Lífið

Spectrum flytur Sálumessu á sunnudag

Sönghópurinn Spectrum mun flytja Sálumessu (Requiem) eftir John Rutter í Neskirkju næsta sunnudag, 13. maí klukkan 20:00.

Sönghópinn, sem skipar 23 söngvara, hefur starfað síðan árið 2003 og er þekktur fyrir líflegan og metnaðarfullan flutning en Ingveldur Ýr er stjórnandi hópsins.

Auk sálumessunnar mun Spectrum flytja falleg íslensk og erlend lög eins og Ave Maria eftir Caccini, Anthem úr söngleiknum Chess, en einnig syngja mæðgurnar Jasmín Kristjánsdóttir og Ingveldur Ýr Pie Jesu eftir Andrew Lloyd Webber. Einsöngvari kvöldsins verður Valdís G. Gregory sópran.

Sjá viðburð á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.