Íslenski boltinn

Nýliðar FH skelltu Eyjastúlkum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/HAG
Óvænt úrslit áttu sér stað í Pepsi-deild kvenna en þá gerðu FH-ingar sér lítið fyrir og unnu 4-1 sigur á ÍBV.

Eyjamenn byrjuðu mótið með því að leggja bikarmeistara Vals í fyrstu umferðinni og því flestir sem bjuggust við sigri ÍBV í kvöld.

Annað kom á daginn. Sigrún Ella Einarsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir komu FH í 2-0 í fyrri hálfleik og þær Bryndís Jóhannesdóttir og Aldís Kara bættu við tveimur í viðbót á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði að minnka muninn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma en sigur FH-inga var öruggur, eins og gefur að skilja.

FH gerði jafntefli gegn Aftureldingu í fyrstu umferðinni og er því komið með fjögur stig.

Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×