Lífið

Brynjar Már vinnur með Backstreet Boys stjörnu

Brynjar Már, AJ Mclean og Vignir Snær.
Brynjar Már, AJ Mclean og Vignir Snær. mynd/einkasafn Brynjars
Tónlistarmennirnir Brynjar Már og Vignir Snær fóru í leiðangur til Hamborgar í Þýskalandi að vinna með AJ Mclean úr Backstreet Boys.

„Við fórum á mánudegi og komum aftur heim í gær á fimmtudegi. Það var búið að taka stúdíó á leigu og við vorum að vinna nýtt efni fyrir nýja sóló plötu með AJ. Síðan förum við aftur til LA í sumar og vinnum meira efni með honum," segir Brynjar Már spurður út í samstarfið.

„Vonandi verðum við með tvö lög á plötunni, en það kemur í ljós. Þetta kom til í gegnum umboðsmanninn minn í London og hefur verið í vinnslu á langan tíma en það er líka margt fleira svona skemmtilegt framundan. Hann AJ er frábær strákur og kom okkur rosalega á óvart hvað hann er jarðbundinn og skemmtilegur strákur. Hann er elsti meðlimur Backstreet Boys og var því fyrsti strákurinn sem var valinn í bandið."

„Hann er frábær söngvari og er mjög góður í að semja melódíur og texta. Þannig að samstarfið gekk vonum framar. Hann er að gefa út sína fjórðu sóló plötu á næstunni og er að vinna hana núna. Backstreet Boys og New Kids On The Block eru núna á tónleikaferðalagi og hann reynir að vinna í stúdíó þegar að það er frídagur hjá þeim. Annars hafa þeir verið á túr núna í nokkra mánuði. Við áttum frábæra stund saman og ætlum að endurtaka leikinn um leið og tónleikaferðalgið er búið í LA í sumar," segir Brynjar að lokum.

Á Facebooksíðu Brynjars má sjá myndbandið með AJ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.