Íslenski boltinn

KR og Breiðablik verða Íslandsmeistarar í haust

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar verja titilinn ef marka má spánna.
KR-ingar verja titilinn ef marka má spánna. Mynd/Daníel
KR og Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deildum karla og kvenna á árlegum Kynningarfundi fyrir úrvalsdeildirnar. Bæði liðin tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum á dögunum og hafa verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu.

KR-ingar fá mesta samkeppni frá FH, Fram og Stjörnunni en Keflavík og Selfoss er spáð falli í 1. deild í haust.

Blikakonur fá mesta samkeppni frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar og Val en Afturelding og Selfoss verða í neðstu sætunum hjá konunum ef marka má þessa spá.

Selfyssingar koma ekki vel út úr spánni því báðum liðum félagsins er spáð neðsta sætinu.

Spá fyrir Pepsi-deild karla:

1. KR

2. FH

3. Fram

4. Stjarnan

5. Valur

6. ÍA

7. ÍBV

8. Breiðablik

9. Grindavík

10. Fylkir

11. Keflavík

12. Selfoss

Spá fyrir Pepsi-deild kvenna:

1. Breiðablik

2. Stjarnan

3. Valur

4. ÍBV

5. Þór/KA

6. Fylkir

7. FH

8. KR

9. Afturelding

10. Selfoss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×