Leikjavísir

Geimfari kynnti nýjasta Angry Birds tölvuleikinn

Bandarískur geimfari um borð í Alþjóðlegu Geimstöðinni var fenginn til að opinbera nýjustu viðbót við Angry Birds tölvuleikina. Geimfarinn notaði tækifærið og upplýsti áhorfendur um grunnkenningar eðlisfræðinnar.

Don Pettit notaði fígúrur úr tölvuleiknum vinsæla til að útskýra stefnu og feril í litlu þyngdarafli. Þetta ætti að nýtast aðdáendum Angry Birds enda byggir tölvuleikurinn að stórum hluta til á samhæfingu þyngdarafls og brautar.

Pettit skaut sjálfum Angry Bird þvert í gegnum geimstöðina til að sanna mál sitt.

Talsmaður Revo, fyrirtækisins sem framleiðir Angry Birds, sagði að nýi tölvuleikurinn hefði verið hannaður til þess að líkja eftir þyngdarleysi og litlu þyngdarafli.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.