Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 82-79 | KR komið í 1-0 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 9. apríl 2012 17:02 Joshua Brown fagnar hér sigurkörfu sinni í kvöld. Mynd/Daníel Joshua Brown skoraði þriggja stiga körfu í blálokin og tryggði KR þriggja stiga sigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og þurfti stórkostlega körfu frá Brown til að skilja liðin að. Þórsarar hafa aldrei komist áður í úrslitakeppni og hvað þá í undanúrslit. Þeir létu þó engan bilbug á sér finna og byrjuðu þeir leikinn virkilega vel. Darrin Govens, leikmaður Þórs, fór á kostum í upphafi leiks og var kominn með fimmtán stig eftir fyrsta leikhluta. Þórsarar leiddu 24-27 eftir leikhlutann og voru greinilega mættir til þess að gera eitthvað í þessum leik. Jafnt var á öllum tölum í öðrum leikhlutanum og skiptust liðin á því að ná forystunni. KR-ingar voru þó skrefinu framar, þó að munurinn væri nánast enginn á liðunum. Dejan Sencanski, leikmaður KR-inga átti góðan sprett í leikhlutanum og fóru KR-ingar með tveggja stiga forystu, 43-41, inn í leikhléið. Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrsti endaði og skiptust liðin á að skora stig. KR-ingar náðu í fyrsta sinn hæfilegri forystu um miðjan leikhlutann en hún var kominn í sjö stig eftir að Martin Hermannsson, leikmaður KR setti niður þriggja stiga körfu. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór tók í kjölfarið leikhlé og tóku hans menn aftur við sér. Þeir skoruðu næstu sjö stig leiksins og voru búnir að jafna leikinn, 63-63, leikhlutinn var úti. Það var áframhaldandi jafnræði með liðunum í upphafi fjórða leikhluta en KR-ingar stigu upp um miðjan leikhlutann og voru þeir komnir með fimm stiga forystu, 71-66, þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir af leiknum. Eins og áður neituðu Þórsarar að gefast upp og voru búnir að minnka muninn í þrjú stig, 73-70, þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Dejan Sencanski setti niður risastóran þrist þegar rúmlega tvær mínútur og voru KR-ingar komnir með sex stiga forystu. Lokamínúturnar voru æsispennandi og tókst Þórsörum að jafna leikinn þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. Það var svo Joshua Brown, leikmaður KR sem kláraði leikinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu, með nánast ómögulegu skoti og var því þriggja stiga sigur KR-inga, 82-79, staðreynd. Þetta var grátlegt tap fyrir Þórsara en þeir stóðu sig frábærlega í leiknum. Darrin Govens átti góðan leik fyrir Þór og skoraði 24 stig. Það var hinsvegar Grétar Ingi Erlendsson sem stal senunni en hann skoraði 20 stig í leiknum og var virkilega öflugur fyrir sína menn. Hjá KR-ingum voru útlendingarnir Dejan Sencanski og Joshua Brown öflugir ásamt því að Finnur Atli Magnússon spilaði virkilega vel í fyrri hálfleiknum. Þórsarar eiga fullt erindi í Íslandsmeistara KR ef þeir spila eins og þeir gerðu hér í kvöld og getur allt gerst í þessu einvígi.KR-Þór Þorlákshöfn 82-79 (24-27, 19-14, 20-22, 19-16)KR: Joshua Brown 22/5 stoðsendingar, Dejan Sencanski 18/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 13/6 fráköst, Martin Hermannsson 7, Jón Orri Kristjánsson 7/5 fráköst, Robert Lavon Ferguson 6/9 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Hreggviður Magnússon 1Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 20/7 fráköst, Darri Hilmarsson 10, Matthew James Hairston 8, Blagoj Janev 7, Guðmundur Jónsson 6/8 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 4/4 fráköst. Hrafn: Ekki sáttur við ákvörðunartökurnar í dag Mynd/Daníel„Þetta var fínn sigur hjá okkur í dag. Það er þó margt sem betur má fara og erum við ekkert sérstaklega sáttir við ákvörðunartökuna hjá okkur í leiknum. Hún var slök í sóknarleiknum og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. Við erum búnir að greina þetta allt saman en ákvörðunartakan verður að vera komin í lag í leik tvö," sagði Hrafn. Það er enginn að fara að koma skilaboðum til leikmanna í Þorlákshöfn þannig að hún verður að batna. Við stefnum að sjálfsögðu á að vinna leik tvö og einvígið," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR í leikslok. Grétar Ingi: Getum spilað við hvaða lið sem erMynd/Daníel„Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi. Ég hélt sjálfur að við værum búnir að koma þessu í framlengingu en hann hittir þessum fáranlega þrist þarna í lokin. Svona er boltinn bara," sagði Grétar. Við erum stoltir af okkar frammistöðu og við höfum sýnt það að við getum spilað við hvaða lið sem er. Eftir okkar frammistöðu í kvöld áttum við alveg skilið að vinna þennan leik. Það eru bara þessir litlu hlutir sem féllu þeim í hag í lok leiks," sagði Grétar Ingi Erlendsson, leikmaður Þórs í lok leiks. Benedikt: Við stefnum á ÍslandsmeistaratitillinnMynd/Daníel„Ég er mjög ánægður með leikinn sem slíkan. Við fengum frábært framlag frá mönnum sem stigu upp í meiðslum annarra. Ég hef lítið yfir leiknum að kvarta og var lítið sem við gátum gert í þessu lokaskoti þeirra. Þetta datt ofan í hjá þeim í þetta skiptið og það er gott fyrir þá að eiga svona tromp í leikmannahóp sínum," sagði Benedikt eftir leik. Benedikt var bjartsýnn á möguleika sinna manna í einvíginu og stefnir hann hátt. „Við erum með annan kanann á annari löppinni og hinn var í villuvandræðum. Við eigum fullt erindi í þetta. Við erum komnir hingað og stefnum við bara á Íslandsmeistaratitillinn eins og hin liðin í undanúrslitunum," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn í lok leiks. Textalýsing frá blaðamanni VísisMynd/Daníel 40 mín: ÞVÍLÍKT RUGL. Grétar Ingi jafnar leikinn þegar 15 sek eru eftir en Joshua Brown tekur þrist þegar tæplega ein sek er eftir af klukkunni og klárar leikinn. KR vinnur 82-79. ÓTRÚLEGUR leikur.40 mín: Tek þetta allt til baka. Gowens hefur sett núna fjögur stig í röð og þetta er ennþa´leikur. KR-ingar taka leikhlé þegar 50 sek eru eftir. Staðan er 79-7739. mín: Sencanski er að ísa þetta! Setur niður annan risa-þrist og KR-ingar eru komnir með sex stiga forysta og rétt rúmlega ein mínúta eftir. Staðan er 79-7339. mín KR-ingar voru að setja niður risastóran þrist. Sencanski gerði það. Þeir eru fjórum stigum eftir og tæplega 2 mínútur eftir. Staðan er 76-7238 mín: Þórsarar voru að skora körfu af miklu harðfylgi. Staðan er 73-72 og KR-ingar með boltann. Þvílík spenna.37 mín: Þetta er hnífjafnt hérna, KR-ingar eru oft nálægt því að ná ágætis forystu en Þórsarar svara alltaf til baka. Derrin Govens var að setja niður tvö víti og minnka muninn niður í þrjú stig. Staðan er 73-70.34 mín: KR-ingar eru komnir með þriggja stiga forystu hérna. Tæplega sex mínútur eftir og allt í gangi. KR með boltann eftir sóknarfrákast. Staðan er 69-6632 mín: Liðin hafa skorað sitthvora körfuna hérna í fjórða leikhlutanum. Það er allt á suðupunkti hérna í höllinni. Þetta er frábær leikur. Rétt í þessu verið að dæma sóknarvillu og KR-inga og Þórsarar fá boltann. Staðan er 65-6530 mín: KR-ingar taka leikhlé þegar það er tæplega mínúta eftir af fyrsta leikhluta. Leikhlé Þórsara hefur heldur betur skilað sér en þeir hafa skorað síðustu stig leiksins og jafnað leikinn! Þetta er æsispennandi og mun halda áfram að vera það í fjórða leikhluta. Staðan er 63-63.28.mín: Martin Hermannsson var að setja niður þrist og hafa KR-ingar skorað sjö stig í röð. Ætli þeir séu að fara að ná völdunum á þessum leik loksins? Það getur allt gerst. Staðan er 63-56 og Þórsarar taka leikhlé.27 mín: Þórsarar eru mættir aftur og voru að setja niður þrist og komast tveimur stigum yfir. Hreggviður Magnússon, leikmaður KR setti niður tvö víti í næstu sókn og jafnar leikinn fyrir KR. Þetta ætlar að vera svona spennandi allan leikinn sýnist mér. Staðan er 56-5625 mín: Mikil barátta hérna og eru liðin að gefa sig öll í þetta. Joshua Brown, leikmaður KR hefur byrjað siðari hálfleikinn af krafti og er búinn að setja niður nokkur stig. KR-ingar eru voru að setja niður tvö skot af vítalínunni og leiða 53-49.22.mín: Þriðji leikhlutinn er byrjaður og fer hann kröftuglega af stað. Liðin eru búin að skiptast á því að skora og er staðan 47-46.Hálfleikur: Þetta verður gríðarlega spennandi seinni hálfleikur hérna í Vesturbænum. Þórsarar eru að koma undirrituðum á óvart og eiga í fullu tré við KR-inga. Þetta gæti farið á báða vegu. Spurning hvort að reynslan muni koma sterk inn hérna í seinni hálfleiknum.20 mín: Það er búið að flauta til hálfleiks hérna í DHL-höllinni. Þetta er búinn að vera frábær fyrri hálfleikur og er jafnt á öllum tölum hérna. KR-ingar skoruðu síðustu stig hálfleiksins og leiða 43-41. Hjá KR-ingum eru Dejan Sencanski og Finnur Atli búnir að spila vel. Hjá Þórsurum er Grétar Ingi Erlendsson að spila frábærlega og er kominn með 13 stig. Darrin Gowens er með 15.18.mín: Dejan Sencanski, leikmaður KR er búinn að vera öflugur á síðustu mínútum og er kominn með 5 stig í röð. Þórsarar voru rétt í þessu að svara því með því að negla niður þrist. Það er jafnt á öllum tölum hérna. Staðan er 36-3615.mín: Liðin skiptast á að vera með forystuna hérna. Þórsarar var aftur komnir í forystu en KR-ingar voru rétt í þessu að setja niður þrist. Staðan er þvi 33-32, KR-ingum í vil.12.mín: KR-ingar eru komnir með forystuna aftur. Hafa skorað fyrstu fjögur stig leikhlutans. Staðan er 28-27.10. mín: Fyrsta leikhluta er lokið. KR-ingar hafa bætt leik sinn töluvert og náðu forystu þegar rúmlega ein mínúta var eftir af leikhlutanum. Þórsarar svöruðu því af krafti og eru þeir aftur komnir í forystu. Þetta er gríðarlega spennandi hérna í Vesturbænum. Finnur Atli Magnússon hefur byrjað leikinn virkilega vel fyrir KR-inga en hann er með ellefu stig í fyrsta leikhluta. Hjá Þór hafa Grétar Ingi Erlendsson og Darrin Gowens borið uppi sóknina. Gowens er kominn með fimmtán stig og er að fara hamförum. Þór leiðir því eftir fyrsta leikhluta 24-27.7.mín: KR-ingar eru aðeins að taka við sér. Það er mikið jafnræði með liðunum hérna á upphafsmínútunum. Staðan er 18-19.5.mín: Staðan er 11-15. Þórsarar eru að byrja þennan leik virkilega vel og eru að nýta skotin sín. Darrin Govens er kominn með sjö stig fyrir Þórsara. KR-ingar taka leikhlé.3 mín: Staðan er 7-9. Liðin eru að hitta vel hérna í byrjun. Finnur Atli Magnússon skoraði fyrstu fimm stig KR-inga. Þór var rétt í þessu að hitta og fá vítaskot að auki, sem þeir klikkuðu á.Fyrir leik: NBA-lagið hljómar hérna. Þetta er almennilegt. Leikurinn er að byrja.Fyrir leik: Kynningar leikmanna í gangi. Það er hörkustemmning hérna í höllinni. Þess ber að geta að sigurvegarinn í þessu einvígi þarf að vinna þrjá leiki en ekki tvo eins og í átta liða úrslitunum. Þetta gæti því mögulega farið í fimm leiki, sem er bara gaman.Fyrir leik: Leikurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að hinn frábæri fyrrum þjálfari KR-inga, er mættur aftur í Vesturbæinn, nú sem þjálfari Þórs í Þorlákshöfn. Fimm mínútur í leik.Fyrir leik: Mikið af fólki á vegum Þórs mætt í Vesturbæinn. Græni drekinn er mættur á svæðið og gott ef Miðjan er ekki einnig búin að heiðra okkur með nærveru sinni - það er nú komin úrslitakeppni.Fyrir leik: KR-ingar unnu sína viðureign í 8 liða úrslitunum örugglega 2-0 gegn Tindastól. Nýliðar Þórs í Þorlákshöfn þurftu að hafa aðeins meira fyrir hlutunum en þeir unnu Snæfell í oddaleik. Þetta verður hörkufjör.Fyrir leik: Tæplega korter í leik og stúkurnar eru að fyllast hérna í DHL-höllinni. KR-ingar kunna alveg að halda heimaleik í úrslitakeppni, alvöru. Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Joshua Brown skoraði þriggja stiga körfu í blálokin og tryggði KR þriggja stiga sigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og þurfti stórkostlega körfu frá Brown til að skilja liðin að. Þórsarar hafa aldrei komist áður í úrslitakeppni og hvað þá í undanúrslit. Þeir létu þó engan bilbug á sér finna og byrjuðu þeir leikinn virkilega vel. Darrin Govens, leikmaður Þórs, fór á kostum í upphafi leiks og var kominn með fimmtán stig eftir fyrsta leikhluta. Þórsarar leiddu 24-27 eftir leikhlutann og voru greinilega mættir til þess að gera eitthvað í þessum leik. Jafnt var á öllum tölum í öðrum leikhlutanum og skiptust liðin á því að ná forystunni. KR-ingar voru þó skrefinu framar, þó að munurinn væri nánast enginn á liðunum. Dejan Sencanski, leikmaður KR-inga átti góðan sprett í leikhlutanum og fóru KR-ingar með tveggja stiga forystu, 43-41, inn í leikhléið. Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrsti endaði og skiptust liðin á að skora stig. KR-ingar náðu í fyrsta sinn hæfilegri forystu um miðjan leikhlutann en hún var kominn í sjö stig eftir að Martin Hermannsson, leikmaður KR setti niður þriggja stiga körfu. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór tók í kjölfarið leikhlé og tóku hans menn aftur við sér. Þeir skoruðu næstu sjö stig leiksins og voru búnir að jafna leikinn, 63-63, leikhlutinn var úti. Það var áframhaldandi jafnræði með liðunum í upphafi fjórða leikhluta en KR-ingar stigu upp um miðjan leikhlutann og voru þeir komnir með fimm stiga forystu, 71-66, þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir af leiknum. Eins og áður neituðu Þórsarar að gefast upp og voru búnir að minnka muninn í þrjú stig, 73-70, þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Dejan Sencanski setti niður risastóran þrist þegar rúmlega tvær mínútur og voru KR-ingar komnir með sex stiga forystu. Lokamínúturnar voru æsispennandi og tókst Þórsörum að jafna leikinn þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. Það var svo Joshua Brown, leikmaður KR sem kláraði leikinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu, með nánast ómögulegu skoti og var því þriggja stiga sigur KR-inga, 82-79, staðreynd. Þetta var grátlegt tap fyrir Þórsara en þeir stóðu sig frábærlega í leiknum. Darrin Govens átti góðan leik fyrir Þór og skoraði 24 stig. Það var hinsvegar Grétar Ingi Erlendsson sem stal senunni en hann skoraði 20 stig í leiknum og var virkilega öflugur fyrir sína menn. Hjá KR-ingum voru útlendingarnir Dejan Sencanski og Joshua Brown öflugir ásamt því að Finnur Atli Magnússon spilaði virkilega vel í fyrri hálfleiknum. Þórsarar eiga fullt erindi í Íslandsmeistara KR ef þeir spila eins og þeir gerðu hér í kvöld og getur allt gerst í þessu einvígi.KR-Þór Þorlákshöfn 82-79 (24-27, 19-14, 20-22, 19-16)KR: Joshua Brown 22/5 stoðsendingar, Dejan Sencanski 18/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 13/6 fráköst, Martin Hermannsson 7, Jón Orri Kristjánsson 7/5 fráköst, Robert Lavon Ferguson 6/9 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Hreggviður Magnússon 1Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 20/7 fráköst, Darri Hilmarsson 10, Matthew James Hairston 8, Blagoj Janev 7, Guðmundur Jónsson 6/8 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 4/4 fráköst. Hrafn: Ekki sáttur við ákvörðunartökurnar í dag Mynd/Daníel„Þetta var fínn sigur hjá okkur í dag. Það er þó margt sem betur má fara og erum við ekkert sérstaklega sáttir við ákvörðunartökuna hjá okkur í leiknum. Hún var slök í sóknarleiknum og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. Við erum búnir að greina þetta allt saman en ákvörðunartakan verður að vera komin í lag í leik tvö," sagði Hrafn. Það er enginn að fara að koma skilaboðum til leikmanna í Þorlákshöfn þannig að hún verður að batna. Við stefnum að sjálfsögðu á að vinna leik tvö og einvígið," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR í leikslok. Grétar Ingi: Getum spilað við hvaða lið sem erMynd/Daníel„Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi. Ég hélt sjálfur að við værum búnir að koma þessu í framlengingu en hann hittir þessum fáranlega þrist þarna í lokin. Svona er boltinn bara," sagði Grétar. Við erum stoltir af okkar frammistöðu og við höfum sýnt það að við getum spilað við hvaða lið sem er. Eftir okkar frammistöðu í kvöld áttum við alveg skilið að vinna þennan leik. Það eru bara þessir litlu hlutir sem féllu þeim í hag í lok leiks," sagði Grétar Ingi Erlendsson, leikmaður Þórs í lok leiks. Benedikt: Við stefnum á ÍslandsmeistaratitillinnMynd/Daníel„Ég er mjög ánægður með leikinn sem slíkan. Við fengum frábært framlag frá mönnum sem stigu upp í meiðslum annarra. Ég hef lítið yfir leiknum að kvarta og var lítið sem við gátum gert í þessu lokaskoti þeirra. Þetta datt ofan í hjá þeim í þetta skiptið og það er gott fyrir þá að eiga svona tromp í leikmannahóp sínum," sagði Benedikt eftir leik. Benedikt var bjartsýnn á möguleika sinna manna í einvíginu og stefnir hann hátt. „Við erum með annan kanann á annari löppinni og hinn var í villuvandræðum. Við eigum fullt erindi í þetta. Við erum komnir hingað og stefnum við bara á Íslandsmeistaratitillinn eins og hin liðin í undanúrslitunum," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn í lok leiks. Textalýsing frá blaðamanni VísisMynd/Daníel 40 mín: ÞVÍLÍKT RUGL. Grétar Ingi jafnar leikinn þegar 15 sek eru eftir en Joshua Brown tekur þrist þegar tæplega ein sek er eftir af klukkunni og klárar leikinn. KR vinnur 82-79. ÓTRÚLEGUR leikur.40 mín: Tek þetta allt til baka. Gowens hefur sett núna fjögur stig í röð og þetta er ennþa´leikur. KR-ingar taka leikhlé þegar 50 sek eru eftir. Staðan er 79-7739. mín: Sencanski er að ísa þetta! Setur niður annan risa-þrist og KR-ingar eru komnir með sex stiga forysta og rétt rúmlega ein mínúta eftir. Staðan er 79-7339. mín KR-ingar voru að setja niður risastóran þrist. Sencanski gerði það. Þeir eru fjórum stigum eftir og tæplega 2 mínútur eftir. Staðan er 76-7238 mín: Þórsarar voru að skora körfu af miklu harðfylgi. Staðan er 73-72 og KR-ingar með boltann. Þvílík spenna.37 mín: Þetta er hnífjafnt hérna, KR-ingar eru oft nálægt því að ná ágætis forystu en Þórsarar svara alltaf til baka. Derrin Govens var að setja niður tvö víti og minnka muninn niður í þrjú stig. Staðan er 73-70.34 mín: KR-ingar eru komnir með þriggja stiga forystu hérna. Tæplega sex mínútur eftir og allt í gangi. KR með boltann eftir sóknarfrákast. Staðan er 69-6632 mín: Liðin hafa skorað sitthvora körfuna hérna í fjórða leikhlutanum. Það er allt á suðupunkti hérna í höllinni. Þetta er frábær leikur. Rétt í þessu verið að dæma sóknarvillu og KR-inga og Þórsarar fá boltann. Staðan er 65-6530 mín: KR-ingar taka leikhlé þegar það er tæplega mínúta eftir af fyrsta leikhluta. Leikhlé Þórsara hefur heldur betur skilað sér en þeir hafa skorað síðustu stig leiksins og jafnað leikinn! Þetta er æsispennandi og mun halda áfram að vera það í fjórða leikhluta. Staðan er 63-63.28.mín: Martin Hermannsson var að setja niður þrist og hafa KR-ingar skorað sjö stig í röð. Ætli þeir séu að fara að ná völdunum á þessum leik loksins? Það getur allt gerst. Staðan er 63-56 og Þórsarar taka leikhlé.27 mín: Þórsarar eru mættir aftur og voru að setja niður þrist og komast tveimur stigum yfir. Hreggviður Magnússon, leikmaður KR setti niður tvö víti í næstu sókn og jafnar leikinn fyrir KR. Þetta ætlar að vera svona spennandi allan leikinn sýnist mér. Staðan er 56-5625 mín: Mikil barátta hérna og eru liðin að gefa sig öll í þetta. Joshua Brown, leikmaður KR hefur byrjað siðari hálfleikinn af krafti og er búinn að setja niður nokkur stig. KR-ingar eru voru að setja niður tvö skot af vítalínunni og leiða 53-49.22.mín: Þriðji leikhlutinn er byrjaður og fer hann kröftuglega af stað. Liðin eru búin að skiptast á því að skora og er staðan 47-46.Hálfleikur: Þetta verður gríðarlega spennandi seinni hálfleikur hérna í Vesturbænum. Þórsarar eru að koma undirrituðum á óvart og eiga í fullu tré við KR-inga. Þetta gæti farið á báða vegu. Spurning hvort að reynslan muni koma sterk inn hérna í seinni hálfleiknum.20 mín: Það er búið að flauta til hálfleiks hérna í DHL-höllinni. Þetta er búinn að vera frábær fyrri hálfleikur og er jafnt á öllum tölum hérna. KR-ingar skoruðu síðustu stig hálfleiksins og leiða 43-41. Hjá KR-ingum eru Dejan Sencanski og Finnur Atli búnir að spila vel. Hjá Þórsurum er Grétar Ingi Erlendsson að spila frábærlega og er kominn með 13 stig. Darrin Gowens er með 15.18.mín: Dejan Sencanski, leikmaður KR er búinn að vera öflugur á síðustu mínútum og er kominn með 5 stig í röð. Þórsarar voru rétt í þessu að svara því með því að negla niður þrist. Það er jafnt á öllum tölum hérna. Staðan er 36-3615.mín: Liðin skiptast á að vera með forystuna hérna. Þórsarar var aftur komnir í forystu en KR-ingar voru rétt í þessu að setja niður þrist. Staðan er þvi 33-32, KR-ingum í vil.12.mín: KR-ingar eru komnir með forystuna aftur. Hafa skorað fyrstu fjögur stig leikhlutans. Staðan er 28-27.10. mín: Fyrsta leikhluta er lokið. KR-ingar hafa bætt leik sinn töluvert og náðu forystu þegar rúmlega ein mínúta var eftir af leikhlutanum. Þórsarar svöruðu því af krafti og eru þeir aftur komnir í forystu. Þetta er gríðarlega spennandi hérna í Vesturbænum. Finnur Atli Magnússon hefur byrjað leikinn virkilega vel fyrir KR-inga en hann er með ellefu stig í fyrsta leikhluta. Hjá Þór hafa Grétar Ingi Erlendsson og Darrin Gowens borið uppi sóknina. Gowens er kominn með fimmtán stig og er að fara hamförum. Þór leiðir því eftir fyrsta leikhluta 24-27.7.mín: KR-ingar eru aðeins að taka við sér. Það er mikið jafnræði með liðunum hérna á upphafsmínútunum. Staðan er 18-19.5.mín: Staðan er 11-15. Þórsarar eru að byrja þennan leik virkilega vel og eru að nýta skotin sín. Darrin Govens er kominn með sjö stig fyrir Þórsara. KR-ingar taka leikhlé.3 mín: Staðan er 7-9. Liðin eru að hitta vel hérna í byrjun. Finnur Atli Magnússon skoraði fyrstu fimm stig KR-inga. Þór var rétt í þessu að hitta og fá vítaskot að auki, sem þeir klikkuðu á.Fyrir leik: NBA-lagið hljómar hérna. Þetta er almennilegt. Leikurinn er að byrja.Fyrir leik: Kynningar leikmanna í gangi. Það er hörkustemmning hérna í höllinni. Þess ber að geta að sigurvegarinn í þessu einvígi þarf að vinna þrjá leiki en ekki tvo eins og í átta liða úrslitunum. Þetta gæti því mögulega farið í fimm leiki, sem er bara gaman.Fyrir leik: Leikurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að hinn frábæri fyrrum þjálfari KR-inga, er mættur aftur í Vesturbæinn, nú sem þjálfari Þórs í Þorlákshöfn. Fimm mínútur í leik.Fyrir leik: Mikið af fólki á vegum Þórs mætt í Vesturbæinn. Græni drekinn er mættur á svæðið og gott ef Miðjan er ekki einnig búin að heiðra okkur með nærveru sinni - það er nú komin úrslitakeppni.Fyrir leik: KR-ingar unnu sína viðureign í 8 liða úrslitunum örugglega 2-0 gegn Tindastól. Nýliðar Þórs í Þorlákshöfn þurftu að hafa aðeins meira fyrir hlutunum en þeir unnu Snæfell í oddaleik. Þetta verður hörkufjör.Fyrir leik: Tæplega korter í leik og stúkurnar eru að fyllast hérna í DHL-höllinni. KR-ingar kunna alveg að halda heimaleik í úrslitakeppni, alvöru.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum