Sport

Jón Margeir og Kolbrún Alda bættu eigin Íslandsmet

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Margeir og Kolbrún Alda á opnunarhátíð Ólympíumóts fatlaðra í sumar.
Jón Margeir og Kolbrún Alda á opnunarhátíð Ólympíumóts fatlaðra í sumar. Mynd/Sverrir Gíslason
Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni og Kolbrún Alda Stefánsdóttir úr SH gera það gott á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Kolbrún Alda hóf daginn á því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra um rúmar þrjár sekúndur þegar hún kom í mark á tímanum 2:22.05 mínútur. Skömmu síðar bætti hún eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi um rúma sekúndu þegar hún synti á tímanum 1:06.20.

Jón Margeir bætti í gærkvöldi Íslandsmet sitt í 200 metra fjórsundi í flokki þroskahamlaðra um rúma eina og hálfa sekúndu. Jón Margeir synti á tímanum 2:18.50 mínútur en gamla metið var 2:20.06 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×