Lífið

Svartur á leik - eins og snákur á amfetamíni

Kvikmyndin Svartur á leik fær þokkalega góða dóma hjá kvikmyndasíðunni The Twitchfilm þar sem Jóhannesi Hauki Jóhannessyni er hrósað í hástert og myndin sögð frábær skemmtun. Myndin keppti á IFFR kvikmyndahátíðinni en fékk engin verðlaun. Myndin hlaut einkunnina 4,2 af fimm mögulegum og er í fjórtánda sæti af rúmlega 160 myndum sem voru á hátíðinni.

Það er því ljóst að gestir hátíðarinnar höfðu gaman af myndinni.

Gagnrýnandinn segir myndina einnig bráðskemmtilega, dálítið eins og snákur á amfetamíni, eins og hann orðar það sjálfur. Hann segir glæpaheiminn sem dreginn er upp sannfærandi og jafn hrottalegan og finna má í öðrum fjölmennari ríkjum.

Þetta kemur gagnrýndanum örlítið á óvart, enda tekur hann sérstaklega fram að glæpaheimur Íslands sé ansi lítill og því sé enginn að fara að hagnast verulega í þeirri fíkniefnaveröld sem þar er dregin upp. Þeir eru allavega ekki að fara kaupa sér þyrlu, eins og gagnrýnandinn bendir réttilega á.

Gagnrýnandinn segir svo í samantekt sinni að myndin sé kannski ekki frumlegasta glæpamyndin sem hann hafi séð; hún komist samt nærri því og sé með þeim ánægjulegri sem hann hafi séð.

Hægt er að lesa umfjöllunina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×