Kosningabarátta Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hófst í gær. Opnuð var kosningaskrifstofa, vefurinn olafurogdorrit.is og teknar í notkun Facebook-síður bæði fyrir Ólaf og konu hans Dorrit Moussaieff.
Dorrit segist á síðunni vera að kynnast Facebook og setti inn í sinni annarri færslu kveðju til mæðra í tilefni mæðradagsins. „Besti staðurinn í heiminum til að vera barn er á Íslandi. Besti staðurinn í heiminum til að vera móðir er á Íslandi," segir hún þar.
Facebook-síður þeirra hjóna voru báðar opnaðar í gær. Í hádeginu í dag höfðu um 1000 skráð sig á síðu Ólafs, en um 1900 á síðu Dorritar.
Dorrit segist á síðunni vera að kynnast Facebook og setti inn í sinni annarri færslu kveðju til mæðra í tilefni mæðradagsins. „Besti staðurinn í heiminum til að vera barn er á Íslandi. Besti staðurinn í heiminum til að vera móðir er á Íslandi," segir hún þar.
Facebook-síður þeirra hjóna voru báðar opnaðar í gær. Í hádeginu í dag höfðu um 1000 skráð sig á síðu Ólafs, en um 1900 á síðu Dorritar.