Innlent

Sendiherra Þýskalands gagnrýnir „aðalritstjóra“ Morgunblaðsins

Davíð Oddsson er annar tveggja ritstjóra Morgunblaðsins. Ekki er ólíklegt að opið bréf sendiherra Þýskalands í Morgunblaðinu í dag sé beint til hans, sem „aðalritstjóra“, þó það komi ekki fram berum orðum.
Davíð Oddsson er annar tveggja ritstjóra Morgunblaðsins. Ekki er ólíklegt að opið bréf sendiherra Þýskalands í Morgunblaðinu í dag sé beint til hans, sem „aðalritstjóra“, þó það komi ekki fram berum orðum.
Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hermann Sausen, segir í opnu bréfi til „aðalritstjóra" Morgunblaðsins í dag, að hann furði sig mjög á þeirri fullyrðingu sem fram hafi komið í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu 14. maí, að sendiherra ESB á Íslandi hafi blandað sér í innanríkismál og þannig brotið gegn umboði sínu sem erlendur sendiráðsmaður. „Að slík ásökun skuli koma frá ritstjórn virts dagblaðs í sjálfsöruggu lýðræðisríki eins og Íslandi sem er nátengt ESB, m.a. með aðild sinni að EES, gerir hana þeim mun óskiljanlegri og fjandsamlegri," segir Sausen m.a. í grein sinni.

Haraldur Johannessen og Davíð Oddsson eru ritstjórar Morgunblaðsins.

Sausen segir að Evrópusambandið sé hlynnt eðlilegum skoðanaskiptum um kosti og galla aðildar. „Fjölmiðlar með ábyrgðartilfinningu geta gegnt þar mjög mikilvægu hlutverki með því að upplýsa um staðreyndir, greina þær og gera athugasemdir við," segir Sausen m.a. í grein sinni.

Hann segist aldrei fyrr hafa upplifað það að fjölmiðill í lýðræðisríki hafi krafist þess af ríkisstjórn, að hún takmarki eða meini fulltrúa ESB að tjá sig á opinberum vettvangi. „Íslenskir borgarar eiga skilda mikla virðingu, en ekki forsjárhyggju. Samanburður við t.d. Bandaríkin í ritstjórnargreininni er fráleitur. Í samningaviðræðum Íslands og ESB er ekki um að ræða sameiningu við annað ríki með uppgjöf eigin þjóðernis, heldur aðild að lýðræðislegum samtökum fullvalda lýðræðisríkja, sem taka sameiginlegar ákvarðanir um sameiginleg mál og koma einnig fram sameiginlega á alþjóðavettvangi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×