Bill Haas hafði sigur eftir þriggja manna bráðabana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2012 08:00 Haas höndlaði pressuna best í æsispennandi bráðabana. Nordic Photos / Getty Images Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum. Úrslitin í bráðabananum réðust eftir tvær holur. Þá setti Haas niður 12 metra pútt og tryggði sér sigurinn. Þetta er fjórði sigur Haas á PGA-mótaröðinni en Kaninn er í 22. sæti heimslistans. Fyrir lokahringinn var Haas tveimur höggum á eftir forystusauðunum Bradley og Mickelson. Haas spilaði hringinn á tveimur undir pari en Bradley og Mickelson á pari. Mickelson tryggði sér bráðabana á átjándu holunni með því að setja niður átta metra pútt. Draumur hans um að vinna annað PGA-mótið í röð varð að engu þegar Haas bætti um betur með fyrrnefndu pútti. Spánverjinn Sergio Garcia spilaði þó manna best í gær. Garcia, sem var á níu höggum yfir pari að loknum þremur hringjum, spilaði á sjö höggum undir pari sem var besti hringur mótsins. Efsti maður heimslistans, Englendingurinn Luke Donald, spilaði skelfilega á lokahringnum. Donald var á pari fyrir hringinn en lauk leik á sjö höggum yfir pari. Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum. Úrslitin í bráðabananum réðust eftir tvær holur. Þá setti Haas niður 12 metra pútt og tryggði sér sigurinn. Þetta er fjórði sigur Haas á PGA-mótaröðinni en Kaninn er í 22. sæti heimslistans. Fyrir lokahringinn var Haas tveimur höggum á eftir forystusauðunum Bradley og Mickelson. Haas spilaði hringinn á tveimur undir pari en Bradley og Mickelson á pari. Mickelson tryggði sér bráðabana á átjándu holunni með því að setja niður átta metra pútt. Draumur hans um að vinna annað PGA-mótið í röð varð að engu þegar Haas bætti um betur með fyrrnefndu pútti. Spánverjinn Sergio Garcia spilaði þó manna best í gær. Garcia, sem var á níu höggum yfir pari að loknum þremur hringjum, spilaði á sjö höggum undir pari sem var besti hringur mótsins. Efsti maður heimslistans, Englendingurinn Luke Donald, spilaði skelfilega á lokahringnum. Donald var á pari fyrir hringinn en lauk leik á sjö höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira