Handbolti

Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óvíst er hvað verður um sæti Hollendinga á mótinu en gestgjafar fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu.
Óvíst er hvað verður um sæti Hollendinga á mótinu en gestgjafar fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu. Mynd / Stefán
Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember.

Í tilkynningu á heimasíðu EHF segir að eftir viðræður sambandsins við hollenska handknattleikssambandið hafi Hollendingar hafnað því að halda mótið skriflega.

Óvíst er hvaða þjóð mun halda keppnina í stað Hollendinga en EHF segist eiga í viðræðum við nokkur handknattleikssambönd í Evrópu. Draga átti í riðla á Evrópumótinu í Rotterdam á miðvikudag en drættinum hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Íslenska kvennalandsliðinu mistókst á sunnudaginn að tryggja sér sæti í lokakeppninni er liðið beið lægri hlut gegn Úkraínu ytra. Ísland hefði þurft að vinna þriggja marka sigur í leiknum til að komast í lokakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×