Lífið

Meiriháttar Mið-Ísland partý

myndir/sigurjón ragnar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á forsýningu á sjónvarpsþættinum Mið-Ísland sem hefur göngu sína á morgun á Stöð 2.

Eins og sjá má í myndasafni var andrúmsloftið frábært í Bíó Paradís.

Hér fyrir neðan er að finna fróðlegar upplýsingar um Mið-Ísland leikhópinn.

Ari Eldjárn er fæddur 5. september 1981. Uppistandari, handritshöfundur og fyrrum flugþjónn. Sonur rithöfundarins Þórarins Eldjárns og barnabarn Kristjáns Eldjárns, fyrrum forseta.

Bergur Ebbi Benediktsson er fæddur 2. nóvember 1981. Lögfræðingur að mennt. Gaf út ljóðabókina "Tími hnyttninnar er liðinn" og var meðlimur í hljómsveitinni Sprengjuhöllin þar sem hann spilaði á gítar og söng.

Halldór Halldórsson (Dóri DNA) er fæddur 16. maí 1985. Leiklistarfræðimenntaður, fyrrum rappari og blaðamaður. Mamma hans er Guðný Halldórsdóttir leikstjóri, dóttir Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness.

Jóhann Alfreð Kristinsson er fæddur 11. febrúar 1985. Lögfræðingur að mennt og flinkur kokkur. Ekur um á Skoda og heldur með Tottenham. Amma hans, leikkonan Steinunn Bjarnadóttir, söng "Strax í dag" með Stuðmönnum.

Dóra Jóhannsdóttir er fædd 20. júlí 1980. Útskrifaðist sem leikari frá LHÍ árið 2006. Sambýlismaður hennar og barnsfaðir er Jörundur Ragnarsson sem sló í gegn í Næturvaktinni.

Sjá meira hér (Stod2.is).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×