Handbolti

HSÍ hefur ráðið Árna Stefánsson til starfa

Árni Stefánsson.
Árni Stefánsson.
Árni Stefánsson hefur hafið störf hjá Handknattleikssambandi Íslands sem verkefnastjóri fræðslu og útbreiðslumála. Hans hlutverk verður að móta og skipuleggja fræðslu- og útbreiðslustarf HSÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ.

Meðal verkefna sem munu heyra undir svið Árna eru að vinna markvisst að því að efla áhuga og fjölga þátttakendum í handknattleik, skipuleggja og halda þjálfaranámskeið, búa til námskeiðsgögn og kynningarbæklinga. Hann mun einnig taka þátt í markaðsmálum og sinna öðrum tilfallandi verkefnum.

Árni hefur undanfarin tvö ár verið forstöðumaður íþróttaakademíu Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og ÍBV, auk þess að vera yfirþjálfari yngri flokka ÍBV í handknattleik.

Hann hefur komið víða við í þjálfun, var lengi aðstoðarþjálfari Alfreðs Gíslasonar hjá KA en hefur síðan þjálfað meistaraflokka Þórs, HK og FH auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Þór, KA, HK, FH og ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×