (tilnefndur af ríkisstjórn (fulltrúi ríkisins komi fram fyrir hönd þess varðandi þjóðlendur, þjóðgarða, ríkisjarðir, jarðir í eigu ríkisstofnana og -fyrirtækja) Svæðisráð koma saman til fundar í fyrsta sinn á ráðstefnu, þar sem mótuð verður stefna fyrir Veiðistjórnun á Íslandi til 5, 10, og 20 ára. Umhverfisstofnun tekur við tillögum sem fulltrúar í svæðisráðum koma sér saman um og í samráði við sérfræðinga Umhverfisstofnunar verður unnin heildarstefnumótun fyrir veiðar á Íslandi. Ráðherra staðfestir stefnumótunina og er ábyrgur fyrir því að svæðisráðin og Umhverfisstofnun fái nauðsynlegt fjármagn af fjárlögum Alþingis til að fylgja henni eftir. Ráðherra getur ekki breytt tillögum og stefnumótun en aftur á móti getur ráðherra farið fram á að einstök atriði verði endurskoðuð innan ráðanna. Svæðisráð skulu funda að minnsta kosti tvisvar á ári, en oftar ef þörf krefur. Svæðisráð kýs sér formann og ræður til sín fundarritara að auki. Fundarritari hefur hvorki tillögu né atkvæðisrétt.Tillaga að skiptingu í veiðisvæði:SuðvesturlandVesturland og VestfirðirNorðurlandNorðausturlandAusturland og SuðausturlandSuðurland og VestmannaeyjarMiðhálendið (lína dregin t.d. ofan við 500 mtr. en þó er mikilvægt að slík lína taki mið af aðstæðum og hefðum sem hafa skapast í kringum veiðar og nytjar) Hlutverk Hlutverk svæðisráða er að gæta að velferð veiðistofna á Íslandi og tryggja framtíð veiða og nýtingu veiðistofna á skynsamlegan og sjálfbæran hátt. Svæðsiráðin skulu samræma tillögur sínar á landsvísu, en einnig að taka tilliti til aðstæðna í hverjum landshluta og á hverju svæði fyrir sig. Fulltrúar geta átt setu í svæðisráði fyrir fleiri en eitt svæði en það skal miðast við þekkingu á viðkomandi svæði og aðstæðum þar. Svæðsiráð skulu búa svo um að veiðistjórnun á Íslandi sé lifandi starf, sem taki mið af aðstæðum sem upp geta komið en í meginatriðum fylgja vel skilgreindum markmiðum sem mótuðð eru í upphafi. Svæðisráði ber að móta sér skoðun á veiðum allra tegunda sem finnast innan þeirra svæðis. Komi eitthvað óvænt upp á, t.d. viðkomubrestur, ógn við varplönd, sjúkdómar, mikil aukning í stofni og svo framvegis, skal funda hið fyrsta og gera tillögur að aðgerðum, sé talið að slíkt sé raunhæft og til þess fallið að tryggja velferð veiðistofnanna og/eða annarra stofna sem svæðisráð nefndin ber ábyrgð á. Formaður ber ábyrgð á því að kalla svæðisráð saman til fundar, skipuleggja fundina og koma fundargerð á framfæri til Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun, eftir atvikum, gerir tillögur að breytingum á reglugerð og lögum og sendir til ráðuneytisins sem ber að bregðast við sem fyrst. Svæðisráð skulu koma með tillögur að griðlöndum fyrir veiðistofna í þeim tilgangi að tryggja veiðistofnum örugg varplönd og búsvæði árið um kring. Tillögur svæðisráða skulu eiga við allt landið: þjóðgarða, þjóðlendur, friðlýst svæði, fólksvanga, ríkisjarðir, einkajarðir, eyjur, kletta og sker. Svæðsiráð skulu koma með tillögur að veiðitímabili, sem getur verið eftir atvikum misjafnt á milli landshluta og jafnvel á milli ára ef miklar breytingar eru á veðurfari. Svæðisráð skulu semja við umráðamenn jarða og landsvæða í þeim tilgangi að ná fram markmiðum sínum. Þessar tillögur eru framlag SKOTVÍS inn í umræðu um nútímalegri veiðistjórnun á Íslandi. SKOTVÍS mun fylgja þessum hugmyndum eftir á næstu mánuðum og vorið 2013 verður haldin ráðstefna um veiðistjórnun sem SKOTVÍS og Umhverfisstofnun standa sameiginlega að. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði
Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) leggur til byltingakenndar hugmyndir um veiðistjórnunarkerfi á Íslandi. Tillögur Skotvís má sjá hér að neðan: Segja má að veiðistjórnun á Íslandi í dag sé á hrakhólum. Það er mat Skotveiðifélags Íslands – Skotvís- að eftir að embætti Veiðistjóra var lagt niður á sínum tíma og umhverfisráðuneytið ásamt stofnunum þess tók við málaflokknum hafi hlutverkaskipting orðið óskýr, sem kemur niður á veiðistjórnun. SKOTVÍS hefur frá stofnun þess haft skoðanir á þessum málum og er nú svo komið að félagið vill leggja til að núverandi kerfi verði breytt allverulega. SKOTVÍS hefur ákveðnar hugmyndir að nýju fyrirkomulagi sem vonandi verða teknar til umræðu af þar til bærum aðilum með opnum og jákvæðum huga. Tillögurnar fela margt í sér sem ekki er hefð fyrir nú þegar, en eru að mati félagsins framsækin leið til þess að auka samstarf og samvinnu hlutaðeigandi. Hagsmunasamtök og vinna þeirra er ein af grunnstoðum hvers lýðræðisríki. Hlut þessara aðila í ákvarðanatöku og stefnumótun fyrir veiðistjórnun leggur SKOTVÍS til að verður aukinn verulega. Hér verður ekki talið allt upp sem félagið leggur til heldur það sem mestu skiptir, og er eftirfarandi:Nýtt skipulag Íslandi verði skipt upp í 6 – 8 veiðisvæði. Sett verði á fót svæðisráð fyrir hvert svæði sem fá það hlutverk að móta stefnu um veiðistjórnun og nýtingu veiðistofna og fylgja henni eftir á hverju svæði. Samráð skal hafa á milli svæða, eftir því sem þurfa þykir, og svæðisráð hafa heimild til að kalla til liðs við sig sérfræðinga á sviði vistfæði, veiðistjórnunar, náttúruverndar, umhverfisverndar, beitarstýringu, dýralækninga, veðurfars og svo framvegis - og jafnvel erlenda sérfræðinga á þessum sviðum. Svæðisráðin skulu skipuð fulltrúum/aðilum frá eftirtöldum hópum (og eru tilnefndir af aðilum innan sviga). Þess skal til ætlast að þeir sem eru tilnefndir hafi haldbæra þekkingu á veiðum, nýtingu á náttúru landsins og náttúrufari:Skotveiðimenn (SKOTVÍS)Refa og minkaveiðimenn (Bjarmaland)Landeigendur (Félag landeigenda)Dýravernd (Dýraverndarráð)Hlunnindabændur (Félag hlunnindaveiðimanna, eggja og háfaveiðimenn)Vistfræðingur/líffræðingur/fuglafræðingur (Náttúrustofur og Náttúrufræðistofnun þar sem Náttúrustofur eru ekki fyrir hendi, t.d. fyrir miðhálendið)Vistfræðingur/trjáfræðingur/grasafræðingur (Skógræktin þar sem mikið er um skóga og Landgræðslan á svæðum þar sem starfsemi hennar er umfangsmikil)Fulltrúi sveitarstjórna (Landshlutasamtök sveitarfélaga)Fulltrúi ríkisins (tilnefndur af ríkisstjórn (fulltrúi ríkisins komi fram fyrir hönd þess varðandi þjóðlendur, þjóðgarða, ríkisjarðir, jarðir í eigu ríkisstofnana og -fyrirtækja) Svæðisráð koma saman til fundar í fyrsta sinn á ráðstefnu, þar sem mótuð verður stefna fyrir Veiðistjórnun á Íslandi til 5, 10, og 20 ára. Umhverfisstofnun tekur við tillögum sem fulltrúar í svæðisráðum koma sér saman um og í samráði við sérfræðinga Umhverfisstofnunar verður unnin heildarstefnumótun fyrir veiðar á Íslandi. Ráðherra staðfestir stefnumótunina og er ábyrgur fyrir því að svæðisráðin og Umhverfisstofnun fái nauðsynlegt fjármagn af fjárlögum Alþingis til að fylgja henni eftir. Ráðherra getur ekki breytt tillögum og stefnumótun en aftur á móti getur ráðherra farið fram á að einstök atriði verði endurskoðuð innan ráðanna. Svæðisráð skulu funda að minnsta kosti tvisvar á ári, en oftar ef þörf krefur. Svæðisráð kýs sér formann og ræður til sín fundarritara að auki. Fundarritari hefur hvorki tillögu né atkvæðisrétt.Tillaga að skiptingu í veiðisvæði:SuðvesturlandVesturland og VestfirðirNorðurlandNorðausturlandAusturland og SuðausturlandSuðurland og VestmannaeyjarMiðhálendið (lína dregin t.d. ofan við 500 mtr. en þó er mikilvægt að slík lína taki mið af aðstæðum og hefðum sem hafa skapast í kringum veiðar og nytjar) Hlutverk Hlutverk svæðisráða er að gæta að velferð veiðistofna á Íslandi og tryggja framtíð veiða og nýtingu veiðistofna á skynsamlegan og sjálfbæran hátt. Svæðsiráðin skulu samræma tillögur sínar á landsvísu, en einnig að taka tilliti til aðstæðna í hverjum landshluta og á hverju svæði fyrir sig. Fulltrúar geta átt setu í svæðisráði fyrir fleiri en eitt svæði en það skal miðast við þekkingu á viðkomandi svæði og aðstæðum þar. Svæðsiráð skulu búa svo um að veiðistjórnun á Íslandi sé lifandi starf, sem taki mið af aðstæðum sem upp geta komið en í meginatriðum fylgja vel skilgreindum markmiðum sem mótuðð eru í upphafi. Svæðisráði ber að móta sér skoðun á veiðum allra tegunda sem finnast innan þeirra svæðis. Komi eitthvað óvænt upp á, t.d. viðkomubrestur, ógn við varplönd, sjúkdómar, mikil aukning í stofni og svo framvegis, skal funda hið fyrsta og gera tillögur að aðgerðum, sé talið að slíkt sé raunhæft og til þess fallið að tryggja velferð veiðistofnanna og/eða annarra stofna sem svæðisráð nefndin ber ábyrgð á. Formaður ber ábyrgð á því að kalla svæðisráð saman til fundar, skipuleggja fundina og koma fundargerð á framfæri til Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun, eftir atvikum, gerir tillögur að breytingum á reglugerð og lögum og sendir til ráðuneytisins sem ber að bregðast við sem fyrst. Svæðisráð skulu koma með tillögur að griðlöndum fyrir veiðistofna í þeim tilgangi að tryggja veiðistofnum örugg varplönd og búsvæði árið um kring. Tillögur svæðisráða skulu eiga við allt landið: þjóðgarða, þjóðlendur, friðlýst svæði, fólksvanga, ríkisjarðir, einkajarðir, eyjur, kletta og sker. Svæðsiráð skulu koma með tillögur að veiðitímabili, sem getur verið eftir atvikum misjafnt á milli landshluta og jafnvel á milli ára ef miklar breytingar eru á veðurfari. Svæðisráð skulu semja við umráðamenn jarða og landsvæða í þeim tilgangi að ná fram markmiðum sínum. Þessar tillögur eru framlag SKOTVÍS inn í umræðu um nútímalegri veiðistjórnun á Íslandi. SKOTVÍS mun fylgja þessum hugmyndum eftir á næstu mánuðum og vorið 2013 verður haldin ráðstefna um veiðistjórnun sem SKOTVÍS og Umhverfisstofnun standa sameiginlega að.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði