Ólafur Ragnar þagnar - ekki Guðmundur Andri Thorsson skrifar 2. janúar 2012 10:30 Það er ótímabært að skrifa greinina „Ólafur Ragnar þagnar". Eins og hann gaf til kynna í ávarpi sínu í gær er hann alls ekki að setjast í helgan stein heldur fyrst og fremst að skipta um vettvang til þess að geta beitt sér af fullu afli fyrir hugðarefni sínu: að halda Íslandi utan ESB svo að landsmenn geti spilað á stórveldin af ómældri kænsku sinni og grætt fullt af monnípening. Óvíst er hvaða vettvang hann finnur sér. Kannski verður hann útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu; kannski verður Þjóðviljinn endurvakinn; kannski verður hann sam-ritstjóri Davíðs á Mogganum; kannski stofna þeir fjandvinirnir flokk með Jóni Bjarnasyni, Ragnari Arnalds, Birni Bjarnasyni og öðrum fulltrúum þess gamla valdakerfis sem þessir gömlu stjórnmálaskörungar mótuðu á sínum tíma og vilja fyrir alla muni endurvekja því að þeir hafa enn ekki horfst í augu við að þetta hrundi allt saman árið 2008. Kannski eru þeir allir nú þegar farnir að hittast reglulega á fundum þar sem þeir sitja og afsanna Rannsóknarskýrslu Alþingis og nöldra yfir Jóhönnu og Steingrími J. … (Íslensk stjórnmál eru svo skrýtin og erfið, svo flókin og vindingasöm og fáránleg. Þau eru svo mikið hnoð. Nú kemur það í hlut Steingríms J. að leiða til lykta aðildarviðræður við Evrópusambandið því að hann er ráðherra allra helstu málaflokka sem þarf að semja um; hann og hans fólk þarf að klára þessa samninga og ná sem bestum samningum: svo þarf hann að tala gegn þeim.) En sum sé: Ólafur Ragnar. Hann hefur nú þegar tryggt sér sess sem einn af áhrifamestu og litríkustu stjórnmálamönnum íslenskrar lýðveldissögu. En „það svo segir mér minn hugur" (eins og skáldið söng forðum) að nú taki við nýtt skeið hjá stjórnmálamanninum Ólafi Ragnari þar sem hann hyggist beita sér af fullu afli gegn aðildinni að Evrópusambandinu. Og hafi fólki þótt hann vígreifur að undanförnu eru það smámunir hjá því sem á eftir að koma. Forsetaembættið er sérstakt. Eins og svo margt í íslensku stjórnkerfi hefur það verið spunnið áfram af hverjum og einum sem þar hefur setið. Hefði hvarflað að Bjarna Benediktssyni á sínum tíma að forsetinn gæti í raun og veru haft synjunarvald á lög hefði hann tæpast farið að bjóða Halldóri Laxness djobbið. Virðulegur og formfastur alþýðleiki Kristjáns Eldjárns vakti hughrif um íslenska alþýðuhámenningu og falleg og um leið innileg framkoma Vigdísar færði embættið nær fólki. Stundum var talað með niðrandi hætti um þann sið Vigdísar að gróðursetja tré hvar sem hún fór en skyldu þeir sem svo töluðu hafa skilið eftir sig meira með sínu þvargi og þurradrambi? Og Ólafur Ragnar flaug inn í embættið með sinni glæsilegu konu, Guðrúnu Katrínu, sem alls staðar vakti aðdáun. Forsetaembættið er stundum eins og fegraður spegill sem þjóðin vill horfa í og ímynda sér að þar fari verðugir fulltrúar sínir. Og svo verður þetta stundum svolítið eins og forseti sé í einhvers konar vinnu við að vera hrifinn af Íslandi. Hann þarf að fara um landið og dást að öllu. Fara í frystihúsin og dást að því hversu vel ormarnir séu tíndir úr flökunum, fara svo og dást að misgóðu handverki og halda innblásna ræðu um þá miklu vaxtarsprota sem hér megi sjá – alltaf jafn hrifinn. Það er ekki fyrir hvern sem er að sinna slíku starfi vel. Ólafur Ragnar hefur í raun og veru staðið sig framúrskarandi vel við þennan mikilsverða part starfsins; að vera hrifinn af Íslendingum og öllu þeirra bauki. Hann virðist einlægur í því. Hann ann þessari þjóð. Helsti kostur Ólafs – og jafnframt hans helsti ókostur – er hrifnæmi hans og algjör innlifun í það sem blasir við honum hverju sinni. Hann er stundum útmálaður sem tækifærissinni og kaldlyndur refur en hann kemur manni ekkert síður fyrir sjónir sem mikill tilfinningamaður sem virðist geta gefið sig á vald einhverri stemmningu svo algjörlega að hann virðist nánast gleyma stund og stað, hrærður og forlyftur og einbeittur. Þetta hefur örugglega komið sér vel þegar hann hefur flutt blaðalausar tækifærisræður um dreifðar byggðir landsins og náð að stappa stálinu í fólk og sannfæra það um að líf þess og iðja sé mikils virði. En þessi eiginleiki Ólafs varð honum líka næstum að falli. Sá Ólafur Ragnar sem talar innfjálgur á sjómannadeginum í fallegu íslesku þorpi er jafnframt líka sá Ólafur Ragnar sem hélt ræðurnar í útlöndum um það hversu æðislegir Íslendingar væru í skuldsettum yfirtökum og hversu frábært væri að þeir hugsuðu aldrei áður en þeir framkvæmdu. Hann var enn í vinnunni við að vera hrifinn af Íslandi en sást ekki fyrir; hann lét tilfinningarnar og hrifnæmið hlaupa með sig í gönur – og löngunina til að ganga í augun á þeim mönnum sem áður höfðu hætt hann og fyrirlitið. Löngun hans til að vera jákvæður og uppbyggilegur og hressandi forseti snerist upp í andhverfu sína þegar hann var ölvaður af eigin orðum farinn að hylla bófa sem mikilmenni og bjálfa sem andans jöfra. Hann náði sér síðan á strik með kúnstum sem eflaust verða kenndar í stjórnmálafræði meðan Ísland er byggt og tókst að klára embættistíð sína með mikið fylgi og hattinn fullan af kanínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason Skoðun
Það er ótímabært að skrifa greinina „Ólafur Ragnar þagnar". Eins og hann gaf til kynna í ávarpi sínu í gær er hann alls ekki að setjast í helgan stein heldur fyrst og fremst að skipta um vettvang til þess að geta beitt sér af fullu afli fyrir hugðarefni sínu: að halda Íslandi utan ESB svo að landsmenn geti spilað á stórveldin af ómældri kænsku sinni og grætt fullt af monnípening. Óvíst er hvaða vettvang hann finnur sér. Kannski verður hann útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu; kannski verður Þjóðviljinn endurvakinn; kannski verður hann sam-ritstjóri Davíðs á Mogganum; kannski stofna þeir fjandvinirnir flokk með Jóni Bjarnasyni, Ragnari Arnalds, Birni Bjarnasyni og öðrum fulltrúum þess gamla valdakerfis sem þessir gömlu stjórnmálaskörungar mótuðu á sínum tíma og vilja fyrir alla muni endurvekja því að þeir hafa enn ekki horfst í augu við að þetta hrundi allt saman árið 2008. Kannski eru þeir allir nú þegar farnir að hittast reglulega á fundum þar sem þeir sitja og afsanna Rannsóknarskýrslu Alþingis og nöldra yfir Jóhönnu og Steingrími J. … (Íslensk stjórnmál eru svo skrýtin og erfið, svo flókin og vindingasöm og fáránleg. Þau eru svo mikið hnoð. Nú kemur það í hlut Steingríms J. að leiða til lykta aðildarviðræður við Evrópusambandið því að hann er ráðherra allra helstu málaflokka sem þarf að semja um; hann og hans fólk þarf að klára þessa samninga og ná sem bestum samningum: svo þarf hann að tala gegn þeim.) En sum sé: Ólafur Ragnar. Hann hefur nú þegar tryggt sér sess sem einn af áhrifamestu og litríkustu stjórnmálamönnum íslenskrar lýðveldissögu. En „það svo segir mér minn hugur" (eins og skáldið söng forðum) að nú taki við nýtt skeið hjá stjórnmálamanninum Ólafi Ragnari þar sem hann hyggist beita sér af fullu afli gegn aðildinni að Evrópusambandinu. Og hafi fólki þótt hann vígreifur að undanförnu eru það smámunir hjá því sem á eftir að koma. Forsetaembættið er sérstakt. Eins og svo margt í íslensku stjórnkerfi hefur það verið spunnið áfram af hverjum og einum sem þar hefur setið. Hefði hvarflað að Bjarna Benediktssyni á sínum tíma að forsetinn gæti í raun og veru haft synjunarvald á lög hefði hann tæpast farið að bjóða Halldóri Laxness djobbið. Virðulegur og formfastur alþýðleiki Kristjáns Eldjárns vakti hughrif um íslenska alþýðuhámenningu og falleg og um leið innileg framkoma Vigdísar færði embættið nær fólki. Stundum var talað með niðrandi hætti um þann sið Vigdísar að gróðursetja tré hvar sem hún fór en skyldu þeir sem svo töluðu hafa skilið eftir sig meira með sínu þvargi og þurradrambi? Og Ólafur Ragnar flaug inn í embættið með sinni glæsilegu konu, Guðrúnu Katrínu, sem alls staðar vakti aðdáun. Forsetaembættið er stundum eins og fegraður spegill sem þjóðin vill horfa í og ímynda sér að þar fari verðugir fulltrúar sínir. Og svo verður þetta stundum svolítið eins og forseti sé í einhvers konar vinnu við að vera hrifinn af Íslandi. Hann þarf að fara um landið og dást að öllu. Fara í frystihúsin og dást að því hversu vel ormarnir séu tíndir úr flökunum, fara svo og dást að misgóðu handverki og halda innblásna ræðu um þá miklu vaxtarsprota sem hér megi sjá – alltaf jafn hrifinn. Það er ekki fyrir hvern sem er að sinna slíku starfi vel. Ólafur Ragnar hefur í raun og veru staðið sig framúrskarandi vel við þennan mikilsverða part starfsins; að vera hrifinn af Íslendingum og öllu þeirra bauki. Hann virðist einlægur í því. Hann ann þessari þjóð. Helsti kostur Ólafs – og jafnframt hans helsti ókostur – er hrifnæmi hans og algjör innlifun í það sem blasir við honum hverju sinni. Hann er stundum útmálaður sem tækifærissinni og kaldlyndur refur en hann kemur manni ekkert síður fyrir sjónir sem mikill tilfinningamaður sem virðist geta gefið sig á vald einhverri stemmningu svo algjörlega að hann virðist nánast gleyma stund og stað, hrærður og forlyftur og einbeittur. Þetta hefur örugglega komið sér vel þegar hann hefur flutt blaðalausar tækifærisræður um dreifðar byggðir landsins og náð að stappa stálinu í fólk og sannfæra það um að líf þess og iðja sé mikils virði. En þessi eiginleiki Ólafs varð honum líka næstum að falli. Sá Ólafur Ragnar sem talar innfjálgur á sjómannadeginum í fallegu íslesku þorpi er jafnframt líka sá Ólafur Ragnar sem hélt ræðurnar í útlöndum um það hversu æðislegir Íslendingar væru í skuldsettum yfirtökum og hversu frábært væri að þeir hugsuðu aldrei áður en þeir framkvæmdu. Hann var enn í vinnunni við að vera hrifinn af Íslandi en sást ekki fyrir; hann lét tilfinningarnar og hrifnæmið hlaupa með sig í gönur – og löngunina til að ganga í augun á þeim mönnum sem áður höfðu hætt hann og fyrirlitið. Löngun hans til að vera jákvæður og uppbyggilegur og hressandi forseti snerist upp í andhverfu sína þegar hann var ölvaður af eigin orðum farinn að hylla bófa sem mikilmenni og bjálfa sem andans jöfra. Hann náði sér síðan á strik með kúnstum sem eflaust verða kenndar í stjórnmálafræði meðan Ísland er byggt og tókst að klára embættistíð sína með mikið fylgi og hattinn fullan af kanínum.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun