Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2012 15:04 Svavar Vignisson. Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Svavar er þess utan alls ekki sáttur við það hvernig eftirlitsdómari leiksins, Kjartan Steinbach, tók á málinu. "Viðkomandi dómari var ekki fullur og ég sagði það aldrei. Það var engu að síður áfengislykt af öðrum þeirra. Ég bakka ekkert með það og get ekki látið bjóða mér þetta," sagði Svavar ákveðinn. "Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð HSÍ sem hafa verið takmörkuð. Ég hafði samband við HSÍ strax eftir leik og lét þá vita að ég hefði verið með alvarlegar ásakanir eftir leik og bað þá um að athuga þetta. Ég er mjög vandur af virðingu minni og legg bæði orðspor mitt og virðingu undir þessi orð. Mér fannst allt of lítið gert til að staðfesta þessi orð mín og eftir stend ég með orðin tóm. "Kjartan sagðist hafa farið niður í klefa til dómara og rætt við þá eftir leikinn. Hann sagðist þá ekki hafa fundið neina lykt. Ég spurði þá hvort hann hefði látið dómarana blása framan í sig. Það gerði hann ekki og það er ég mjög ósáttur við. Þetta voru það alvarlegar ásakanir hjá mér að þetta mál hefði þurft að klára á staðnum. "Ég bað Kjartan því um að koma með mér í klefann þar sem viðkomandi dómari myndi blása framan í okkur báða því ég vildi fá þetta staðfest. Þá sagði hann að dómarinn væri farinn úr húsinu. Ég bað Kjartan um að hringja í hann og biðja hann að koma til baka. Kjartan sagðist þá ekki verið með símanúmerið hans. Þar með komst málið ekki lengra en ég stend samt við mín orð." Svavar er lögreglumaður og forvarnarfulltrúi í Vestmannaeyjum og segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika orða sinna. "Fólk hér í Eyjum veit að ég bulla ekki með svona. Ég er búinn að vera í lögreglunni lengi og veit hvað það er að bera rangar sakargiftir á fólk. Það er ég ekki að gera. Mér finnst grátlegt að þetta mál hafi ekki verið unnið á faglegri hátt." Oddaleikur ÍBV og Gróttu fer fram í Eyjum í kvöld og þann leik mun eitt besta dómarapar landsins - Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson - dæma. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Svavar er þess utan alls ekki sáttur við það hvernig eftirlitsdómari leiksins, Kjartan Steinbach, tók á málinu. "Viðkomandi dómari var ekki fullur og ég sagði það aldrei. Það var engu að síður áfengislykt af öðrum þeirra. Ég bakka ekkert með það og get ekki látið bjóða mér þetta," sagði Svavar ákveðinn. "Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð HSÍ sem hafa verið takmörkuð. Ég hafði samband við HSÍ strax eftir leik og lét þá vita að ég hefði verið með alvarlegar ásakanir eftir leik og bað þá um að athuga þetta. Ég er mjög vandur af virðingu minni og legg bæði orðspor mitt og virðingu undir þessi orð. Mér fannst allt of lítið gert til að staðfesta þessi orð mín og eftir stend ég með orðin tóm. "Kjartan sagðist hafa farið niður í klefa til dómara og rætt við þá eftir leikinn. Hann sagðist þá ekki hafa fundið neina lykt. Ég spurði þá hvort hann hefði látið dómarana blása framan í sig. Það gerði hann ekki og það er ég mjög ósáttur við. Þetta voru það alvarlegar ásakanir hjá mér að þetta mál hefði þurft að klára á staðnum. "Ég bað Kjartan því um að koma með mér í klefann þar sem viðkomandi dómari myndi blása framan í okkur báða því ég vildi fá þetta staðfest. Þá sagði hann að dómarinn væri farinn úr húsinu. Ég bað Kjartan um að hringja í hann og biðja hann að koma til baka. Kjartan sagðist þá ekki verið með símanúmerið hans. Þar með komst málið ekki lengra en ég stend samt við mín orð." Svavar er lögreglumaður og forvarnarfulltrúi í Vestmannaeyjum og segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika orða sinna. "Fólk hér í Eyjum veit að ég bulla ekki með svona. Ég er búinn að vera í lögreglunni lengi og veit hvað það er að bera rangar sakargiftir á fólk. Það er ég ekki að gera. Mér finnst grátlegt að þetta mál hafi ekki verið unnið á faglegri hátt." Oddaleikur ÍBV og Gróttu fer fram í Eyjum í kvöld og þann leik mun eitt besta dómarapar landsins - Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson - dæma.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00
Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50