Handbolti

Heimir Óli búinn að semja við GUIF

Heimir Óli í leik gegn FH.
Heimir Óli í leik gegn FH.
Haukamaðurinn Heimir Óli Heimisson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við sænska félagið GUIF Eskilstuna sem Kristján Andrésson þjálfar.

Það hefur stefnt í þessa átt nokkuð lengi og nú er loks búið að ganga frá samningum.

"Þetta er efnilegur strákur sem við höfum fylgst vandlega með í nokkur ár," sagði Kristján þjálfari á heimasíðu GUIF um línumanninn efnilega.

"Heimir styrkir hópinn mikið enda sterkur leikmaður á báðum endum vallarins. Það verður gaman að sjá hvaða áhrif hann mun hafa á liðið."

Haukar hafa þegar samið við línumanninn Jón Þorbjörn Jóhannsson sem mun fylla skarð Heimis Óla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×