Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 72-54 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 31. janúar 2012 20:39 MYND/ANTON KR gjörsigraði Hauka með 18 stiga mun 72-54 í leik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í þriðja sæti en það var ekki að sjá á leik liðanna. Bæði lið töpuðu leikjum sínum um helgina og virtust bæði ákveðin í að bæta fyrir það því leikurinn fór fjörlega af stað. Jafnræði með liðunum allan fyrsta leikhluta en KR var einu stigi yfir, 20-19, eftir fyrstu 10 mínúturnar. KR hóf annan leikhluta mun betur. Liðið lék öflugan varnarleik auk þess að Haukarstelpum voru mislagðar hendur undir körfunni loksins þegar færin gáfust. KR var komið með tíu stiga forystu 31-21 þegar annar leikhluti var hálfnaður. Haukar skoruðu aðeins átta stig í leikhlutanum og KR var 12 stigum yfir þegar flautað var til hálfleik 39-27. Haukar hittu aðeins úr 20% skota sinna inni í teig í fyrri hálfleik á meðan KR hitti úr yfir helming skota sinna auk þess sem KR tók 28 fráköst gegn 18 í hálfleiknum. Það var því ljóst að margt þyrfti að breytast í hálfleik til að Haukar myndu eiga möguleika gegn einbeittu liði KR. Haukar mættu af krafti til seinni hálfleiks og skoruðu fimm fyrstu stigin auk þess sem liðið var mun ákveðnara í varnarleiknum. Nær komust Haukar þó ekki því KR lék áfram mjög góðan varnarleik sem þvingaði Hauka í skot langt frá körfunni og enn munaði tólf stigum á liðunum þegar aðeins fjórði leikhluti var eftir 55-43. Haukar náðu ekki að narta í forskot KR heldur bætti KR um betur og var 14 stigum yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka 65-51. Haukar gáfust auðveldlega og upp og hefði munurinn á liðunum í lokin hægtlega getað verið mun meiri en 18 stig í leikslok. Jence Ann Rhoads hélt uppi sóknarleik Hauka í fyrri hálfleik með 14 stigum, þar af 11 þeirra í fyrsta leikhluta en KR tókst mjög vel að loka fyrir hana í seinni hálfleik og enginn annar leikmaður Hauka steig upp fyrir hana. Rhoads lauk leik með 18 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá KR skoraði Bryndís Guðmundsdóttir 19 stig og tók hún auk þess 13 fráköst en hún fór sérstaklega mikinn í seinni hálfleik. Erica Prosser skoraði 17 stig líkt og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 11 stig og hirti 14 fráköst en KR tók 54 fráköst í leiknum gegn 39 fráköstum Hauka. Sigrún: Kom ekkert annað til greina en að taka á því"Þetta var alls ekki létt," sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir miðherji KR í leikslok. "Við fengum skell í síðasta leik og það kom ekkert annað til greina en að herða sig aðeins upp og taka á því. Við komum sterkar til leiks. Ef maður mætir soft eftir leik eins og gegn Val þá veit ég hvað maður er að gera í þessu," sagði Sigrún. "Við fórum vel yfir vörnina fyrir leikinn, við þurftum að herða vörnina og standa saman. Við höfum verið að spila sem einstaklingar í vörninni í vetur, nú spiluðum við sem lið. Boltinn gekk líka vel í sókninni, vörnin small saman og við lékum sem lið. Ef einhver missti manninn sinn var næsti maður kominn í hjálpina. Þetta var liðsheildarsigur í kvöld, sem er eitthvað sem hefur vantað hjá okkur í síðustu leikjum." "Valur tók yfir 20 sóknarfráköst gegn okkur í síðasta leik og það var stimplað í hausinn á okkur að fara í fráköstin og berjast. Það skila sér," sagði Sigrún um yfirburði KR í frákastabaráttunni. "Þessi sigur gefur sjálfstraust en við getum ekki verið að fagna þessum sigri fram eftir nóttu, við eigum Keflavík sem er á toppnum í næsta leik og við þurfum að fara strax í að hugsa um þann leik," sagði Sigrún að lokum. Bjarni: Lélegt frá byrjun"Við komum ekki tilbúnar í þennan leik, ég skil ekki af hverju það var. Einbeitingin og baráttan var ekki til staðar eiginlega allan leikinn, Hittnin var léleg. Við klikkum úr 12 eða 13 sniðskotum og það segir mér að þetta hafa við einbeitingarleysi og ekkert annað," sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn. "Leikurinn í Keflavík á ekki sitja í okkur. Við spiluðum á nokkuð mörgum mönnum þar og það er engin þreyta í liðinu eftir þann leik. Við töpuðum honum og hefðum því átt að koma tilbúnar í þennan leik. Við fengum engin stig þó við höfum staðið í þeim og þess vegna er ég mjög óánægður með það hvernig við komum inn í þennan leik." "Við héngum í þeim þarna í byrjun en það er samt margt sem ég var óánægur með þá. Ég var mjög óánægður með varnarleikinn í byrjun en þær voru bara ekki að setja auðveld skot ofan í. Frá fyrstu mínútu var varnarleikurinn ekki góður. Við náðum að pikka hann aðeins upp en sóknarleikurinn var slakur í kvöld." "Það var einn leikmaður sem hélt okkur á floti í fyrri hálfleik, aðrir voru ekki með sóknarlega og í seinni hálfleik vorum við ekki nógu grimmar og við þurfum að laga það. Við förum samt ekkert á taugum þó við höfum tapað þessum leik," sagði Bjarni að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
KR gjörsigraði Hauka með 18 stiga mun 72-54 í leik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í þriðja sæti en það var ekki að sjá á leik liðanna. Bæði lið töpuðu leikjum sínum um helgina og virtust bæði ákveðin í að bæta fyrir það því leikurinn fór fjörlega af stað. Jafnræði með liðunum allan fyrsta leikhluta en KR var einu stigi yfir, 20-19, eftir fyrstu 10 mínúturnar. KR hóf annan leikhluta mun betur. Liðið lék öflugan varnarleik auk þess að Haukarstelpum voru mislagðar hendur undir körfunni loksins þegar færin gáfust. KR var komið með tíu stiga forystu 31-21 þegar annar leikhluti var hálfnaður. Haukar skoruðu aðeins átta stig í leikhlutanum og KR var 12 stigum yfir þegar flautað var til hálfleik 39-27. Haukar hittu aðeins úr 20% skota sinna inni í teig í fyrri hálfleik á meðan KR hitti úr yfir helming skota sinna auk þess sem KR tók 28 fráköst gegn 18 í hálfleiknum. Það var því ljóst að margt þyrfti að breytast í hálfleik til að Haukar myndu eiga möguleika gegn einbeittu liði KR. Haukar mættu af krafti til seinni hálfleiks og skoruðu fimm fyrstu stigin auk þess sem liðið var mun ákveðnara í varnarleiknum. Nær komust Haukar þó ekki því KR lék áfram mjög góðan varnarleik sem þvingaði Hauka í skot langt frá körfunni og enn munaði tólf stigum á liðunum þegar aðeins fjórði leikhluti var eftir 55-43. Haukar náðu ekki að narta í forskot KR heldur bætti KR um betur og var 14 stigum yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka 65-51. Haukar gáfust auðveldlega og upp og hefði munurinn á liðunum í lokin hægtlega getað verið mun meiri en 18 stig í leikslok. Jence Ann Rhoads hélt uppi sóknarleik Hauka í fyrri hálfleik með 14 stigum, þar af 11 þeirra í fyrsta leikhluta en KR tókst mjög vel að loka fyrir hana í seinni hálfleik og enginn annar leikmaður Hauka steig upp fyrir hana. Rhoads lauk leik með 18 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá KR skoraði Bryndís Guðmundsdóttir 19 stig og tók hún auk þess 13 fráköst en hún fór sérstaklega mikinn í seinni hálfleik. Erica Prosser skoraði 17 stig líkt og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 11 stig og hirti 14 fráköst en KR tók 54 fráköst í leiknum gegn 39 fráköstum Hauka. Sigrún: Kom ekkert annað til greina en að taka á því"Þetta var alls ekki létt," sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir miðherji KR í leikslok. "Við fengum skell í síðasta leik og það kom ekkert annað til greina en að herða sig aðeins upp og taka á því. Við komum sterkar til leiks. Ef maður mætir soft eftir leik eins og gegn Val þá veit ég hvað maður er að gera í þessu," sagði Sigrún. "Við fórum vel yfir vörnina fyrir leikinn, við þurftum að herða vörnina og standa saman. Við höfum verið að spila sem einstaklingar í vörninni í vetur, nú spiluðum við sem lið. Boltinn gekk líka vel í sókninni, vörnin small saman og við lékum sem lið. Ef einhver missti manninn sinn var næsti maður kominn í hjálpina. Þetta var liðsheildarsigur í kvöld, sem er eitthvað sem hefur vantað hjá okkur í síðustu leikjum." "Valur tók yfir 20 sóknarfráköst gegn okkur í síðasta leik og það var stimplað í hausinn á okkur að fara í fráköstin og berjast. Það skila sér," sagði Sigrún um yfirburði KR í frákastabaráttunni. "Þessi sigur gefur sjálfstraust en við getum ekki verið að fagna þessum sigri fram eftir nóttu, við eigum Keflavík sem er á toppnum í næsta leik og við þurfum að fara strax í að hugsa um þann leik," sagði Sigrún að lokum. Bjarni: Lélegt frá byrjun"Við komum ekki tilbúnar í þennan leik, ég skil ekki af hverju það var. Einbeitingin og baráttan var ekki til staðar eiginlega allan leikinn, Hittnin var léleg. Við klikkum úr 12 eða 13 sniðskotum og það segir mér að þetta hafa við einbeitingarleysi og ekkert annað," sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn. "Leikurinn í Keflavík á ekki sitja í okkur. Við spiluðum á nokkuð mörgum mönnum þar og það er engin þreyta í liðinu eftir þann leik. Við töpuðum honum og hefðum því átt að koma tilbúnar í þennan leik. Við fengum engin stig þó við höfum staðið í þeim og þess vegna er ég mjög óánægður með það hvernig við komum inn í þennan leik." "Við héngum í þeim þarna í byrjun en það er samt margt sem ég var óánægur með þá. Ég var mjög óánægður með varnarleikinn í byrjun en þær voru bara ekki að setja auðveld skot ofan í. Frá fyrstu mínútu var varnarleikurinn ekki góður. Við náðum að pikka hann aðeins upp en sóknarleikurinn var slakur í kvöld." "Það var einn leikmaður sem hélt okkur á floti í fyrri hálfleik, aðrir voru ekki með sóknarlega og í seinni hálfleik vorum við ekki nógu grimmar og við þurfum að laga það. Við förum samt ekkert á taugum þó við höfum tapað þessum leik," sagði Bjarni að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum