Lífið

Myndband við nýja útgáfu af Þú og ég frumsýnt

Vísir frumsýnir hér myndband við endurhljóðblöndun af einni fallegustu perlu íslenskrar dægurlagasögu, Þú og ég.

Lagið var endurhljóðblandað fyrir kvikmyndina Svartur á leik. Hljómsveitin Hljómar fluttu það upphaflega en það er eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Gauk.

Frank Hall endurhljóðblandaði það og notaðist við upprunalegu upptökuna (lag og söng). Það þurfti aðeins að laga hljóminn og spilaði því Gunnar Þórðarson sjálfur á gítar fyrir endurgerðina.

Lagið kom út árið 1964, og má sjá í myndbandinu fágætu upptöku úr sjónvarpssal frá því ári. Sá sem syngur svona fallega á trommunum er Engilbert Jenssen.



Uppfært: Myndbandið hefur verið tekið úr birtingu samkvæmt ósk framleiðanda






Fleiri fréttir

Sjá meira


×