Lífið

Spennandi hönnunarsýning í Ráðhúsinu um helgina

Þórdís Jóhannesdóttir Wathne  og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir  eru á meðal fjölda hönnuða á sýningunni í Ráðhúsinu um helgina.
Þórdís Jóhannesdóttir Wathne og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir eru á meðal fjölda hönnuða á sýningunni í Ráðhúsinu um helgina. myndir/365 miðlar
Stórglæsileg sýning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun fer nú fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og lýkur á mánudag 7. maí. Þetta er í sjöunda sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð en í fyrsta sinn að vori til.

Það er óhætt að segja að sýningunni hafi verið vel tekið undanfarin ár og hefur aðsóknin verið mjög mikil. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun.

Það eru listamennirnir sjálfir sem kynna vörur sínar. Gróskan og fjölbreytnin er mikil sem fyrr og að þessu sinni sýna 44 aðilar verk sín.

Meðal þeirra eru Þórdís Jóhannesdóttir Wathne með Spunadís og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir með hönnun sína Svartfugl.

Handverk og hönnun á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.