Lífið

Svona færðu sléttari húð

Það er silikon í farðanum sem myndar lag yfir húðina, fyllir upp í svitaholurnar eins og til dæmis ör og fínar línur, segir Erna Hrund Hermannsdóttir förðunarfræðingur sem sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvernig hægt er að hylja bauga undir augum og gera húðina sléttari.

Hún notar Matte Morphose farða frá L'oréal sem er margverðlaunaður froðukendur farði, sem er sérstaklega léttur og endist allan daginn. Farðinn er í leiðinni "Primer"/undirfarði.

Svitaholur og fínar línur virðast horfnar og húðin verður silki mjúk. Húðin verður mött og áferðin er einstök og tilfinninginn er eins og þú sért ekki með neitt á húðinni. Farði sem hentar öllum aldri og öllum húðgerðum, frábær fyrir hina íslensku konu sem vill fullkomna húð. Kemur í 6 litum.

Þá notar hún líka Touche Magique hyljara sem er leyndarmálið á bakvið fallega förðun. Þessi litli Touch Magique penninn er kraftarverkið. Hann lýsir upp augnsvæðið og tekur öll þreytumerki í burtu og frískar uppá húðina í kringum augun.

Touche magique hyljarinn hylur dökkar rákir, bauga og jafnar út fínar línur. Inniheldur örsmáar agnir sem hafa áhrif á ljósið og gefa húðinni aukinn ljóma, mikilvægt að velja ávallt ljósari lit en farðinn er til að ná fram tilskildum áhrifum. Hyljarinn er penni með bursta á, sem gerir hann einstaklega þægilegan í notkun. Kemur í 3 litum.

Facebook.com/lorealsnyrtivorur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×