Veiði

Athugasemd úr Þingvallasveit um netaveiðar

Karl Lúðvíksson skrifar
20 punda urriði úr Þingvallavatni
20 punda urriði úr Þingvallavatni Mynd af www.votnogveidi.is
Þessa grein fengum við frá Vötn og Veiði og beinist gegn grein sem var birt þar um netaveiðar í Þingvallavatni. Pistilinn er frá tveimur þeirra er voru myndaðir á báti við netaveiðar í Þingvallavatni á dögunum. Þeir eru ekki sáttir við grein VoV og skrifa:

„Þann 25.mars s.l. birtist á vefsíðunni votnogveidi.is pistill undir yfirskriftinni: "Gamalt deilumál í deiglunni". Með pistlinum fylgja tvær myndir af báti með þremur mönnum á við veiðar á Þingvallavatni sem sendar voru inn af Kristjáni Páli Rafnssyni sem hafði verið á ferð við Þingvallavatn um síðustu helgi og þar rekið augun í "þessa veiðidóna" eins og hann orðar það. Annar okkar undirritaðra (Kolbeinn) var á bátnum ásamt syni sínum. Hinn ritari meðfylgjandi pistils heitir Jóhannes og er bróðir Kolbeins, ábúandi á Heiðarbæ og formaður Veiðifélags Þingvallavatns.

Faðir okkar Sveinbjörn Jóhannesson er við stýrið á bátnum. Hann hefur borið ábyrgð á netaveiði í Þingvallavatni fyrir landi Heiðarbæjar 1 í rúm 60 ár og hefur notið virðingar fyrir einstaka eljusemi og alúð við þessa iðju en aldrei fyrr verið kallaður dóni fyrir að sækja björg í bú. Hann var einn þeirra bænda við Þingvallavatn sem stóð í nafni Veiðifélags Þingvallavatns fyrir mjög árangursríkum fiskræktaraðgerðum á 10. áratug síðustu aldar og í byrjun þessarar, í samvinnu við Veiðimálastofnun, Landsvirkjun og fleiri aðila. Þær aðgerðir fólust í því að veiða urriða í klak, ala upp seiði og sleppa þeim svo í vatnið. Sameiginlegt markmið þeirra sem stóðu að þessum aðgerðum var að efla vistkerfi vatnsins og um leið veiði í vatninu, hvort heldur er í net eða á stöng.

Ekki er víst að sportveiðimenn geri sér almennt grein fyrir því að netaveiði hefur verið afar mikilvægur þáttur í lífsafkomu og atvinnumenningu fólks við Þingvallavatn um aldir. Slíku verður ekki kastað burt þó að það sé orðinn partur af sportinu hjá sumum að njósna um heiðarlegar netaveiðar og kalla þá sem þær stunda ljótum nöfnum.

Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4167






×