Draumur í Kjós Kolbrún Pálína Helgadóttir skrifar 15. júní 2012 15:00 Hrafnhildur og Bubbi með þeim Isabellu Ósk, Dögun París og Aþenu Lind. Ljósmynd/Elena Litsova Barnalán leikur við þau hjónin Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Bubba Morthens en þau eignuðust gullfallega dóttur þann 7. maí síðastliðinn og eiga því nú saman alls sex börn. Saman eiga þau dótturina Dögun París þriggja ára og fyrir á Hrafnhildur Isabellu Ósk sjö ára og Bubbi þau Hörð 21 árs, Grétu 19 ára og Brynjar 14 ára. Lífið náði tali af Hrafnhildi í Kjósinni við Meðalfellsvatn þar sem þau hjón búa. Haldið var upp á skírn dóttur þeirra um síðastliðnu helgi en sú litla fékk nafnið Aþena Lind.Hrifin af grískri goðafræði Lífið spurði Hrafnhildi út í nafngiftina „ Ég hef ávallt heillast af grískri goðafræði og gyðjunni Aþenu sem er visku- og stríðsgyðja Grikkja. Þegar við fjölskyldan vissum að von væri á lítilli stelpu sátum við ófáar kvöldstundir inni í eldhúsi með börnunum og allir fengu að strika undir uppáhaldsnöfnin sín í Mannanafnabókinni. Eftir að nafnið Aþena datt inn hjá okkur kom ekkert annað til greina. Nafn Dögunar Parísar kemur einnig fyrir í grískri goðafræði og fannst okkur tengingin falleg milli systranna og nöfnin bæði hljómfögur og sterk." Þegar Hrafnhildur og Bubbi voru í brúðkaupsferðinni sinni í París árið 2008 komust þau að því að von væri á litlum gullmola. „París var einnig nafn í uppáhaldi og fannst mér hún kalla það nafn svolítið til sín með því að láta vita af sér í borg ástarinnar. Dögun var einnig gyðja í grískri goðafræði og er fátt fegurra en að horfa á sólaupprásina – sjá daginn taka við af nóttinni. Hún ber þetta nafn svo sannarlega með rentu því þegar hún brosir þá lýsir hún upp allt í kringum sig. Frá því ég var stelpa langaði mig í litla Isabellu og því kom aldrei annað nafn til greina á hana. Systurnar bera því allar gyðju og drottningarnöfn, enda miklar prinsessur. Bubbi býr svo sannarlega í kvennaríki í Kjósinni," segir Hrafnhildur og brosir.Prinsessur sem safna kóngulóm Spurð hvort Aþena Lind líkist einhverjum úr fjölskyldunni segir Hrafnhildur hana mjög líka eldri systir sinni Dögun París. „Ég held samt að þessi verði bláeygð en Dögun er með dökkbrún augu eins og ég. Isabella er með fallega blágræn augu þannig að það er smá keppni milli systranna hvaða lit hún fær en þær keppast við að eiga alls konar hluti í henni. Isabella á tær eins og hún, Dögun eyrun o.s.frv. Þær eru ótrúlega góðar við litlu systur en ég reyndi að undirbúa sérstaklega þá litlu eins og ég gat með því að sýna henni myndir og myndbönd frá því þær voru litlar þannig að þær tengja við þegar þær voru einu sinni miðpunktur athyglinnar. Það hefur einnig hjálpað að Aþena er ótrúlega vær og góð og því hefur þetta gengið mjög vel." Þrátt fyrir prinsessufansinn segir Hrafnhildur þær systur miklar sveitastelpur. „Þær eru miklar áhugamanneskjur um orma og kóngulær. Dögun París safnar kóngulóm þessa dagana og kemur með þær inn í hús og sleppir þeim svo aftur út við mikinn fögnuð mömmu sinnar. Þær tína orma og veiða með pabba í vatninu, gefa hestunum brauð sem búa fyrir ofan húsið okkar Fagraland en handan girðingarinnar er að finna kindur með nýfædd lömb, hesta og kýrnar mæta í halarófu og það er hægt að stilla klukkuna eftir því hvenær þær halda aftur heim að Meðalfelli sem er næsti bóndabær."Stóri dagurinn. Stórfjölskyldan á brúðkaupsdegi Hrafnhildar og Bubba.Mynd/Úr einkasafniDraumur í Kjós Þegar Hrafnhildur er spurð hvernig lífið sé í Kjósinni skortir ekki svörin og ánægjutónninn í röddinni leynir sér ekki. „Það er yndislegt að búa í Kjósinni og vera í svo mikilli snertingu við náttúruna og tengingin við sjálfið sterk. Einnig finn ég hvernig böndin á milli okkar í fjölskyldunni styrkjast. Að sjálfsögðu eru kostir og gallar við að vera 45 mínútur að komast í bæinn en kostirnir eru svo margfalt stærri. Það sem mér finnst einnig gott við að búa hér er fólkið. Þegar eitthvað ber út af eins og t.d. í vetur þegar allt var ófært út af snjó, þá voru bændur ekki lengi að mæta á traktorum og moka mann út. Þegar eitthvað kemur upp á þá finnur maður hve dýrmætt er að búa í litlu samfélagi þar sem velvilji er mikill milli fólks og það duglegt að hjálpast að." Hrafnhildur viðurkennir að það muni óneitanlega um fjölgunina í fjölskyldunni og handtökin vægast sagt ófá þessa dagana. „Það er í nógu að snúast hjá okkur en ég ætla að njóta sumarsins fram í fingurgóma eftir langan og snjóþungan vetur hér í sveitinni. Stelpurnar eru komnar í sumarfrí og svo koma stóru börnin í heimsókn og þá gerum við mikið af því að halda súpuveislur og Bubbi bakar brauð. Ég er að hvetja hann til að láta verða af því að búa til brauðbók því brauðin hans eru með því allra besta sem ég hef smakkað. Það nýjasta nýtt er brauð næstum án samviskubits því það er sykur og gerlaust."Oft erfitt að finna jafnvægi „Ég er í góðu starfi í Háskólanum í Reykjavík þar sem ég er verkefnastjóri MBA-námsins sem er meistaranám fyrir stjórnendur. Þar nýtur reynsla mín sín vel en ég tók gráðu í markaðsfræði í Kúala Lúmpúr í Malasíu og BA í almanntengslum á Nýja-Sjálandi. Ég ákvað að taka mér í fyrsta sinn ár í fæðingarorlof því það er oft erfitt að finna jafnvægi milli þess að vera í ábyrgðarmiklu og krefjandi starfi og vera mamma. Því ákvað ég að taka mér þennan tíma og ætla að njóta þess að gefa stelpunum mínum 100% athygli þennan dýrmæta tíma sem ég er heima. Oft er svo brjálað að gera hjá okkur mömmunum. Við klárum vinnuna, brunum að ná í börnin, verslum og svo komum við heim með alla pokana og þá er farið í að ganga frá, taka til og elda." Hrafnhildur segist þó hafa tamið sér það að fara inn í herbergi með dætrum sínum eftir vinnudaginn og leika við þær. „Það þarf ekki að vera langur tími, bara setjast niður og leika í örlitla stund og spjalla um daginn. Það er ótrúlegt hvað þetta tengir alla saman eftir langan dag. Við erum líka með mjög skemmtilega hefð við matarborðið á kvöldin en þá förum við hringinn og allir segja frá því skemmtilegasta sem gerðist þann dag – þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og allir segja frá deginum sínum.Safnar fallegum minningum og myndum Lífið spurði Hrafnhildi nánar út myndirnar fallegu sem fylgja þessu viðtali en Hrafnhildur deildi þeim á Facebook fyrir nokkru til vina sinna og vöktu myndirnar mikla athygli. „Myndirnar eru eftir Elenu Litsova ljósmyndara en hún sérhæfir sig í að taka myndir af ungum börnum. Eftir að hafa séð myndir eftir hana varð ég gjörsamlega heilluð af notkun hennar á litum og þeirri tilfinningu sem myndirnar vöktu. Ég pantaði tíma í myndatöku og dreif alla fjölskylduna til hennar þegar Aþena Lind var aðeins 17 daga. Það er svolítið erfitt að drífa alla af stað og með svona lítinn unga en Elena er algjör fagmanneskja og þetta varð bara að skemmtilegum degi en hún tekur myndirnar í heimahúsi og notar aðeins náttúrulega birtu. Hún hitar einnig húsið upp með hitara svo að litlu krílunum verði ekki kalt og hugsar fyrir öllu." Hrafnhildur er mikil áhugamanneskja um myndir og segir það að eiga fallegar myndir, og þá sérstaklega af börnunum litlum, afar dýrmætt. „Þessi tími er fljótur að líða og þau að stækka svo fljótt. Það er svo gaman að skoða gamlar myndir og segja sögur af dýrmætum augnablikum til að halda þeim lifandi og eins og sagt er þá segir mynd oft meira en þúsund orð. Eitt af markmiðunum mínum núna er að klára að sortera allar þessar mörg þúsund myndir sem ég hef tekið í gegnum árin og ekki prentað út, klára myndaalbúmin, búa til minningabækur og setja upp myndavegginn sem á að vera prýddur myndum af fjölskyldunni og öllum börnunum."Gott að láta sig dreymaHvers óskar svo Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, margra barna móðir og framakona, sér í framtíðinni? „Það er gaman að segja frá því að ég á fallegan óskakassa sem vinkona mín gaf mér fyrir nokkrum árum og reglulega skrifa ég niður markmið, drauma og óskir og set í kassann. Stærsta óskin mín er að fjölskyldan mín sé heilbrigð og er ég þakklát fyrir hvern dag sem svo er. Ég á líka fullt af veraldlegum óskum eins og að geta ferðast með fjölskyldunni og sýnt börnunum heiminn; pýramídana í Egyptalandi, hringleikahúsið í Róm, fara til Ríó á karnival og til Indlands að læra að elda góðan mat. Ég á fullt af fallegum óskum en á hverjum morgni tek ég stutta hugleiðslu og bæn og svo þakka ég alltaf fyrir það sem ég á. Það er gott að láta sig dreyma - því draumar geta ræst." Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Barnalán leikur við þau hjónin Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Bubba Morthens en þau eignuðust gullfallega dóttur þann 7. maí síðastliðinn og eiga því nú saman alls sex börn. Saman eiga þau dótturina Dögun París þriggja ára og fyrir á Hrafnhildur Isabellu Ósk sjö ára og Bubbi þau Hörð 21 árs, Grétu 19 ára og Brynjar 14 ára. Lífið náði tali af Hrafnhildi í Kjósinni við Meðalfellsvatn þar sem þau hjón búa. Haldið var upp á skírn dóttur þeirra um síðastliðnu helgi en sú litla fékk nafnið Aþena Lind.Hrifin af grískri goðafræði Lífið spurði Hrafnhildi út í nafngiftina „ Ég hef ávallt heillast af grískri goðafræði og gyðjunni Aþenu sem er visku- og stríðsgyðja Grikkja. Þegar við fjölskyldan vissum að von væri á lítilli stelpu sátum við ófáar kvöldstundir inni í eldhúsi með börnunum og allir fengu að strika undir uppáhaldsnöfnin sín í Mannanafnabókinni. Eftir að nafnið Aþena datt inn hjá okkur kom ekkert annað til greina. Nafn Dögunar Parísar kemur einnig fyrir í grískri goðafræði og fannst okkur tengingin falleg milli systranna og nöfnin bæði hljómfögur og sterk." Þegar Hrafnhildur og Bubbi voru í brúðkaupsferðinni sinni í París árið 2008 komust þau að því að von væri á litlum gullmola. „París var einnig nafn í uppáhaldi og fannst mér hún kalla það nafn svolítið til sín með því að láta vita af sér í borg ástarinnar. Dögun var einnig gyðja í grískri goðafræði og er fátt fegurra en að horfa á sólaupprásina – sjá daginn taka við af nóttinni. Hún ber þetta nafn svo sannarlega með rentu því þegar hún brosir þá lýsir hún upp allt í kringum sig. Frá því ég var stelpa langaði mig í litla Isabellu og því kom aldrei annað nafn til greina á hana. Systurnar bera því allar gyðju og drottningarnöfn, enda miklar prinsessur. Bubbi býr svo sannarlega í kvennaríki í Kjósinni," segir Hrafnhildur og brosir.Prinsessur sem safna kóngulóm Spurð hvort Aþena Lind líkist einhverjum úr fjölskyldunni segir Hrafnhildur hana mjög líka eldri systir sinni Dögun París. „Ég held samt að þessi verði bláeygð en Dögun er með dökkbrún augu eins og ég. Isabella er með fallega blágræn augu þannig að það er smá keppni milli systranna hvaða lit hún fær en þær keppast við að eiga alls konar hluti í henni. Isabella á tær eins og hún, Dögun eyrun o.s.frv. Þær eru ótrúlega góðar við litlu systur en ég reyndi að undirbúa sérstaklega þá litlu eins og ég gat með því að sýna henni myndir og myndbönd frá því þær voru litlar þannig að þær tengja við þegar þær voru einu sinni miðpunktur athyglinnar. Það hefur einnig hjálpað að Aþena er ótrúlega vær og góð og því hefur þetta gengið mjög vel." Þrátt fyrir prinsessufansinn segir Hrafnhildur þær systur miklar sveitastelpur. „Þær eru miklar áhugamanneskjur um orma og kóngulær. Dögun París safnar kóngulóm þessa dagana og kemur með þær inn í hús og sleppir þeim svo aftur út við mikinn fögnuð mömmu sinnar. Þær tína orma og veiða með pabba í vatninu, gefa hestunum brauð sem búa fyrir ofan húsið okkar Fagraland en handan girðingarinnar er að finna kindur með nýfædd lömb, hesta og kýrnar mæta í halarófu og það er hægt að stilla klukkuna eftir því hvenær þær halda aftur heim að Meðalfelli sem er næsti bóndabær."Stóri dagurinn. Stórfjölskyldan á brúðkaupsdegi Hrafnhildar og Bubba.Mynd/Úr einkasafniDraumur í Kjós Þegar Hrafnhildur er spurð hvernig lífið sé í Kjósinni skortir ekki svörin og ánægjutónninn í röddinni leynir sér ekki. „Það er yndislegt að búa í Kjósinni og vera í svo mikilli snertingu við náttúruna og tengingin við sjálfið sterk. Einnig finn ég hvernig böndin á milli okkar í fjölskyldunni styrkjast. Að sjálfsögðu eru kostir og gallar við að vera 45 mínútur að komast í bæinn en kostirnir eru svo margfalt stærri. Það sem mér finnst einnig gott við að búa hér er fólkið. Þegar eitthvað ber út af eins og t.d. í vetur þegar allt var ófært út af snjó, þá voru bændur ekki lengi að mæta á traktorum og moka mann út. Þegar eitthvað kemur upp á þá finnur maður hve dýrmætt er að búa í litlu samfélagi þar sem velvilji er mikill milli fólks og það duglegt að hjálpast að." Hrafnhildur viðurkennir að það muni óneitanlega um fjölgunina í fjölskyldunni og handtökin vægast sagt ófá þessa dagana. „Það er í nógu að snúast hjá okkur en ég ætla að njóta sumarsins fram í fingurgóma eftir langan og snjóþungan vetur hér í sveitinni. Stelpurnar eru komnar í sumarfrí og svo koma stóru börnin í heimsókn og þá gerum við mikið af því að halda súpuveislur og Bubbi bakar brauð. Ég er að hvetja hann til að láta verða af því að búa til brauðbók því brauðin hans eru með því allra besta sem ég hef smakkað. Það nýjasta nýtt er brauð næstum án samviskubits því það er sykur og gerlaust."Oft erfitt að finna jafnvægi „Ég er í góðu starfi í Háskólanum í Reykjavík þar sem ég er verkefnastjóri MBA-námsins sem er meistaranám fyrir stjórnendur. Þar nýtur reynsla mín sín vel en ég tók gráðu í markaðsfræði í Kúala Lúmpúr í Malasíu og BA í almanntengslum á Nýja-Sjálandi. Ég ákvað að taka mér í fyrsta sinn ár í fæðingarorlof því það er oft erfitt að finna jafnvægi milli þess að vera í ábyrgðarmiklu og krefjandi starfi og vera mamma. Því ákvað ég að taka mér þennan tíma og ætla að njóta þess að gefa stelpunum mínum 100% athygli þennan dýrmæta tíma sem ég er heima. Oft er svo brjálað að gera hjá okkur mömmunum. Við klárum vinnuna, brunum að ná í börnin, verslum og svo komum við heim með alla pokana og þá er farið í að ganga frá, taka til og elda." Hrafnhildur segist þó hafa tamið sér það að fara inn í herbergi með dætrum sínum eftir vinnudaginn og leika við þær. „Það þarf ekki að vera langur tími, bara setjast niður og leika í örlitla stund og spjalla um daginn. Það er ótrúlegt hvað þetta tengir alla saman eftir langan dag. Við erum líka með mjög skemmtilega hefð við matarborðið á kvöldin en þá förum við hringinn og allir segja frá því skemmtilegasta sem gerðist þann dag – þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og allir segja frá deginum sínum.Safnar fallegum minningum og myndum Lífið spurði Hrafnhildi nánar út myndirnar fallegu sem fylgja þessu viðtali en Hrafnhildur deildi þeim á Facebook fyrir nokkru til vina sinna og vöktu myndirnar mikla athygli. „Myndirnar eru eftir Elenu Litsova ljósmyndara en hún sérhæfir sig í að taka myndir af ungum börnum. Eftir að hafa séð myndir eftir hana varð ég gjörsamlega heilluð af notkun hennar á litum og þeirri tilfinningu sem myndirnar vöktu. Ég pantaði tíma í myndatöku og dreif alla fjölskylduna til hennar þegar Aþena Lind var aðeins 17 daga. Það er svolítið erfitt að drífa alla af stað og með svona lítinn unga en Elena er algjör fagmanneskja og þetta varð bara að skemmtilegum degi en hún tekur myndirnar í heimahúsi og notar aðeins náttúrulega birtu. Hún hitar einnig húsið upp með hitara svo að litlu krílunum verði ekki kalt og hugsar fyrir öllu." Hrafnhildur er mikil áhugamanneskja um myndir og segir það að eiga fallegar myndir, og þá sérstaklega af börnunum litlum, afar dýrmætt. „Þessi tími er fljótur að líða og þau að stækka svo fljótt. Það er svo gaman að skoða gamlar myndir og segja sögur af dýrmætum augnablikum til að halda þeim lifandi og eins og sagt er þá segir mynd oft meira en þúsund orð. Eitt af markmiðunum mínum núna er að klára að sortera allar þessar mörg þúsund myndir sem ég hef tekið í gegnum árin og ekki prentað út, klára myndaalbúmin, búa til minningabækur og setja upp myndavegginn sem á að vera prýddur myndum af fjölskyldunni og öllum börnunum."Gott að láta sig dreymaHvers óskar svo Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, margra barna móðir og framakona, sér í framtíðinni? „Það er gaman að segja frá því að ég á fallegan óskakassa sem vinkona mín gaf mér fyrir nokkrum árum og reglulega skrifa ég niður markmið, drauma og óskir og set í kassann. Stærsta óskin mín er að fjölskyldan mín sé heilbrigð og er ég þakklát fyrir hvern dag sem svo er. Ég á líka fullt af veraldlegum óskum eins og að geta ferðast með fjölskyldunni og sýnt börnunum heiminn; pýramídana í Egyptalandi, hringleikahúsið í Róm, fara til Ríó á karnival og til Indlands að læra að elda góðan mat. Ég á fullt af fallegum óskum en á hverjum morgni tek ég stutta hugleiðslu og bæn og svo þakka ég alltaf fyrir það sem ég á. Það er gott að láta sig dreyma - því draumar geta ræst."
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira