Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Keflavík 83-102 Stefán Árni Pálsson í Dalhúsum skrifar 22. janúar 2012 20:36 Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn. Leikurinn hófst vel fyrir gestina frá Keflavík en þeir náðu fljótlega ágætis forskoti 22-11. Stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna Keflvíkinga og voru allir að taka þátt. Aðeins þrír leikmenn komust á blað hjá Fjölnismönnum í fyrsta leikhlutanum og þar á meðal gerði Jón Sverrisson tíu stig fyrir heimamenn. Staðan var 27-17 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldum áfram að keyra yfir heimamenn í öðrum leikhluta og strákarnir í Fjölni réðu hreinlega ekkert við þá. Hraður sóknarleikur og styrkur leikmanna var það sem suðurnesjamenn höfðu framyfir Grafarvogsdrengi. Staðan í hálfleik var 53-35 fyrir Keflavík og útlitið svart fyrir þá gulu. Fátt breytist í þriðja leikhlutanum og Keflvíkingarnir héldum áfram að berja járnið á meðan það var heitt. Um var að ræða leik á milli karlmanna og drengja og Fjölnir átti bara enginn svör. Staðan var 82-58 fyrir Keflavík fyrir lokaleikhlutann. Það skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og gestirnir frá Keflavík sigldu lygnan sjó það sem eftir var af leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Keflvíkinga 102-83 og þeir flugu áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins. Jarryd Cole átti stórleik í liði Keflavík og skoraði 35 stig.Örvar: Vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik „Við byrjuðum leikinn illa og áttum aldrei möguleik," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. „Það gengur ekki að koma svona til leiks gegn jafn góðu liði og Keflavík. Við vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þá". „Mér fannst mínir menn bara ekki mæta tilbúnir og voru bara hræddir við andstæðingana". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örvar hér að ofan.Sigurður: Byrjuðum grimmir og héldum það út „Þetta leit ekki út fyrir að vera erfitt í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við náðum upp góðri forystu í byrjun leiksins og héldum henni. Menn mættu bara grimmir alveg frá byrjun og þeir réðu ekkert við okkur". „Við lékum frábæra vörn allan leikinn, öðruvísi en það sem liðið sýndi síðast á móti Fjölni". Jarryd Cole var frábær í liðið Keflvíkinga í kvöld og gerði 35 stig. „Hann var flottur í kvöld fyrir okkur. Cole hefur verið misjafnt hjá okkur og frammistaðan hans verið svona upp og niður. Vonandi er hann að komast í gang fyrir okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira
Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn. Leikurinn hófst vel fyrir gestina frá Keflavík en þeir náðu fljótlega ágætis forskoti 22-11. Stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna Keflvíkinga og voru allir að taka þátt. Aðeins þrír leikmenn komust á blað hjá Fjölnismönnum í fyrsta leikhlutanum og þar á meðal gerði Jón Sverrisson tíu stig fyrir heimamenn. Staðan var 27-17 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldum áfram að keyra yfir heimamenn í öðrum leikhluta og strákarnir í Fjölni réðu hreinlega ekkert við þá. Hraður sóknarleikur og styrkur leikmanna var það sem suðurnesjamenn höfðu framyfir Grafarvogsdrengi. Staðan í hálfleik var 53-35 fyrir Keflavík og útlitið svart fyrir þá gulu. Fátt breytist í þriðja leikhlutanum og Keflvíkingarnir héldum áfram að berja járnið á meðan það var heitt. Um var að ræða leik á milli karlmanna og drengja og Fjölnir átti bara enginn svör. Staðan var 82-58 fyrir Keflavík fyrir lokaleikhlutann. Það skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og gestirnir frá Keflavík sigldu lygnan sjó það sem eftir var af leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Keflvíkinga 102-83 og þeir flugu áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins. Jarryd Cole átti stórleik í liði Keflavík og skoraði 35 stig.Örvar: Vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik „Við byrjuðum leikinn illa og áttum aldrei möguleik," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. „Það gengur ekki að koma svona til leiks gegn jafn góðu liði og Keflavík. Við vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þá". „Mér fannst mínir menn bara ekki mæta tilbúnir og voru bara hræddir við andstæðingana". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örvar hér að ofan.Sigurður: Byrjuðum grimmir og héldum það út „Þetta leit ekki út fyrir að vera erfitt í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við náðum upp góðri forystu í byrjun leiksins og héldum henni. Menn mættu bara grimmir alveg frá byrjun og þeir réðu ekkert við okkur". „Við lékum frábæra vörn allan leikinn, öðruvísi en það sem liðið sýndi síðast á móti Fjölni". Jarryd Cole var frábær í liðið Keflvíkinga í kvöld og gerði 35 stig. „Hann var flottur í kvöld fyrir okkur. Cole hefur verið misjafnt hjá okkur og frammistaðan hans verið svona upp og niður. Vonandi er hann að komast í gang fyrir okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira