Um hagsmuni Íslands og meintan tilvistarvanda evrunnar Þorbjörn Þórðarson í Brussel skrifar 29. mars 2012 17:00 Það er bæði ómálefnalegt og beinlínis rangt að tala um vanda evrunnar þegar rætt er um vanda skuldsettra ríkja sem nota evruna sem gjaldmiðil. Öll tölfræði um gjaldmiðilinn og stöðu þeirra ríkja sem nota hann og hafa hagað ríkisfjármálum sínum með ábyrgum hætti sýnir þetta svart á hvítu. Ef evran væri í raunverulegum vandræðum þá hefði hún átt að lækka meira gagnvart öðrum gjaldmiðlum eins og dollar á síðustu tveimur árum. Það hefur gjaldmiðillinn ekki gert. Allt framangreint er mat Hans Martens, framkvæmdastjóra European Policy Centre, sem er hugveita (e. think tank) um Evrópumál sem staðsett er í Brussel. En hvers vegna voru fréttir um evruna, þ.e vanda gjaldmiðilsins sem slíks, jafn áberandi á liðnum vetri og raun bar vitni? „Ég held að það hafi verið hugmyndafræðileg slagsíða, sem var hluti vandans," sagði Martens þegar ég var að ræða við hann um þessi mál í dag. Hann sagði að afstaða Breta til evrunnar hefði alltaf verið neikvæð og öflugustu viðskiptafjölmiðlar álfunnar væru breskir, sem hefði ekki hjálpað til. Ég tel að skýringin geti varla verið svona einföld, en gott og vel. Martens sagði jafnframt að gengisfall krónunnar hefði, rétt eins og allir vita, reynst Íslendingum vel eftir hrunið. En hann sagði að til langs tíma væri gengisfelling sem hraustleikamerki svipað og að pissa í skóinn sinn til að halda á sér hita.Óvissa um gjaldmiðilsmálin setur væntingar um framtíðina í óvissu Umræðan um gjaldmiðilsmálin er að komast á alvöru stig á Íslandi og sífellt fleiri gera sér grein fyrir að gjaldmiðilsmálið er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar. Óvissa um þessi mál tefur allt. Hún setur framtíðina í óvissu. Í raun má færa rök fyrir að ekki sé við það búandi fyrir fólk að gera áætlanir fram í tímann á meðan óvissa er um þessi mál. Það sem er hins vegar slæmt er að umræðan á Íslandi um þessi mál er mjög óþroskuð. Hluti ástæðunnar eru mikil áhrif bloggara, sem kynna sér ekki hlutina til hlítar heldur þræða umræðuna inn á vettvang pólitískra skotgrafa. Umræðan á að snúast um staðreyndir og hagsmuni. Hvað sé best fyrir Ísland, en hún gerir það í flestum tilvikum ekki. Það gerir það að verkum að erfitt er fyrir venjulegt fólk að glöggva sig á því sem skiptir máli, eða taka upplýsta afstöðu. Það er jafnframt þreytandi til lengdar sem gerir það að verkum að sífellt færri kæra sig um þessa hluti, þótt um mikið hagsmunamál sé að ræða. Það er ekkert víst að það henti Íslandi að ganga í ESB og taka upp evru gegnum myntsamstarfið. Það liggur í hlutarins eðli að hæpið er að gjaldmiðillinn einn og sér geti sem rök staðið fyrir aðild að sambandinu ef samningsniðurstaða fyrir íslenskan sjávarútveg við Evrópusambandið verður ekki hagstæð, eða ekki fæst fullvissa frá sambandinu um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins (Common Fisheries Policy) fyrir atvinnugreinina. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi. Eftir hrun eru Íslendingar farnir að gera sér betur grein fyrir þessu. Við keyrum ekki með okkar grunnatvinnuveg áfram í einhverja átt nema með fullvissu um að við fáum óáreitt að stjórna þessari mikilvægu auðlind okkar eins og við teljum best sjálf. Hvort þetta sé svona skýrist þegar samningsafstaða okkar í sjávarútvegi gagnvart sambandinu liggur fyrir. Það er talið nær útilokað að kafli um sjávarútveg verði opnaður í júní næstkomandi, þegar Danir láta af formennsku í sambandinu. En þetta gæti gerst, ef rétt er haldið á spöðunum, áður en árið er úti. Það gæti þýtt mikinn pólitískan sigur fyrir utanríkisráðherra, að mati þess sem hér heldur á penna, ef góð samningsniðurstaða í sjávarútvegsmálum fæst fyrir kosningarnar 2013, án þess þó að aðildarviðræðum ljúki. Það gæti hjálpað flokki ráðherrans í kosningum. Ekki liggur fyrir hvort ráðherrann sjálfur geri sér grein fyrir þessu, en það verður að telja líklegt. Eins og staðan er núna vilja flestir, miðað við nýlegar skoðanakannanir, ljúka aðildarviðræðum við ESB og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til aðildarsamnings þegar hann liggur fyrir. Þetta er heilbrigð afstaða.Kostir og gallar Margir hæfir hagfræðingar hafa fært fyrir því rök að evran gangi ekki upp til lengri tíma nema með það mikilli efnahagslegri samleitni ríkjanna sem nota gjaldmiðilinn að sameiginleg hagstjórn sé í raun óumflýjanleg. Svona viðvörunarorð voru sögð snemma á tíunda áratug síðustu aldar, áður en myntsamstarfið raungerðist. Kostir evrunnar hafa hins vegar birst sterklega eftir að skuldavandinn kom upp í Evrópu. Á Spáni, þar sem opinbert atvinnuleysi fór yfir 20% og stór hluti atvinnulífsins hefur verið ríkisvæddur, hafa stjórnvöld ekki prentað peninga eins og þau gerðu árið 1993 til að bregðast við vandanum. Með evruna geta stjórnvöld á Spáni, eða öðrum ríkjum sem glíma við efnahagslega erfiðleika, ekki prentað sig heilbrigð tímabundið. Þau eru sjúk áfram í einhvern tíma. Þessi stjórnvöld þurfa að grípa til strangra aðhaldsaðgerða og haga ríkisfjármálum sínum með ábyrgum hætti undir ströngu eftirliti frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ríkjum eins og Þýskalandi. Með öðrum orðum, ríki geta ekki hegðað sér, til lengri tíma, með óábyrgum hætti í myntsamstarfi. Þau geta ekki frestað vandanum eða „pissað í skóinn sinn" svo gripið sé til gildishlöðnu myndlíkingarinnar hér framar. Er eftirsóknarvert að vera í slíku samstarfi? Er eftirsóknarvert að njóta aðhalds og vera ábyrgur? Þetta eru spurningar sem hver og einn þarf að svara fyrir sig. Valkostir sem við stöndum frammi fyrir þarf að ræða til hlítar því fólk getur ekki tekið afstöðu til málefna án nauðsynlegra upplýsinga. Hagfræðingurinn Philipp Bagus sem skrifaði „The tragedy of the euro" hefur t.d fært fyrir því sterk rök að evran í óbreyttri mynd gangi ekki upp. Evrusamstarfið sé dæmt til að liðast í sundur. Hann vill þess í stað hafa samkeppni ólíkra gjaldmiðla. Hann færir fyrir því rök að ríkisstjórnir ýmissa ríkja noti evrusamstarfið og Seðlabanka Evrópu sem tæki til að fjármagna halla heimafyrir. Tölurnar tala hins vegar sínu máli. Vandinn á evrusvæðinu er vandi skuldsettra ríkja. Ríki sem hafa hagað fjármálum sínum með ábyrgum hætti eru ekki í vandræðum. Gjaldmiðillinn hefur ekki hrunið í verði. Þvert á móti hefur hann styrkst eftir bankahrunið. Ólíkt t.d Bandaríkjadollar sem hefur nánast verið í frjálsu falli gagnvart evru frá aldamótum, meðal annars vegna þess að sennilega hefur ekkert þróað ríki í heiminum hagað ríkisfjármálum sínum með jafn óábyrgum hætti og Bandaríkin, nema kannski Grikkland. Og þeir sem kaupa skuldir Bandaríkjamanna, eins og Japanir og Kínverjar, hafa fært sig annað. (Bandaríkjamenn hafa lifað á kostnað þessara ríkja og annarra undanfarin 15 ár og jafnvel lengur). Vandi Grikkja er miklu flóknari. Innviðir eru að hluta til lamaðir í landinu. Skattsvik og spilling er mikil og skuldsetning nálægt 180% af vergri landsframleiðslu, en skuldirnar koma reyndar til með að lækka um helming með nýlegum samningum um skuldauppgjör. (Þess má svo geta að Lee Buchheit, sem er Íslendingum að góðu kunnur, sá ásamt öðrum um þá samningsgerð fyrir gríska ríkið og ekki er það tilviljun, enda er hann einn færasti sérfræðingur heims í málum skuldsettra þjóðríkja.) Vandi Grikkja, og vandi Portúgala og Íra, ef út í það er farið, er ekki vandi evrunnar. Tilveru gjaldmiðilsins sem slíks er ekki alvarlega ógnað þótt þessi ríki séu í vandræðum. Það hefði hins vegar haft alvarlegar afleiðingar ef Grikkir hefðu ekki fengið myndarlega skuldaniðurfellingu, einangrast og farið út úr evrusamstarfinu. Það hefði verið fyrsta stóra meiriháttar bakslagið í evrópsku samstarfi í hálfa öld. (Það er umdeilt hvort setja megi höfnun Lissabon-sáttmálans í þjóðaratkvæðagreiðslu hjá Írum í þetta mengi. ) Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor er virtur fræðimaður sem aldrei á ævi sinni hefur staðið við pólitískar víglínur en hann er sérfræðingur í peningamálum og situr í peningastefnunefnd Seðlabankans. Gylfi var gestur minn í Klinkinu nýlega og sagði orðrétt: „Afleiðingar þess að vera agalaus með sjálfstæðan gjaldmiðil eru verðbólgusveiflur, kaupmáttur sem fer upp og niður og fyrirtæki sem vita ekki hvað þau skulda. Geta ekki gert áætlanir fyrir framtíðina. Gjaldeyrisbraskarar, sem eru sífellt að hugsa um gengi gjaldmiðla, hvort það eigi að hafa peninga inni á gjaldeyrisreikningi eða krónureikningi og hvort skulda eigi verðtryggt eða ekki verðtryggt. Ef þú ert hins vegar inni á evrusvæðinu og ert óábyrgur þá lendirðu í ríkisfjármálarkísu og getur lent í meira atvinnuleysi. Allt hefur þetta kosti og galla."Vitum ekkert um afstöðu Kanadamanna Umræða um tvíhliða myntsamstarf við Kanada verður ekki kostur sem hægt er að ræða af alvöru fyrr en stjórnvöld hafa kannað afstöðu Kanadamanna til slíkra viðræðna. Samkvæmt nýjustu fréttum er Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra staddur í Ottawa. Það vill svo til að Seðlabanki Kanada er þar. Vonandi gefst ráðherranum tími til að kasta kveðju á Kanadamenn og fá í leiðinni þetta mál á hreint. Á meðan tvíhliða myntsamstarf við Kanada er jafn fjarlægur möguleiki og þátttaka íslenska karlalandsliðsins á stórmóti í knattspyrnu eru raunhæfu valkostirnir í peningamálum því aðeins tveir í dag: a) Ófrjáls króna í einhvers konar höftum, með hömlum á skuldsetningu, ströngu eftirliti með lánveitingum og Tobin-skatti og tilheyrandi undanþágum frá ESB vegna EES-samningsins. b) aðild að ESB með aðild að Evrópska myntbandalaginu með upptöku evru. Það er engin skyndilausn og tekur nokkur ár. Ég sat í morgun ásamt nokkrum blaða- og fréttamönnum óformlegan spjallfund með Štefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Füle sagði að það væri ekki raunhæft að flýta fyrir aðild að Evrópska myntbandalaginu, eða flýta aðlögun að bandalaginu gegnum ERM II, færi svo að Ísland færi inn í ESB. Af hverju ætti einhver að vilja flýta sér, þetta er flókið og strangt ferli? sagði hann. Þetta er rétt mat hjá stækkunarstjóranum.Sjálfstætt kappsmál að vera ábyrg þjóð Einn af embættismönnum sambandsins benti réttilega á í dag að slíkt fæli í raun í sér einhvers konar undanþágu frá Maastricht-skilyrðunum. Slík undanþága þarf að vera rökstudd auk þess sem öll aðildarríkin í myntsamstarfinu þurfa að samþykkja hana. Það er sjálfstætt kappsmál fyrir íslenska ríkið að standast þessi skilyrði óháð aðild að ESB og evrusamstarfinu, enda er það eftirsóknarvert markmið, sem krefst aga og aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum að standast kröfur myntbandalagsins. Sérfræðingar Seðlabanka Íslands, undir forystu Þórarins G. Péturssonar aðalhagfræðings bankans, eru nú að vinna skýrslu um kosti Íslands í gjaldmiðlamálum en samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er stefnt að því að hún komi út á fyrri hluta þessa árs. Um nokkurt skeið hefur umræða um kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum verið föst í hjólförum ómálefna. Hluti ástæðunnar er að öflugir hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi reyna að brennimerkja alla sem ræða þessi mál, sama hversu yfirvegað og faglega það er gert, og reyna að spyrða þá við einhver önnur hagsmunaöfl í samfélaginu. Þetta er vandi sem er að hluta afleiðing af hjarðhugsun og smæð þess samfélags sem við búum í. Þegar skýrsla Þórarins og félaga kemur ætti hún að vera mikilvægt innlegg í umræðu um þessi mál. Og menn eiga að ræða þær niðurstöður sem þar birtast af yfirvegun. Það eru miklir hagsmunir í húfi. thorbjorn@stod2.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Það er bæði ómálefnalegt og beinlínis rangt að tala um vanda evrunnar þegar rætt er um vanda skuldsettra ríkja sem nota evruna sem gjaldmiðil. Öll tölfræði um gjaldmiðilinn og stöðu þeirra ríkja sem nota hann og hafa hagað ríkisfjármálum sínum með ábyrgum hætti sýnir þetta svart á hvítu. Ef evran væri í raunverulegum vandræðum þá hefði hún átt að lækka meira gagnvart öðrum gjaldmiðlum eins og dollar á síðustu tveimur árum. Það hefur gjaldmiðillinn ekki gert. Allt framangreint er mat Hans Martens, framkvæmdastjóra European Policy Centre, sem er hugveita (e. think tank) um Evrópumál sem staðsett er í Brussel. En hvers vegna voru fréttir um evruna, þ.e vanda gjaldmiðilsins sem slíks, jafn áberandi á liðnum vetri og raun bar vitni? „Ég held að það hafi verið hugmyndafræðileg slagsíða, sem var hluti vandans," sagði Martens þegar ég var að ræða við hann um þessi mál í dag. Hann sagði að afstaða Breta til evrunnar hefði alltaf verið neikvæð og öflugustu viðskiptafjölmiðlar álfunnar væru breskir, sem hefði ekki hjálpað til. Ég tel að skýringin geti varla verið svona einföld, en gott og vel. Martens sagði jafnframt að gengisfall krónunnar hefði, rétt eins og allir vita, reynst Íslendingum vel eftir hrunið. En hann sagði að til langs tíma væri gengisfelling sem hraustleikamerki svipað og að pissa í skóinn sinn til að halda á sér hita.Óvissa um gjaldmiðilsmálin setur væntingar um framtíðina í óvissu Umræðan um gjaldmiðilsmálin er að komast á alvöru stig á Íslandi og sífellt fleiri gera sér grein fyrir að gjaldmiðilsmálið er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar. Óvissa um þessi mál tefur allt. Hún setur framtíðina í óvissu. Í raun má færa rök fyrir að ekki sé við það búandi fyrir fólk að gera áætlanir fram í tímann á meðan óvissa er um þessi mál. Það sem er hins vegar slæmt er að umræðan á Íslandi um þessi mál er mjög óþroskuð. Hluti ástæðunnar eru mikil áhrif bloggara, sem kynna sér ekki hlutina til hlítar heldur þræða umræðuna inn á vettvang pólitískra skotgrafa. Umræðan á að snúast um staðreyndir og hagsmuni. Hvað sé best fyrir Ísland, en hún gerir það í flestum tilvikum ekki. Það gerir það að verkum að erfitt er fyrir venjulegt fólk að glöggva sig á því sem skiptir máli, eða taka upplýsta afstöðu. Það er jafnframt þreytandi til lengdar sem gerir það að verkum að sífellt færri kæra sig um þessa hluti, þótt um mikið hagsmunamál sé að ræða. Það er ekkert víst að það henti Íslandi að ganga í ESB og taka upp evru gegnum myntsamstarfið. Það liggur í hlutarins eðli að hæpið er að gjaldmiðillinn einn og sér geti sem rök staðið fyrir aðild að sambandinu ef samningsniðurstaða fyrir íslenskan sjávarútveg við Evrópusambandið verður ekki hagstæð, eða ekki fæst fullvissa frá sambandinu um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins (Common Fisheries Policy) fyrir atvinnugreinina. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi. Eftir hrun eru Íslendingar farnir að gera sér betur grein fyrir þessu. Við keyrum ekki með okkar grunnatvinnuveg áfram í einhverja átt nema með fullvissu um að við fáum óáreitt að stjórna þessari mikilvægu auðlind okkar eins og við teljum best sjálf. Hvort þetta sé svona skýrist þegar samningsafstaða okkar í sjávarútvegi gagnvart sambandinu liggur fyrir. Það er talið nær útilokað að kafli um sjávarútveg verði opnaður í júní næstkomandi, þegar Danir láta af formennsku í sambandinu. En þetta gæti gerst, ef rétt er haldið á spöðunum, áður en árið er úti. Það gæti þýtt mikinn pólitískan sigur fyrir utanríkisráðherra, að mati þess sem hér heldur á penna, ef góð samningsniðurstaða í sjávarútvegsmálum fæst fyrir kosningarnar 2013, án þess þó að aðildarviðræðum ljúki. Það gæti hjálpað flokki ráðherrans í kosningum. Ekki liggur fyrir hvort ráðherrann sjálfur geri sér grein fyrir þessu, en það verður að telja líklegt. Eins og staðan er núna vilja flestir, miðað við nýlegar skoðanakannanir, ljúka aðildarviðræðum við ESB og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til aðildarsamnings þegar hann liggur fyrir. Þetta er heilbrigð afstaða.Kostir og gallar Margir hæfir hagfræðingar hafa fært fyrir því rök að evran gangi ekki upp til lengri tíma nema með það mikilli efnahagslegri samleitni ríkjanna sem nota gjaldmiðilinn að sameiginleg hagstjórn sé í raun óumflýjanleg. Svona viðvörunarorð voru sögð snemma á tíunda áratug síðustu aldar, áður en myntsamstarfið raungerðist. Kostir evrunnar hafa hins vegar birst sterklega eftir að skuldavandinn kom upp í Evrópu. Á Spáni, þar sem opinbert atvinnuleysi fór yfir 20% og stór hluti atvinnulífsins hefur verið ríkisvæddur, hafa stjórnvöld ekki prentað peninga eins og þau gerðu árið 1993 til að bregðast við vandanum. Með evruna geta stjórnvöld á Spáni, eða öðrum ríkjum sem glíma við efnahagslega erfiðleika, ekki prentað sig heilbrigð tímabundið. Þau eru sjúk áfram í einhvern tíma. Þessi stjórnvöld þurfa að grípa til strangra aðhaldsaðgerða og haga ríkisfjármálum sínum með ábyrgum hætti undir ströngu eftirliti frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ríkjum eins og Þýskalandi. Með öðrum orðum, ríki geta ekki hegðað sér, til lengri tíma, með óábyrgum hætti í myntsamstarfi. Þau geta ekki frestað vandanum eða „pissað í skóinn sinn" svo gripið sé til gildishlöðnu myndlíkingarinnar hér framar. Er eftirsóknarvert að vera í slíku samstarfi? Er eftirsóknarvert að njóta aðhalds og vera ábyrgur? Þetta eru spurningar sem hver og einn þarf að svara fyrir sig. Valkostir sem við stöndum frammi fyrir þarf að ræða til hlítar því fólk getur ekki tekið afstöðu til málefna án nauðsynlegra upplýsinga. Hagfræðingurinn Philipp Bagus sem skrifaði „The tragedy of the euro" hefur t.d fært fyrir því sterk rök að evran í óbreyttri mynd gangi ekki upp. Evrusamstarfið sé dæmt til að liðast í sundur. Hann vill þess í stað hafa samkeppni ólíkra gjaldmiðla. Hann færir fyrir því rök að ríkisstjórnir ýmissa ríkja noti evrusamstarfið og Seðlabanka Evrópu sem tæki til að fjármagna halla heimafyrir. Tölurnar tala hins vegar sínu máli. Vandinn á evrusvæðinu er vandi skuldsettra ríkja. Ríki sem hafa hagað fjármálum sínum með ábyrgum hætti eru ekki í vandræðum. Gjaldmiðillinn hefur ekki hrunið í verði. Þvert á móti hefur hann styrkst eftir bankahrunið. Ólíkt t.d Bandaríkjadollar sem hefur nánast verið í frjálsu falli gagnvart evru frá aldamótum, meðal annars vegna þess að sennilega hefur ekkert þróað ríki í heiminum hagað ríkisfjármálum sínum með jafn óábyrgum hætti og Bandaríkin, nema kannski Grikkland. Og þeir sem kaupa skuldir Bandaríkjamanna, eins og Japanir og Kínverjar, hafa fært sig annað. (Bandaríkjamenn hafa lifað á kostnað þessara ríkja og annarra undanfarin 15 ár og jafnvel lengur). Vandi Grikkja er miklu flóknari. Innviðir eru að hluta til lamaðir í landinu. Skattsvik og spilling er mikil og skuldsetning nálægt 180% af vergri landsframleiðslu, en skuldirnar koma reyndar til með að lækka um helming með nýlegum samningum um skuldauppgjör. (Þess má svo geta að Lee Buchheit, sem er Íslendingum að góðu kunnur, sá ásamt öðrum um þá samningsgerð fyrir gríska ríkið og ekki er það tilviljun, enda er hann einn færasti sérfræðingur heims í málum skuldsettra þjóðríkja.) Vandi Grikkja, og vandi Portúgala og Íra, ef út í það er farið, er ekki vandi evrunnar. Tilveru gjaldmiðilsins sem slíks er ekki alvarlega ógnað þótt þessi ríki séu í vandræðum. Það hefði hins vegar haft alvarlegar afleiðingar ef Grikkir hefðu ekki fengið myndarlega skuldaniðurfellingu, einangrast og farið út úr evrusamstarfinu. Það hefði verið fyrsta stóra meiriháttar bakslagið í evrópsku samstarfi í hálfa öld. (Það er umdeilt hvort setja megi höfnun Lissabon-sáttmálans í þjóðaratkvæðagreiðslu hjá Írum í þetta mengi. ) Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor er virtur fræðimaður sem aldrei á ævi sinni hefur staðið við pólitískar víglínur en hann er sérfræðingur í peningamálum og situr í peningastefnunefnd Seðlabankans. Gylfi var gestur minn í Klinkinu nýlega og sagði orðrétt: „Afleiðingar þess að vera agalaus með sjálfstæðan gjaldmiðil eru verðbólgusveiflur, kaupmáttur sem fer upp og niður og fyrirtæki sem vita ekki hvað þau skulda. Geta ekki gert áætlanir fyrir framtíðina. Gjaldeyrisbraskarar, sem eru sífellt að hugsa um gengi gjaldmiðla, hvort það eigi að hafa peninga inni á gjaldeyrisreikningi eða krónureikningi og hvort skulda eigi verðtryggt eða ekki verðtryggt. Ef þú ert hins vegar inni á evrusvæðinu og ert óábyrgur þá lendirðu í ríkisfjármálarkísu og getur lent í meira atvinnuleysi. Allt hefur þetta kosti og galla."Vitum ekkert um afstöðu Kanadamanna Umræða um tvíhliða myntsamstarf við Kanada verður ekki kostur sem hægt er að ræða af alvöru fyrr en stjórnvöld hafa kannað afstöðu Kanadamanna til slíkra viðræðna. Samkvæmt nýjustu fréttum er Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra staddur í Ottawa. Það vill svo til að Seðlabanki Kanada er þar. Vonandi gefst ráðherranum tími til að kasta kveðju á Kanadamenn og fá í leiðinni þetta mál á hreint. Á meðan tvíhliða myntsamstarf við Kanada er jafn fjarlægur möguleiki og þátttaka íslenska karlalandsliðsins á stórmóti í knattspyrnu eru raunhæfu valkostirnir í peningamálum því aðeins tveir í dag: a) Ófrjáls króna í einhvers konar höftum, með hömlum á skuldsetningu, ströngu eftirliti með lánveitingum og Tobin-skatti og tilheyrandi undanþágum frá ESB vegna EES-samningsins. b) aðild að ESB með aðild að Evrópska myntbandalaginu með upptöku evru. Það er engin skyndilausn og tekur nokkur ár. Ég sat í morgun ásamt nokkrum blaða- og fréttamönnum óformlegan spjallfund með Štefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Füle sagði að það væri ekki raunhæft að flýta fyrir aðild að Evrópska myntbandalaginu, eða flýta aðlögun að bandalaginu gegnum ERM II, færi svo að Ísland færi inn í ESB. Af hverju ætti einhver að vilja flýta sér, þetta er flókið og strangt ferli? sagði hann. Þetta er rétt mat hjá stækkunarstjóranum.Sjálfstætt kappsmál að vera ábyrg þjóð Einn af embættismönnum sambandsins benti réttilega á í dag að slíkt fæli í raun í sér einhvers konar undanþágu frá Maastricht-skilyrðunum. Slík undanþága þarf að vera rökstudd auk þess sem öll aðildarríkin í myntsamstarfinu þurfa að samþykkja hana. Það er sjálfstætt kappsmál fyrir íslenska ríkið að standast þessi skilyrði óháð aðild að ESB og evrusamstarfinu, enda er það eftirsóknarvert markmið, sem krefst aga og aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum að standast kröfur myntbandalagsins. Sérfræðingar Seðlabanka Íslands, undir forystu Þórarins G. Péturssonar aðalhagfræðings bankans, eru nú að vinna skýrslu um kosti Íslands í gjaldmiðlamálum en samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er stefnt að því að hún komi út á fyrri hluta þessa árs. Um nokkurt skeið hefur umræða um kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum verið föst í hjólförum ómálefna. Hluti ástæðunnar er að öflugir hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi reyna að brennimerkja alla sem ræða þessi mál, sama hversu yfirvegað og faglega það er gert, og reyna að spyrða þá við einhver önnur hagsmunaöfl í samfélaginu. Þetta er vandi sem er að hluta afleiðing af hjarðhugsun og smæð þess samfélags sem við búum í. Þegar skýrsla Þórarins og félaga kemur ætti hún að vera mikilvægt innlegg í umræðu um þessi mál. Og menn eiga að ræða þær niðurstöður sem þar birtast af yfirvegun. Það eru miklir hagsmunir í húfi. thorbjorn@stod2.is
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun