Er að upplifa draumaverkefnið 13. apríl 2012 13:00 Helgu gengur vel að sameina ferilinn og móðurhlutverkið og á nú von á sínu þriðja barni. Hver er konan? Helga ÓlafsdóttirStarf? Hanna Ígló barnafötin, rek fyrirtækið ásamt fleirum og er einn af eigendum Ígló barnafatamerkis.Bakgrunnur/menntun? Lærði fatahönnun í Kaupmannahöfn og London. Vann sem hönnuður hjá Nikita, All Saints og Ilse Jacobsen.Lá það alltaf fyrir að fara þessa leiðina í lífinu? Já og nei, ég saumaði og prjónaði mikið sem barn með ömmum mínum og mömmu. Ég hafði mikinn áhuga á stærðfræði í menntaskóla en eftir hann vildi ég fara að gera eitthvað allt annað. Eftir stúdentspróf skráði ég mig í fatahönnun, japönsku eða fjölmiðlafræði. Fatahönnunin var mitt fyrsta val og ég komst inn í fatahönnunarskólann sem ég hafði sótt um og ákvað láta slag standa.Hvenær og hvað varð til þess að Ígló varð til? Ég var búin að hanna kvenfatnað í tíu ár og langaði að breyta til. Ég byrjaði að teikna barnaföt í fæðingarorlofi þegar ég eignaðist strák, mér fannst svo lítið til af flottum og þægilegum strákafötum. Þremur árum seinna var Ígló stofnað. Núna er Ígló tæplega 3 ára með 6 starfsmenn og selur fatnað á börn á aldrinum 0-11 ára í sex löndum.Hvernig gengur að vera fatahönnuður og sinna öllu sem því fylgir og að reka verslun á sama tíma? Það gengur stórvel, það er frábært fólk að vinna hjá Ígló og alltaf nóg að gerast. Það var mikilvægt skref fyrir Ígló að opna sína eigin verslun á Laugavegi, þar sem öll línan er í boði.Hver er hápunktur ferilsins hingað til? Að sjá Ígló vaxa og þroskast. Áttu þér draumaverkefni? Ígló er draumaverkefnið mitt.Hvernig gengur að samtvinna ferilinn og móðurhlutverkið? Það gengur mjög vel, ég á mjög skilningsríkan mann, tvö yndisleg börn og þriðja á leiðinni. Fjölskyldan hefur alltaf hjálpað til og ég spyr börnin mín oft álits varðandi hönnunina og þau koma oft með bestu hugmyndirnar.Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að vinna? Á veturna vil ég helst komast á skíði sem oftast. Annars finnst mér ekkert betra en að eyða tímanum með fjölskyldunni og góðum vinum.Hvert er þitt mottó í lífinu? Lifa lífinu á meðan ég er lifandi.https://www.iglokids.com/is Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Hver er konan? Helga ÓlafsdóttirStarf? Hanna Ígló barnafötin, rek fyrirtækið ásamt fleirum og er einn af eigendum Ígló barnafatamerkis.Bakgrunnur/menntun? Lærði fatahönnun í Kaupmannahöfn og London. Vann sem hönnuður hjá Nikita, All Saints og Ilse Jacobsen.Lá það alltaf fyrir að fara þessa leiðina í lífinu? Já og nei, ég saumaði og prjónaði mikið sem barn með ömmum mínum og mömmu. Ég hafði mikinn áhuga á stærðfræði í menntaskóla en eftir hann vildi ég fara að gera eitthvað allt annað. Eftir stúdentspróf skráði ég mig í fatahönnun, japönsku eða fjölmiðlafræði. Fatahönnunin var mitt fyrsta val og ég komst inn í fatahönnunarskólann sem ég hafði sótt um og ákvað láta slag standa.Hvenær og hvað varð til þess að Ígló varð til? Ég var búin að hanna kvenfatnað í tíu ár og langaði að breyta til. Ég byrjaði að teikna barnaföt í fæðingarorlofi þegar ég eignaðist strák, mér fannst svo lítið til af flottum og þægilegum strákafötum. Þremur árum seinna var Ígló stofnað. Núna er Ígló tæplega 3 ára með 6 starfsmenn og selur fatnað á börn á aldrinum 0-11 ára í sex löndum.Hvernig gengur að vera fatahönnuður og sinna öllu sem því fylgir og að reka verslun á sama tíma? Það gengur stórvel, það er frábært fólk að vinna hjá Ígló og alltaf nóg að gerast. Það var mikilvægt skref fyrir Ígló að opna sína eigin verslun á Laugavegi, þar sem öll línan er í boði.Hver er hápunktur ferilsins hingað til? Að sjá Ígló vaxa og þroskast. Áttu þér draumaverkefni? Ígló er draumaverkefnið mitt.Hvernig gengur að samtvinna ferilinn og móðurhlutverkið? Það gengur mjög vel, ég á mjög skilningsríkan mann, tvö yndisleg börn og þriðja á leiðinni. Fjölskyldan hefur alltaf hjálpað til og ég spyr börnin mín oft álits varðandi hönnunina og þau koma oft með bestu hugmyndirnar.Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að vinna? Á veturna vil ég helst komast á skíði sem oftast. Annars finnst mér ekkert betra en að eyða tímanum með fjölskyldunni og góðum vinum.Hvert er þitt mottó í lífinu? Lifa lífinu á meðan ég er lifandi.https://www.iglokids.com/is
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira