Pepsi-deildarlið Fylkis, FH og KR áttu ekki í vandræðum með að leggja andstæðinga sína að velli í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu í kvöld.
Fylkiskonur unnu stærsta sigur kvöldsins en lokatölurnar í viðureign Árbæinga gegn 1. deildarliði Hauka urðu 12-0. Mörk Fylkis: Anna Björg Björnsdóttir 2, Lovísa Sólveig Erlingsdóttir 2, Margrét Björg Ástvaldsdóttir 2, Rúna Sif Stefánsdóttir 2, Rut Kristjánsdóttir, Eva Núra Abrahamsdóttir, Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir, Hanna María Jóhannsdóttir.
KR vann öruggan heimasigur á 1. deildarliði HK/Víkings 5-1. Katelyn Ruhe skoraði tvívegis fyrir Vesturbæinga og þær Agnes Þóra Árnadóttir, Lilja Dögg Valþórsdo´ttir og Liz Carroll eitt mark hver. Árnína Björt Heimisdóttir skoraði mark gestanna.
Þá vann FH 6-1 sigur á Selfossi í uppgjöri nýliðanna í Pepsi-deild kvenna á Selfossi. Bryndís Jóhannesdóttir skoraði þrennu fyrir FH, Sigrún Ella Einarsdóttir tvö og Guðrún Bentína Frímannsdóttir eitt. Varamaðurinn Katrín Ýr Friðgeirsdóttir skoraði mark Selfyssinga.
Sextán liða úrslitunum lýkur með þremur leikjum á morgun.
Keflavík - Þór/KA
Afturelding - ÍA
Stjarnan - Fjölnir
Allir leikir morgundagsins hefjast klukkan 14.
