Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan | Grindavík er 2-1 yfir Guðmundur Marinó Ingvarsson í Röstinni skrifar 16. apríl 2012 18:30 Mynd/Daníel Stjarnan gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Grindavík á útivelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld 82-65. Grindavík leiðir einvígið 2-1 en liðin mætast í fjórða sinn á fimmtudaginn í Garðabæ. Það var umfram annað frábær varnarleikur sem lagði grunninn að sigri Stjörnunnar auk þess sem liðið lék vel í sókninni. Stjarnan var með rétt yfir 50% skotnýtingu bæði úr tveggja og þriggja stiga skotum en Grindavík náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum. Heimamenn hittu úr 39% tveggja stiga skota sinna og nýttu aðeins 5 af 27 þriggja stiga skotum sínum en liðið neyddist oft á tíðum til að taka skot langt utan af velli þar sem ekkert gekk hjá liðinu inni í teig. Stjarnan var 12 stigum yfir í hálfleik 46-34 en úrslitin réðust í þriðja leikhluta þegar Stjarnan hélt Grindavík í 11 stigum. Þrátt fyrir að munurinn færi yfir 20 stig léku liðin lengi á byrjunarliðsmönnum og Grindavík reyndi að pressa og vinna boltann framarlega á vellinum en Stjarnan hélt haus og sigldi sigrinum örugglega í höfn. Fimm leikmenn Stjörnunnar skoruðu 12 stig eða meira en Jovan Zdravevski skoraði 18 stig en hann hitti frábærlega í leiknum. Justin Shouse skoraði 16 stig, Keith Cothran og Renato Lindmets 14 stig hvor og Marvin Valdimarsson skoraði 12 auk þess að taka 11 fráköst. Hjá Grindavík var Þorleifur Ólafsson stigahæstur með 16 stig, J´Nathan Bullock skoraði 12 og Giordan Watson 9.Grindavík-Stjarnan 65-82 (17-21, 17-25, 11-20, 20-16)Grindavík: Þorleifur Ólafsson 16/4 fráköst/6 stolnir, J'Nathan Bullock 12/6 fráköst, Giordan Watson 9/7 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 6/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 5, Ólafur Ólafsson 5, Ryan Pettinella 5/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 18/5 fráköst, Justin Shouse 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 14/9 fráköst, Keith Cothran 14, Marvin Valdimarsson 12/11 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 6, Guðjón Lárusson 2. Teitur: Þurfum að fara heim og jafnaMynd/Daníel"Þessi leikur var rökrétt framhald af fyrri leikjunum, við erum á uppleið. Við erum að verða betri og við hefðum getað, ekki einu sinni með heppni, verið á leið á heimavöll 2-1 yfir en það varð ekki og við þurfum að fara heim og jafna seríuna," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. "Við vitum hvaða vinnu þetta kostar. Það er frábær karakter og barátta í liðinu, hún er til fyrirmyndar og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik," sagði Teitur sem sagði ástæðuna fyrir sigrinum einfalda. "Við fórum að hitta úr opnum skotum. Við breytum aðeins leikskipulaginu okkar, þeir voru búnir að svindla aðeins, skáta okkur full mikið og það náðum við að fara í gegnum." "Ég hef engar áhyggjuar af vörninni. Vörnin og baráttan er til staðar og það heldur okkur inni í leikjunum og þegar við leikum sóknina betur þá erum við flottir," sagði Teitur en Stjarnan fékk opin skot fyrir utan í kjölfarið að liðið sótti af miklum krafti inn í teig strax frá byrjun leiks. "Við náðum að sækja vel á körfuna, þeir eru breiðir Grindvíkingarnir en þeir eru ekkert rosalega stórir," sagði Teitur sem segir það ekkert hjálpa sínu liði að hafa unnið eins stórt og raun bar vitni. "Ég hef tekið þátt í svo mörgum úrslitakeppnum. Ég man eftir því þegar Njarðvík og Keflavík voru að vinna með 30 til 40 stiga mun og það voru stundum 60 til 70 stiga sveiflur á milli leikja. Það skiptir engu máli. Þetta var einn sigur, við minnkuðum muninn og nú þurfum við að fara heim og jafna þetta. Helgi Jónas: Hallar verulega á okkar stóru mennMynd/Daníel"Það er mjög súrt að menn mæta ekki tilbúnir í leiki. Við erum á heimavelli í úrslitakeppni og getum klárað þetta og menn mæta með skottið á milli lappanna eins og litlar smástelpur, drullu hræddir," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari deildarmeistara Grindavíkur í leikslok. "Það sýndi sig að þegar þeir tóku á okkur, brotnuðum við og fórum inn í einhverja skel." "Við hittum mjög illa í tveggja stiga skotum og ég vil meina að við eigum að fá meira undir körfunni þar sem mér finnst Bullock vera hálfpartinn lagður í einelti. Ég var mjög ósáttur við sum atriði hér í kvöld en þeir dæma leikinn," sagði Helgi Jónas sem lét dómarana ítrekað heyra það á meðan leik stóð, vægast sagt ósáttur. "Dómgæslan kláraði ekki þennan leik fyrir okkur því hugarfarið var ekki gott til að byrja með en mér finnst halla verulega á okkar mann númer 11 og okkar stóru menn," sagði Helgi. "Ef við notum þetta ekki sem mótiveringu þá er eitthvað mikið að. Ég set það sem skilyrði að menn mæti brjálaðir í Garðabæinn og gefi ekkert eftir þar og klári þetta einvígi," sagði Helgi Jónas að lokum. Leik lokið | Grindavík - Stjarnan 65-82Mynd/Daníel39. mínúta 63-82 Stjörnumenn syngja hátt og snjallt á pöllunum.38. mínúta 59-82. Það hefur verið ótrúlega mikið af byrjunarliðsmönnum inni á vellinum þó úrslitin séu í raun fyrir löngu ráðin.37. mínúta 58-78 Grindavík er að reyna, pressa og berjast en það er ekki nóg.35. mínúta 53-77 Stjarnan er að sigla þessu heim.34. mínúta 53-73 Ómar Örn Sævarsson skorar fjögur stig í röð. Grindavík reynir að pressa að Stjarnan nær að leysa það vel.32. mínúta 49-73 Það gengur ekkert hjá heimamönnum, stela boltanum en kasta honum strax frá sér sem skilar sér í auðveldu sniðskoti.31. mínúta 45-69 Zdravevski byrjar fjórða leikhluta með þrist, hann hefur verið funheitur í leiknum.Þriðja leikhluta lokið | Grindavík - Stjarnan 45-66 Það bendir allt til þess að einvígið fari aftur í Silfurskeiðina.29. mínúta 43-66 Fjórir leikmenn Stjörnunnar komnir með 10 stig eða meira, bara einn Grindvíkingur hefur afrekað það, Bullock með 11 stig.28. mínúta 43-64 Shouse með þrist, kominn í 16 stig.27. mínúta 39-59 Stjarnan komin með 20 stiga forystu. Það fellur allt með gestunum úr Garðabæ.27. mínúta 39-57 Bullock setti niður annað vítið af tveimur, Grindavík með fimm stig á tæplega sjö mínútum í seinni hálfleik.27. mínúta 38-57 Stjarnan var ekki lengi að slökkva í Grindvíkingum á ný. Hertu vörnina og fengu tvær góðar körfur.25. mínúta 38-52 Pettinella með alvöru troðslu og kveikir í húsinu, spurning hvort Grindavík nái að nýta sér það og minnka muninn fyrir fjórða leikhluta.25. mínúta 36-52 Tæknivilla á Helga Jónas sem hefur verið ósáttur við flesta dóma leiksins. Shouse setur bæði vítin niður.24. mínúta 36-50 Bullock er mættur til leiks, troðsla.24. mínúta 34-50 Grindavík á enn eftir að skora í seinni hálfleik.22. mínúta 34-48 Cothran skorar fyrstu stig seinni hálfleik og Sigurði skipt útaf eftir eina og hálfa mínútu. Hann er með þrjár villur líkt og í hálfleik.21. mínúta 34-46 Sigurður Þorsteinsson spilaði lítið í fyrri hálfleik vegna villuvandræða en Grindavík reynar að nýta nærveru hans í teignum og búa sér til pláss.Seinni hálfleikur hafinn.Hálfleikur Stjarnan er mætt til að berjast fyrir lífi sínu en Grindvíkingar hafa ekki fundið sig. Heimamenn hafa átt í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur nálægt körfunni á sama tíma og Stjönunni hefur tekist vel til undir körfunni og á sama tíma opnar fyrir skyttur sínar sem hafa ekki brugðist. Justin Shouse er stigahæstur Stjörnunnar með 11 stig og Marvin Valdimarsson og Keith Cothran hafa skorað 8 stig hvor. Hjá Grindavík eru Giordan Watson og Þorleifur Ólafsson sitgahæstir með 7 stig. J´Nathan Bullock hefur skorað 6 stig.Hálfleikur | Grindavík - Stjarnan 34-4620. mínúta 34-46 Marvin með þrist og Grindavík á síðustu sóknina í fyrri hálfleik.19. mínúta 34-41 Þorleifur Ólafsson brýtur ísinn með þriggja stiga körfu eftir nokkrar vandræðalegar sóknir hjá liðunum.18. mínúta 31-41 Grindavík er að reyna að koma Bullock inn í leikinn en hann finnur sig ekki, er með 6 stig og 3 fráköst.17. mínúta 31-41 Liðin skiptust á þriggja stiga körfum áður en Marvin kom Stjörnunni tíu stigum yfir úr hraðaupphlaupi. Stjarnan að spila skínandi vel.16. mínúta 28-36 7-0 sprettur hjá Stjörnunni og munurinn kominn í átta stig.16. mínúta 28-34 Zdravevski með þrist, hans fyrstu stig í leiknum.15. mínúta 26-31 Cothran skorar eftir hraðaupphlaup, hann er kominn með 8 stig.14 mínúta 26-29 Mun meiri ákefð í leik Grindavíkur sem hafa svarað 6-0 sprett Stjörnunnar.13. mínúta 22-29 Helgi Jónas teiknar upp kerfi sem endar með góðu færi fyrir Pál Axel sem hittir. Stjarnan tapar boltanum svo í næstu sókn á eftir.13. mínúta 20-29 6-0 sprettur hjá gestunum og Helgi Jónas tekur leikhlé. Grindavík hefur þurft að sætta sig við erfið þriggja stiga skot í síðustu sóknum og þurfa að finna leið nær körfunni.12. mínúta 20-27 Stjarnan heldur uppteknum hætti og sækir að körfunni að krafti með góðum árangri.11. mínúta 20-21 Grindavík byrjar annan leikhluta á að setja niður þrist. Páll Axel þar að verki.Fyrsta leikhluta lokið | Grindavík - Stjarnan 17-21 Bráð fjörugur fyrsti leikhluti að baki og Stjarnan fjórum stigum yfir. Öflugur varnarleikur liðsins lagði grunninn að því en Grindavík hefur átt í vandræðum með að búa sér til pláss nærri körfunni.9. mínúta 15-19 Óíþróttamannsleg villa á Ólaf Ólafsson og Stjarnan nær fjögurra stiga forystu.8. mínúta 15-16 Það er efnt til veislu hér í Röstinni. Mikil barátta, flott tilþrif og allt undir.7. mínúta 11-13 Cothran kemur Stjörnunni yfir í fyrsta sinn.5. mínúta 9-9 Jafnt og allt í járnum.4. mínúta 9-7 Sóknir liðanna komnar í betra jafnvægi og liðin að fá betri skot. 3. mínúta 4-3 Stjarnan sækir af krafti inn í teig og fær aftur 2 vítaskot. Lindmets nýtir þau.2. mínúta 4-1 Marvin kemur Stjörnunni á blað úr vítaskoti en Sigurður svarar með góðri körfu en nýtir ekki vítið að auki.2. mínúta 2-0 Þriðja sóknin og þriðji tapaði boltann. Á móti hefur lítið gengið hjá Grindavík í sínum sóknarleik.1. mínúta 2-0 Gestirnir virka taugastrektir, með tvo tapaða bolta í tveimur fyrstu sóknunum.1. mínúta 2-0 Watson með fyrstu stig leiksins..Leikur hafinn Grindavík vinnur uppkastið.Fyrir leik Grindavík vann öruggan sigur í fyrsta leik liðanna hérna í Röstinni 83-74 en öllu meiri spenna var í Silfurskeiðnni þar sem Grindavík vann þriggja stiga sigur 71-68.Fyrir leik Það er farið að styttast í að leikurinn hefjist og eru áhorfendur byrjaðir að styðja vel við liðin. Það má búast við miklum hávaða hér í Röstinni í kvöld.Fyrir leik Bæði lið eru búin að fara inn í klefa til að rífa stemminguna upp og var vel tekið á móti heimamönnum þegar þeir komu út á golf enda þétt setið meðal heimamanna í stúkunni en enn er pláss fyrir fulla rútu af Garðbæingum.Fyrir leik Grindavík hefur unnið alla fjóra leiki liðanna á tímabilinu. Báða leikina í deildarkeppninni og tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu.Fyrir leik Fannar Freyr Helgason fyrirliði Stjörnunnar tekur út seinni leik sinn í leikbanni og er það undir liðsfélögum hans komið að hann sé ekki kominn í sumarfrí.Fyrir leik Heimamenn í Grindavík ætla sér að taka upp sópinn og tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Stjarnan er komin með bakið upp að vegg og þarf að sigra til að trggja sér fjórða leikinn í Silfurskeiðinni.Fyrir leik Stjarnan fær úthlutað vænum plássi í stúkunni en enn er nóg af lausum sætum þar á sama tíma og allt er að verða fullt í sætum heimamanna.Fyrir leik Liðin er mætt út á völl að hita sig upp á sama tíma og húsið fyllist þó enn séu 20 mínútur til leiks. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Grindavík á útivelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld 82-65. Grindavík leiðir einvígið 2-1 en liðin mætast í fjórða sinn á fimmtudaginn í Garðabæ. Það var umfram annað frábær varnarleikur sem lagði grunninn að sigri Stjörnunnar auk þess sem liðið lék vel í sókninni. Stjarnan var með rétt yfir 50% skotnýtingu bæði úr tveggja og þriggja stiga skotum en Grindavík náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum. Heimamenn hittu úr 39% tveggja stiga skota sinna og nýttu aðeins 5 af 27 þriggja stiga skotum sínum en liðið neyddist oft á tíðum til að taka skot langt utan af velli þar sem ekkert gekk hjá liðinu inni í teig. Stjarnan var 12 stigum yfir í hálfleik 46-34 en úrslitin réðust í þriðja leikhluta þegar Stjarnan hélt Grindavík í 11 stigum. Þrátt fyrir að munurinn færi yfir 20 stig léku liðin lengi á byrjunarliðsmönnum og Grindavík reyndi að pressa og vinna boltann framarlega á vellinum en Stjarnan hélt haus og sigldi sigrinum örugglega í höfn. Fimm leikmenn Stjörnunnar skoruðu 12 stig eða meira en Jovan Zdravevski skoraði 18 stig en hann hitti frábærlega í leiknum. Justin Shouse skoraði 16 stig, Keith Cothran og Renato Lindmets 14 stig hvor og Marvin Valdimarsson skoraði 12 auk þess að taka 11 fráköst. Hjá Grindavík var Þorleifur Ólafsson stigahæstur með 16 stig, J´Nathan Bullock skoraði 12 og Giordan Watson 9.Grindavík-Stjarnan 65-82 (17-21, 17-25, 11-20, 20-16)Grindavík: Þorleifur Ólafsson 16/4 fráköst/6 stolnir, J'Nathan Bullock 12/6 fráköst, Giordan Watson 9/7 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 6/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 5, Ólafur Ólafsson 5, Ryan Pettinella 5/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 18/5 fráköst, Justin Shouse 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 14/9 fráköst, Keith Cothran 14, Marvin Valdimarsson 12/11 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 6, Guðjón Lárusson 2. Teitur: Þurfum að fara heim og jafnaMynd/Daníel"Þessi leikur var rökrétt framhald af fyrri leikjunum, við erum á uppleið. Við erum að verða betri og við hefðum getað, ekki einu sinni með heppni, verið á leið á heimavöll 2-1 yfir en það varð ekki og við þurfum að fara heim og jafna seríuna," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. "Við vitum hvaða vinnu þetta kostar. Það er frábær karakter og barátta í liðinu, hún er til fyrirmyndar og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik," sagði Teitur sem sagði ástæðuna fyrir sigrinum einfalda. "Við fórum að hitta úr opnum skotum. Við breytum aðeins leikskipulaginu okkar, þeir voru búnir að svindla aðeins, skáta okkur full mikið og það náðum við að fara í gegnum." "Ég hef engar áhyggjuar af vörninni. Vörnin og baráttan er til staðar og það heldur okkur inni í leikjunum og þegar við leikum sóknina betur þá erum við flottir," sagði Teitur en Stjarnan fékk opin skot fyrir utan í kjölfarið að liðið sótti af miklum krafti inn í teig strax frá byrjun leiks. "Við náðum að sækja vel á körfuna, þeir eru breiðir Grindvíkingarnir en þeir eru ekkert rosalega stórir," sagði Teitur sem segir það ekkert hjálpa sínu liði að hafa unnið eins stórt og raun bar vitni. "Ég hef tekið þátt í svo mörgum úrslitakeppnum. Ég man eftir því þegar Njarðvík og Keflavík voru að vinna með 30 til 40 stiga mun og það voru stundum 60 til 70 stiga sveiflur á milli leikja. Það skiptir engu máli. Þetta var einn sigur, við minnkuðum muninn og nú þurfum við að fara heim og jafna þetta. Helgi Jónas: Hallar verulega á okkar stóru mennMynd/Daníel"Það er mjög súrt að menn mæta ekki tilbúnir í leiki. Við erum á heimavelli í úrslitakeppni og getum klárað þetta og menn mæta með skottið á milli lappanna eins og litlar smástelpur, drullu hræddir," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari deildarmeistara Grindavíkur í leikslok. "Það sýndi sig að þegar þeir tóku á okkur, brotnuðum við og fórum inn í einhverja skel." "Við hittum mjög illa í tveggja stiga skotum og ég vil meina að við eigum að fá meira undir körfunni þar sem mér finnst Bullock vera hálfpartinn lagður í einelti. Ég var mjög ósáttur við sum atriði hér í kvöld en þeir dæma leikinn," sagði Helgi Jónas sem lét dómarana ítrekað heyra það á meðan leik stóð, vægast sagt ósáttur. "Dómgæslan kláraði ekki þennan leik fyrir okkur því hugarfarið var ekki gott til að byrja með en mér finnst halla verulega á okkar mann númer 11 og okkar stóru menn," sagði Helgi. "Ef við notum þetta ekki sem mótiveringu þá er eitthvað mikið að. Ég set það sem skilyrði að menn mæti brjálaðir í Garðabæinn og gefi ekkert eftir þar og klári þetta einvígi," sagði Helgi Jónas að lokum. Leik lokið | Grindavík - Stjarnan 65-82Mynd/Daníel39. mínúta 63-82 Stjörnumenn syngja hátt og snjallt á pöllunum.38. mínúta 59-82. Það hefur verið ótrúlega mikið af byrjunarliðsmönnum inni á vellinum þó úrslitin séu í raun fyrir löngu ráðin.37. mínúta 58-78 Grindavík er að reyna, pressa og berjast en það er ekki nóg.35. mínúta 53-77 Stjarnan er að sigla þessu heim.34. mínúta 53-73 Ómar Örn Sævarsson skorar fjögur stig í röð. Grindavík reynir að pressa að Stjarnan nær að leysa það vel.32. mínúta 49-73 Það gengur ekkert hjá heimamönnum, stela boltanum en kasta honum strax frá sér sem skilar sér í auðveldu sniðskoti.31. mínúta 45-69 Zdravevski byrjar fjórða leikhluta með þrist, hann hefur verið funheitur í leiknum.Þriðja leikhluta lokið | Grindavík - Stjarnan 45-66 Það bendir allt til þess að einvígið fari aftur í Silfurskeiðina.29. mínúta 43-66 Fjórir leikmenn Stjörnunnar komnir með 10 stig eða meira, bara einn Grindvíkingur hefur afrekað það, Bullock með 11 stig.28. mínúta 43-64 Shouse með þrist, kominn í 16 stig.27. mínúta 39-59 Stjarnan komin með 20 stiga forystu. Það fellur allt með gestunum úr Garðabæ.27. mínúta 39-57 Bullock setti niður annað vítið af tveimur, Grindavík með fimm stig á tæplega sjö mínútum í seinni hálfleik.27. mínúta 38-57 Stjarnan var ekki lengi að slökkva í Grindvíkingum á ný. Hertu vörnina og fengu tvær góðar körfur.25. mínúta 38-52 Pettinella með alvöru troðslu og kveikir í húsinu, spurning hvort Grindavík nái að nýta sér það og minnka muninn fyrir fjórða leikhluta.25. mínúta 36-52 Tæknivilla á Helga Jónas sem hefur verið ósáttur við flesta dóma leiksins. Shouse setur bæði vítin niður.24. mínúta 36-50 Bullock er mættur til leiks, troðsla.24. mínúta 34-50 Grindavík á enn eftir að skora í seinni hálfleik.22. mínúta 34-48 Cothran skorar fyrstu stig seinni hálfleik og Sigurði skipt útaf eftir eina og hálfa mínútu. Hann er með þrjár villur líkt og í hálfleik.21. mínúta 34-46 Sigurður Þorsteinsson spilaði lítið í fyrri hálfleik vegna villuvandræða en Grindavík reynar að nýta nærveru hans í teignum og búa sér til pláss.Seinni hálfleikur hafinn.Hálfleikur Stjarnan er mætt til að berjast fyrir lífi sínu en Grindvíkingar hafa ekki fundið sig. Heimamenn hafa átt í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur nálægt körfunni á sama tíma og Stjönunni hefur tekist vel til undir körfunni og á sama tíma opnar fyrir skyttur sínar sem hafa ekki brugðist. Justin Shouse er stigahæstur Stjörnunnar með 11 stig og Marvin Valdimarsson og Keith Cothran hafa skorað 8 stig hvor. Hjá Grindavík eru Giordan Watson og Þorleifur Ólafsson sitgahæstir með 7 stig. J´Nathan Bullock hefur skorað 6 stig.Hálfleikur | Grindavík - Stjarnan 34-4620. mínúta 34-46 Marvin með þrist og Grindavík á síðustu sóknina í fyrri hálfleik.19. mínúta 34-41 Þorleifur Ólafsson brýtur ísinn með þriggja stiga körfu eftir nokkrar vandræðalegar sóknir hjá liðunum.18. mínúta 31-41 Grindavík er að reyna að koma Bullock inn í leikinn en hann finnur sig ekki, er með 6 stig og 3 fráköst.17. mínúta 31-41 Liðin skiptust á þriggja stiga körfum áður en Marvin kom Stjörnunni tíu stigum yfir úr hraðaupphlaupi. Stjarnan að spila skínandi vel.16. mínúta 28-36 7-0 sprettur hjá Stjörnunni og munurinn kominn í átta stig.16. mínúta 28-34 Zdravevski með þrist, hans fyrstu stig í leiknum.15. mínúta 26-31 Cothran skorar eftir hraðaupphlaup, hann er kominn með 8 stig.14 mínúta 26-29 Mun meiri ákefð í leik Grindavíkur sem hafa svarað 6-0 sprett Stjörnunnar.13. mínúta 22-29 Helgi Jónas teiknar upp kerfi sem endar með góðu færi fyrir Pál Axel sem hittir. Stjarnan tapar boltanum svo í næstu sókn á eftir.13. mínúta 20-29 6-0 sprettur hjá gestunum og Helgi Jónas tekur leikhlé. Grindavík hefur þurft að sætta sig við erfið þriggja stiga skot í síðustu sóknum og þurfa að finna leið nær körfunni.12. mínúta 20-27 Stjarnan heldur uppteknum hætti og sækir að körfunni að krafti með góðum árangri.11. mínúta 20-21 Grindavík byrjar annan leikhluta á að setja niður þrist. Páll Axel þar að verki.Fyrsta leikhluta lokið | Grindavík - Stjarnan 17-21 Bráð fjörugur fyrsti leikhluti að baki og Stjarnan fjórum stigum yfir. Öflugur varnarleikur liðsins lagði grunninn að því en Grindavík hefur átt í vandræðum með að búa sér til pláss nærri körfunni.9. mínúta 15-19 Óíþróttamannsleg villa á Ólaf Ólafsson og Stjarnan nær fjögurra stiga forystu.8. mínúta 15-16 Það er efnt til veislu hér í Röstinni. Mikil barátta, flott tilþrif og allt undir.7. mínúta 11-13 Cothran kemur Stjörnunni yfir í fyrsta sinn.5. mínúta 9-9 Jafnt og allt í járnum.4. mínúta 9-7 Sóknir liðanna komnar í betra jafnvægi og liðin að fá betri skot. 3. mínúta 4-3 Stjarnan sækir af krafti inn í teig og fær aftur 2 vítaskot. Lindmets nýtir þau.2. mínúta 4-1 Marvin kemur Stjörnunni á blað úr vítaskoti en Sigurður svarar með góðri körfu en nýtir ekki vítið að auki.2. mínúta 2-0 Þriðja sóknin og þriðji tapaði boltann. Á móti hefur lítið gengið hjá Grindavík í sínum sóknarleik.1. mínúta 2-0 Gestirnir virka taugastrektir, með tvo tapaða bolta í tveimur fyrstu sóknunum.1. mínúta 2-0 Watson með fyrstu stig leiksins..Leikur hafinn Grindavík vinnur uppkastið.Fyrir leik Grindavík vann öruggan sigur í fyrsta leik liðanna hérna í Röstinni 83-74 en öllu meiri spenna var í Silfurskeiðnni þar sem Grindavík vann þriggja stiga sigur 71-68.Fyrir leik Það er farið að styttast í að leikurinn hefjist og eru áhorfendur byrjaðir að styðja vel við liðin. Það má búast við miklum hávaða hér í Röstinni í kvöld.Fyrir leik Bæði lið eru búin að fara inn í klefa til að rífa stemminguna upp og var vel tekið á móti heimamönnum þegar þeir komu út á golf enda þétt setið meðal heimamanna í stúkunni en enn er pláss fyrir fulla rútu af Garðbæingum.Fyrir leik Grindavík hefur unnið alla fjóra leiki liðanna á tímabilinu. Báða leikina í deildarkeppninni og tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu.Fyrir leik Fannar Freyr Helgason fyrirliði Stjörnunnar tekur út seinni leik sinn í leikbanni og er það undir liðsfélögum hans komið að hann sé ekki kominn í sumarfrí.Fyrir leik Heimamenn í Grindavík ætla sér að taka upp sópinn og tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Stjarnan er komin með bakið upp að vegg og þarf að sigra til að trggja sér fjórða leikinn í Silfurskeiðinni.Fyrir leik Stjarnan fær úthlutað vænum plássi í stúkunni en enn er nóg af lausum sætum þar á sama tíma og allt er að verða fullt í sætum heimamanna.Fyrir leik Liðin er mætt út á völl að hita sig upp á sama tíma og húsið fyllist þó enn séu 20 mínútur til leiks.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira