Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki er búin að finna blóraböggul fyrir slæmu gengi hennar á opna ástralska mótinu þar sem hún datt út úr átta manna úrslitum og missti í kjölfarið efsta sætið á heimslistanum.
Wozniacki og faðir hennar, Piotr Wozniacki, hafa ákveðið að reka þjálfara hennar, Spánverjann Ricardo Sanchez, sem var aðeins búinn að vera með hana í nokkra mánuði.
Caroline Wozniacki missti ekki bara toppsætið á heimslistanum við ófarirnar í Ástralíu því hún datt alla leið niður í fjórða sætið. Hún á enn eftir að vinna risamót á ferlinum og átti ráðningin á Ricardo Sanchez að hjálpa til að brjóta ísinn. Hann fékk hinsvegar ekki mörg tækifæri og var sparkað við fyrsta mótlæti.
Wozniacki búin að reka þjálfarann sinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn




Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti