Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að frekari þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Reykjavík, sé mikilvægt hagsmunamál fyrir Íslendinga alla og að hún sé ekki „innistæðulaus frasi" stjórnmálamanna. Þar horfir hann ekki síst til uppbyggingar íbúabyggðar í Skeifunni, sem sé rökrétt skref í átt að skynsamri uppbyggingu í Reykjavík.
Þetta er meðal þess sem Gísli Marteinn tjáir sig um í ítarlegu viðtali í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis.
Þá segir Gísli að borgarsamfélög séu sífellt að verða fyrirferðameiri í hinu pólitíska landslagi á alþjóðavísu, og að það sé ekkert öðruvísi með Reykjavíkurborg þó fámenn sé í samanburði við stórborgir heimsins. „Árið 2007 var árið sem fleiri íbúar bjuggu í borgum en dreifbýli í fyrsta skipti í sögunni. Í framtíðinni mun þessi þróun hafa mikil áhrif á stjórnmálin og fleiri samfélagslega þætti," segir Gísli Marteinn meðal annars í viðtalinu.
Sjá má ítarlegt viðtal við Gísla Martein, um skipulagsmál og borgarhagfræði, hér.
Gísli Marteinn: Þétting byggðar er ekki "innistæðulaus frasi“
Magnús Halldórsson skrifar
Mest lesið

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent


Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent


Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Viðskipti erlent

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent