Handbolti

Ágúst er þokkalega bjartsýnn fyrir leikina gegn Sviss

Ágúst Þór Jóhannsson.
Ágúst Þór Jóhannsson.
Íslenska kvennalandsliðið handknattleik mætir á morgun liði Sviss í undankeppni EM og fer leikurinn fram í St.Gallen. Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn en segir að leikurinn verði mjög erfiður. Landsliðsþjálfarinn var í viðtali í Boltanum á X977 í dag.

Þjálfarinn segir að Svisslendingarnir leiki hraðann handbolta og byggi leik sinn á hraðaupphlaupum, bæði í fyrstu bylgju og annarri bylgju. Ágúst Þór segir að enginn landsleikur sé auðveldur fyrir okkar kvennalandslið og að við séum rétt á eftir áætlun í riðlinum og vonast til að það lagist til muna eftir leikina tvo gegn Sviss sem eru á morgun ytra og hér heima á sunnudaginn í Vodafonehöllinni.

Ágúst Þór vill fá meiri stöðugleika í leik okkar liðs og var ánægður með HM í desember og vonast til að við hættum að vera jójó lið eins og verið hefur undanfarin ár.

Ágúst Þór er ekki lengur þjálfari hjá Levanger í Noregi og aðspurður um hvað hann ætli að fara að gera í þjálfun með félagslið sagði Ágúst Þór að hann og fjölskyldan væru að flytja til Íslands í næstu viku og að nokkur félög hér heima væru búin að hafa samband við hann um þjálfun. Ágúst Þór var í viðtali í Boltanum á X-inu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×